Entries by TF3JB

,

STÓRU SÝNINGARNAR ÞRJÁR 2024

Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa […]

,

NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 2. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 25. apríl. Næsta opnun verður fimmtudaginn 2. maí. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)”. Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar. Bestu […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 27.-28. APRÍL

10-10 INTERNATIONAL SPRING CONTEST, DIGITAL.Hefst laugardag 27. apríl kl. 00:01 og lýkur sunnudag 28. apríl kl. 23:59.Keppnin fer fram á Digital á 10 metrum.Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).Skilaboð annarra: Nafn + Ø + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules SP DX RTTY CONTEST.Hefst á laugardag 27. […]

,

JÓHANNES JOHANNESSEN, TF3JJ ER LÁTINN.

Jóhannes Johannessen, TF3JJ hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann í Landspítalanum þann 10. apríl og hefur útför hans farið fram í kyrrþey. Jóhannes var á 87. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 49. Um leið og við minnumst Jóhannesar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu […]

,

OPIÐ HÚS Á ALÞJÓÐADAG RADÍÓAMATÖRA

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra, 18. apríl. Kallmerkið TF3WARD var sett í loftið í hádeginu kl. 12:20. Skilyrði voru góð og var stöðin QRV meira og minna til kl. 22 um kvöldið. Alls voru höfð 1.177 sambönd – um allan heim á 14 MHz, SSB þ.á.m. við 11 TF […]

,

SKILAFRESTUR LENGDUR TIL 21. APRÍL

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 28. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur hefur verið […]

,

18. APRÍL ER ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA

. Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 99 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa. Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 19.-21. APRÍL

HOLYLAND DX CONTESTHefst föstudag 19. apríl kl. 21:00 og lýkur laugardag 20. apríl kl. 20:59.Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð 4X stöðva: RS(T) + svæðisnúmer (e. area).Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.https://www.iarc.org/iarc/Content/docs/Holyland2023eng.pdf WAPC – WORKED ALL PROVINCES OF CHINA DX CONTESTHefst laugardag 20. apríl kl. 06:00 og […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 18. APRÍL

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. apríl fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur Radio Day“ fellur á fimmtudaginn 18. apríl. Sérstakt kallmerki félagsins, TF3WARD verður […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 6.-12. apríl. TF kallmerki fengu yfir 70 skráningar, þar voru 17 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, […]