Entries by TF3JB

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2022, BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR

CQ World Wide DX CW keppnin 2022 fór fram 26. og 27. nóvember s.l. Keppnisgögn fyrir 8 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2023. […]

,

FIMMTUDAG 8. DESEMBER Í SKELJANESI

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 8. desember kl. 20:30. Þá mætir Guðmundur Sigurðsson, TF3GS með erindið: „APRS skilaboða- og ferilvöktunarkerfið (Automatic Packet Reporting System)“. Guðmundur mun m.a. lýsa uppbyggingu APRS sem ferilvöktunarkerfis fyrir radíóamatöra og hvernig t.d. má líka senda stutt textaskilaboð í samskiptum, án aðkomu tölvu. Kerfið er ekki dýrt í uppsetningu og […]

,

FRÁ FÉLAGSFUNDI Í ÍRA 1. DESEMBER

Vetrardagskrá ÍRA hélt áfram 1. desember. Að þessu sinni var komið að félagsfundi um “VHF og UHF málefni” og var fundur settur stundvíslega kl. 20:30. Eftirfarandi tillaga að dagskrá var lögð fram og samþykkt samhljóða: (1) Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara og tillaga að dagskrá. (2) Flutningur erindis um VHF og UHF málefni.  (3) Umræður […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2022

Stærsta morskeppni ársins, CQ WORLD WIDE DX CW keppnin fór fram helgina 26.-27. nóvember. Um er að ræða 48 klst. keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum. A.m.k. 8 TF kallmerki voru á meðal þátttakenda: TF1AM, TF3DC, TF3EO, TF3JB, TF3SG, TF3VS, TF3Y og TF8KY. Frestur til að skila inn gögnum rennur […]

,

ARRL 160M CW KEPPNIN 2022

Keppni ARRL á morsi á 160 metrum hefst föstudag 2. desember kl. 22:00 og lýkur sunnudag 4. desember kl. 16:00. Þetta er 42 klst. keppni þar sem markmiðið er að hafa sambönd við sem flestar stöðvar í Norður-Ameríku (W/VE) á 160 metra bandi. Einvörðungu sambönd við stöðvar í Norður-Ameríku gilda til stiga og sem margfaldarar. […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 1. DESEMBER

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Fimmtudaginn 1. desember verður síðari félagsfundurinn í boði: Kl. 20:30 – Félagsfundur: „VHF og UHF málefni“. Efni í umsjá stjórnar. Húsið verður opnað kl. 20:00 QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Kaffiveitingar í fundarhléi. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

GÓÐUR SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Jónas Bjarnason, TF3JB mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 27. nóvember. Umræðuþema var: „Nýjungar í HF stöðvum á markaði fyrir radíóamatöra“. Til hliðsjónar var grein hans um HF stöðvar á markaði sem birtist í 2. tbl. CQ TF í mars 2020. Farið var yfir helstu breytingar sem orðið hafa í framboði HF stöðva […]

,

NÝI TURNINN TILBÚINN TIL UPPSETNINGAR

Georg Magnússon, TF2LL hafði flutt turneiningarnar (sem TF3T gaf félaginu síðla ágústmánaðar) til frágangs heim í Borgarfjörð (þar sem hann hefur góða verkstæðisaðstöðu) skömmu eftir að félagið fékk einingarnar afhentar. Þann 23. nóvember flutti hann einingarnar síðan aftur í Skeljanes og var þá búinn að gera turninn upp.  Því til viðbótar hafði hann smíðað sérstaka […]

,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Sunnudag 27. október kl. 11:00 verður Jónas Bjarnason, TF3JB með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Nýjungar í HF stöðvum á markaði fyrir radíóamatöra“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauð frá Björnsbakaríi. […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Kristján Benediktsson, TF3KB mætti í Skeljanes 24. nóvember með erindið: „Skipulag alþjóðasamtaka radíóamatöra“. Hann byrjaði erindið með því að fjalla stuttlega um frumkvöðla radíótækninnar og helstu áhrifavalda og útskýrði vel bakgrunn og þróun á því umhverfi sem við þekkjum í dag sem grundvöll tíðnimála radíóamatöra og stjórnun málaflokksins, þ.e. Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) og svæðisbundnu fjarskiptasamböndin, þ.á.m. […]