Entries by TF3JB

,

MÆLINGASUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM, mæta í Skeljanes sunnudaginn 2. apríl. Hugmyndin er að skoða sérstaklega gæði í sendingum VHF/UHF stöðva. Ari mun hafa meðferðis vönduð mælitæki, þ.á.m. frá Rhode & Schwartz. Búnaðurinn getur mælt eiginleika sendihluta stöðva sem vinna frá 28 til 6000 MHz. Aflgjafar og gerviálög (e. dummy loads) […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember með með erindið: „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“. Ágúst flutti afar greinargott og fróðlegt erindi um reynslu sína í þessum efnum, en hann hefur aðstöðu fyrir loftnet og búnað í sumarhúsi sínu sem er í u.þ.b. 100 km fjarlægð frá heimili hans í Garðabæ. Hann […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 23.-28. mars 2023. Alls fengu 19 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 4, 6, 10, 12, 15, 17, 20, 40, 60, 80 og 160 metrar. […]

,

TF3OM Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM heimsækir okkur í Skeljanes fimmtudag 30. mars með erindið: „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“.  Ágúst hefur ekki farið varhluta af auknum truflunum í viðtöku í HF sviðinu fremur en aðrir leyfishafar í þéttbýli. Í sumarhúsi sem hann hefur til ráðstöfunar í uppsveitum Árnessýslu hefur hann komið fyrir stöð sem hann getur […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 1.-2. APRÍL

RSGB FT4 International Activity Day KEPPNIN fer fram 1. apríl; hefst kl. 08:00 og lýkur kl. 20:00. Þátttaka er opin radíóamatörum um allan heim. Bönd: 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á FT4 útgeislun, sem eru samskiptareglur undir MFSK mótun.https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2023/rallband_ft4.shtml EA RTTY KEPPNIN fer fram 1.-2. apríl; hefst á laugardag kl. 12:00 og […]

,

ENDURNÝJUN 50 MHZ HEIMILDAR 2023

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi og veitir stofnunin íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. júní 2023. Gildistími er 4 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt […]

,

SKEMMTILEGUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardaginn 25. mars og kynnti „Ódýrar lausnir til að senda merki um QO-100 gervihnöttinn“. Ari byrjaði kynninguna á stuttum inngangi um QO-100 sem er á sístöðubraut (e. geostationary). Það þýðir að tunglið er ætíð á sama stað séð frá jörðu. Þess vegna geta radíóamatörar stundað fjarskipti um tunglið […]

,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 25. MARS

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætir í Skeljanes laugardaginn 25. mars á staðinn og kynnir ódýrar lausnir til sendingar merkja um QO-100 gervihnöttinn. Kynningin hefst kl. 13:30. Hann sýnir hve einfalt, ódýrt og fljótlegt er að koma upp búnaði til sendinga um gervitunglið. Kaffi og bakkelsi frá Björnsbakaríi. Hvetjum félagsmenn að láta þetta tækifæri ekki framhjá […]

,

NÁMSKEIÐI ÍRA FRESTAÐ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast mánudaginn 27. mars. Jafnframt verður fallið frá að óska eftir fyrirhuguðum prófdegi Fjarskiptastofu í byrjun júní.   Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins sex skráðu sig innan tilskilins frests. Þeir sem hafa greitt námskeiðsgjöld fá þau endurgreidd. Boðið verður upp á […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes 23. mars með erindið „Íslensku radíóleikarnir; hagnýt ráð“. Hann flutti okkur frábært erindi þar sem hann útskýrði og fór yfir reglur árlegra fjarskiptaviðburða félagsins (páskaleika, VHF/UHF leika og TF útileika). Inntak erindisins var að hvetja félagana til að vera með sem t.d. megi auðveldlega gera með handstöð heima í […]