Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. júlí.  Opið er fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

RSGB IOTA KEPPNIN 2024

RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 27. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag 28. júlí. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 3. tbl. 2024 í dag, 21. júlí. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2024-3 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF

,

TF3YOTA ER QRV FRÁ SKELJANESI

2. hluti YOTA keppninnar (af þremur) „Youngsters on the air“ fer fram í dag, laugardag 20. júlí frá kl 10:00 til kl. 21:59. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjar kallmerkið TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi og er stöðin virk á […]

,

NÝTT VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á VHF

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti í dag (19. júlí) að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á tíðnisviðinu 144-146 MHz. Staðsetning: Reykjavík. Mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Velja þarf: Amatör og NBFM. Vefslóð:  HTTP://VHF.UTVARP.COM Android App: https://play.google.com/store/apps/details… Þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TF3GZ sem lánaði hluta […]

,

HELSTU ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 20.-21. JÚLÍ

MAIDENHEAD MAYHEM CONTESTKeppnin stendur yfir dagana 20.-28. júlí.Hún hefst laugardag 20. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. júlí kl. 23:59.Keppnin fer fram CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).https://w9et.com/rules.html LABRE DX CONTESTKeppnin hefst laugardag 20. júlí kl. og lýkur […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 18. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. júlí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

IARU WORLD CHAMPIONSHIP 2024

IARU HF World Championship keppnin fór fram um helgina 13.-14. júlí. Keppnin fór samtímis fram á SSB og CW á 160, 80, 40,  20, 15 og 10 metrum. Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB […]

,

IARU HF WORLD CHAMPIONSHIP 2024

IARU HF World Championship keppnin hefst laugardag 13. júlí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. júlí kl. 12:00. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: RS(T) + ITU svæði. (TF = ITU svæði 17). Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim […]

,

EFNI Í CQ TF, 5 DAGAR TIL STEFNU

Skilafrestur á efni í CQ TF rennur út á sunnudag, 14. júní. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið. Vakin er athygli á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Netfang ritstjóra: saemi@hi.is 73 – Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UAritstjóri CQ TF