Entries by TF3JB

,

LEIÐRÉTTING

Í tilkynningu sem sett var á heimsíðu félagsins og FB síður í gær, 10. maí – þar sem sagt var frá helstu alþjóðlegum keppnum helgina 15.-16. júní n.k. fylgdu með myndir og upplýsingar um þátttöku TF3IRA í CQ WW DX SSB keppninni árið 1979; „Multi One“ keppnisflokki. Myndir voru birtar af TF3Y, TF3G og TF3UA […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 15.-16. JÚNÍ

ALL ASEAN DX CONTEST, CWKeppnishaldari: JARL, Japan Amateur Radio League.Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 24:00.Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + tveir tölustafir fyrir aldur.https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm PBDX – PAJAJARAN BOGOR DX CONTESTKeppnishaldari: Organisasi Amatir Radio Indonesia.Keppnin fer fram […]

,

HAM RADIO SÝNINGIN Í FRIEDRICHSHAFEN

HAM RADIO 2024 sýningin nálgast, en hún verður haldin helgina 28.-20. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/ Til fróðleiks, má […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 13. JÚNÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 13. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! […]

,

ÓLAFUR ENGILBERTSSON, TF3SO ER LÁTINN

Ólafur Engilbertsson, TF3SO hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann þann 1. júní í Landspítalanum í Fossvogi eftir stutt veikindi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju 14. júní kl. 14:00. Ólafur var á 81. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 135. Um leið og við minnumst Ólafs […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 19. maí til 25. maí. Um var að ræða 16 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 6. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 8.-9. JÚNÍ

BATAVIA DX CONTESTStendur yfir laugardag 8. júní frá kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 17:00.Keppnin fer fram á SSB á 80, 40 og 10 metrum.Skilaboð stöðva í Indónesíu: RS + 2 stafa kóði fyrir hérað (e. dirstrict).Skilaboð annarra: RS + DXCC eining.http://batavia.orarilokaljakut.or.id/ VK SHIRES CONTESTStendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. […]

,

2 METRAR; AÐGANGUR YFIR NETIÐ

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ hafa að undanförnu unnið að undirbúningi uppsetningar á svokölluðum „HT“ hugbúnaði í tengslum við 2 metra bandið. Kerfið vinnur nú snurðulaust samkvæmt prófunum við Kristján J. Gunnarsson, TF4WD á Sauðárkróki þann 31. maí. Hugbúnaðurinn gefur félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF […]

,

FRÓÐLEG ERINDI Í SKELJANESI 30. MAÍ

TF útileikar: Einar Kjartansson, TF3EK, kynnti Útileikana.Einar Kjartansson, TF3EK, fékk leyfið 2006. Hann var kosinn í stjórn ÍRA 2015 og varð gjaldkeri og starfaði fram að aðalfundi 2019. Þá voru Útileikarnir í nokkurri lægð og Einari var treyst fyrir að veita þeim forstöðu. Ýmsar reglur voru þá í gangi sem gerðu þátttökuna ekki einfalda, t.d. […]