Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS HJÁ ÍRA 28. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. október fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar verða í boði í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót er […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2021, SSB

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 30.-31. október. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á […]

,

LANGBYLGJUSENDIR Á VATNSENDAHÆÐ

Guðmundur Kristjánsson, fagstjóri rafmagns hjá Háskólanum í Reykjavík í iðn- og tæknifræðideild hafði samband við félagið, samanber eftirfarandi: „Fyrir nokkru þá fór ég og Ágúst Valfells deildarforseti Verkfræðideildar HR, upp á Vatnsendahæð og sáum þar forlátan Marconi útvarpssendi frá 1938. Það er komin áætlum með að setja búnaðinn í gám til bráðabirgða en það eru […]

,

FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 21. október kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Tillaga að umræðuþema: CQ World Wide DX SSB keppnin 2021 en aðeins […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 4. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/10/2021-4.pdf

,

SCANDINAVIAN ACTIVITY KEPPNIN 2021

Síðari hluti Scandinavian Activity keppninnar 2021 fór fram á SSB helgina 9.-10. október. Gögnum var skilað til keppnisstjórnar fyrir 4 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum; 20 metrum háafli, á öllum böndum háafli og á öllum böndum lágafli. Heildarfjöldi innsendra keppnisdagbóka var 896. TF2MSN – Öll bönd, lágafl.TF8KY – Öll bönd, háafl.TF3AO – 20 metrar, háafl.TF3T […]

,

SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 14. október. Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld var Daggeir H. Pálsson TF7DHP frá Akureyri. Að auki mættu þeir félagar Egill Þórðarson, TF3CG og Guðni Skúlason loftskeytamaður sem hefur hug á að fá útgefið leyfisbréf og koma í loftið á morsi. Mikið […]

,

SKELJANES Í KVÖLD 14. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. október kl. 20-22. Sérstakur gestur verður Daggeir Pálsson, TF7DHP félagsmaður okkar á Akureyri. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót […]

,

VIÐTÆKIÐ Í PERLUNNI QRV Á NÝ

Viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ í Perlunni varð virkt á ný í kvöld (13. október). Tækið var upphaflega sett upp 24. ágúst s.l., og tekið niður til viðgerðar þann 1. þ.m. Hlusta má á tækið yfir netið. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond […]

,

LOTA 25 Í HÁMARKI ÁRIÐ 2025

Brátt verða liðin tvö ár frá því ný 11 ára sólblettasveifla hófst (lota 25) samanber meðfylgjandi línurit. Skilyrðin eru þegar byrjuð að batna og hámarki er spáð 2025. Kevin B. Loughin, KB9RLW setti saman stutt myndband þar sem hann ræðir skilyrðin og sýnir okkur m.a. viðtökuna á hærri böndunum í sínu QTH í Indiana í […]