Entries by TF3JB

,

Stöðutaka í morsi fer fram á laugardag

                Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 13. október kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn. Þeir sem eiga eftir að skrá þátttöku geta sent töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða hafa samband við […]

,

Skínandi góður laugardagur í Skeljanesi

Laugardaginn 6. október mætti Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með hraðnámskeið (sýnikennslu) í Skeljanes fyrir þá félagsmenn sem vildu læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Alls mættu 10 félagar í félagsaðstöðuna stundvíslega kl. 10 árdegis. Vilhjálmur Þór hóf dagskrána á vel fram settum fræðilegum inngangi. Hann skeiðaði síðan léttilega í gegnum spurningar viðstaddra og þegar kom að því að sýna […]

,

Spennandi tilraunir á VHF og UHF á laugardegi

Líkt og kunnugt er, var Kenwood endurvarpi félagsins sem var tengdur við TF8RPH á Garðskaga fluttur þann 9. september s.l. til TF1RPH í Bláfjöllum og skipt út fyrir stöðina þar sem varð fyrir eldingu. Í því augnamiði að nota aðstöðuna á Garðskaga til tilrauna uns til nýr endurvarpi verður tengdur, gerðu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Sigurður […]

,

TF3DX verður með sýnikennslu á laugardag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn í félagsaðstöðunni á morgun, laugardaginn 6. október og hefst kl. 10:00 árdegis. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætir í Skeljanes og heldur hraðnámskeið (sýnikennslu) fyrir þá sem eiga eða vilja læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Námskeiðið miðast við byrjendur en einnig verður svarað spurningum frá þeim sem eru lengra komnir. Félagar mætum stundvíslega! […]

,

1. fundur starfshóps Í.R.A. um neyðarfjarskipti

Fyrsti fundur starfshóps sem skipaður var af stjórn Í.R.A. þann 17. f.m. til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagsins var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 1. október s.l. Fundin sátu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. og formaður starfshópsins; Sigurður Óskar Óskarsson, TF3WIN, fulltrúi stjórnar Í.R.A.; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Jón Svavarsson, TF3LMN; og Jónas Friðgeirsson, TF3JF. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, er einnig í […]

,

Glæsileg niðurstaða hjá TF2RR

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) í CQ World-Wide RTTY keppninni sem haldin var helgina 29.-30. september s.l., eru komnar á netið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir, eru vísbendingar um, að TF2RR kunni að verða í einu af fimm efstu sætunum yfirheiminn í sínum keppnisflokki. TF2RR hafði alls 3.040 QSO og 3.805.097 heildarstig. Þetta er glæsilegur árangur og […]

,

Vetrardagskráin gildir til 13. desember n.k.

Yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. sem nær til 13. desember n.k. var kynnt á fjölmennum fundi í Skeljanesi s.l. fimmtudag, 27. september. Jónas Bjarnason TF3JB formaður félagsins, kynnti dagskrána og kom m.a. fram hjá honum, að 21 viðburður er í boði og að alls koma 17 félagar að verkefninu. Meðal nýjunga er, að nú verður í fyrsta skipti boðið […]

,

Úrslit í VHF leikunum og TF útileikunum 2012

                  Þá er komið að úrslitum og afhendingu verðlauna og viðurkenninga í VHF leikunum 2012 og TF útileikunum 2012. Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30. Guðmundur Löve TF3GL umsjónarmaður VHF leikanna mun kunngjöra úrslit í 1. VHF leikunum og veita […]

,

Vel heppnaður SteppIR dagur í Skeljanesi

dag, laugardaginn 29. september, mætti hópur vaskra manna í Skeljanes. Á dagskrá voru eftirtalin verkefni: Að skipta út festingu loftnetsins við rörið á turninum (e. boom to mast) fyrir nýja sem gerð er fyrir erfiðar veðuraðstæður. Að fara yfir samsetningar á bómu loftnetsins til að lagfæra sig/halla á “reflector” stakinu (sem greina má á myndinni […]

,

Vel heppnaður kynningarfundur í Skeljanesi

Vel heppnaður kynningarfundur nýrrar vetrardagskrár var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í gær, þann 27. september. Á fundinum var einnig opin málaskrá þar sem í boði er fyrir félagsmenn að ræða félagsstarfið við stjórn. Þrátt fyrir hvassviðri og rigningu í höfuðborginni mættu yfir 30 félagsmenn á fundinn auk gesta. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður, annaðist kynningu dagskrár og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri, stjórnaði […]