ÍRA QSL BUREAU; KORTASTOFA ÍRA

ÍRA rekur QSL þjónustu fyrir félagsmenn samkvæmt ákvæði í 24. gr. félagslaga.

Þar segir: “Reka skal QSL þjónustu fyrir félagsmenn. QSL stjóri er skipaður af stjórn og fer með fjármál þjónustunnar. Reksturinn skal kostaður af hóflegu gjaldi á útsend kort”.

Mathías Hagvaag, TF3MH, er QSL stjóri ÍRA.

Hann annast samskipti við QSL Bureau innan annarra landsfélaga radíóamatöra um allan heim svo og móttöku, flokkun, frágang og sendingu korta félagsmanna til sendingar erlendis.

Sérstakur QSL kassi eru kortastofunnar er staðsettur á 2. hæð í Skeljanesi. Hann er hólfaskiptur og eru hólfin merkt með kallmerkjum/hlustmerkjum félagsmanna. Menn fá merkt sérstakt hólf með sínu kallmerki strax og kort fara að berast til þeirra.

  • Vinstra megin við hólfakassann, eru sérstakar QSL skilagreinar (sem æskilegt er að láta fylgjan með hverri útsendingu korta). Þar eru einnig árituð umslög með utanáskrift félagsins. Hvorutveggja er ókeypis fyrir félagsmenn. Hægra megin við kassann er síðan tilgreindur móttökukassi fyrir útsend kort. Æskilegt er, að menn noti umslögin ef þeir láta greiðslu í reiðufé fylgja með kortum til útsenfingar, þar sem þau má líma aftur.

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA. GSM sími: 892-2067 / tölvupóstfang: mathag@centrum.is

1. GJALDSKRÁ

Gjaldskrá TF ÍRA QSL Bureau hækkaði 1. apríl 2023 og er gjaldið 14,00 krónur fyrir hvert kort (hvert sem er í heiminum).

2. FRÁGANGUR KORTA

Félagsmenn eru beðnir að raða kortum og flokka almennt eftir löndum.

Til Bandaríkjanna, eftir númerum kallsvæða, t.d. K1, W1 A1 saman; N2, W2, K2 saman, o.s.frv. Í kallsvæði 4 eru tvær kortastofur. Þess er farið á leit að flokkun sé eftirfarandi: Kallmerki með 1 staf í forskeyti t.d. K4, N4,W4 séu flokkuð sé og haldið aðgreindum. Í annan stað þarf að flokka kort á kallmerki með tveimur stöfum í forskeyti, t.d. AA4, KA4, NA4 sér og halda þeim aðgreindum.

Kortastofa ÍRA getur ekki tekið við QSL kortum til landa þar sem ekki eru starfrækt QSL bureau. Sjá lista yfir þessi lönd eftir forskeytum í 7. kafla (neðar). Kort til stöðva í þessum löndum má oft senda beint eða á sérstaka QSL Manager. QSL upplýsingar eru yfirleitt birtar á vefsíðu viðkomandi stöðvar á QRZ.COM.

3. QSL SKILAGREINAR

Ákjósanlegt er að skilagrein kortastofunnar fylgi með með innsendum kortum. Skilagreinarnar liggja frammi í QSL herbergi félagsins í Skeljanesi (vistra megin við QSL skáp). Þær eru ókeypis ásamt sérstökum áprentuðum A-5 pokaumslögum. Félagsmenn sem eiga óhægt með að mæta í félagsaðstöðuna eða félagsmenn búsettir úti á landi, geta sent QSL stjóra tölvupóst (eða hringt) og fengið QSL gögnin send í pósti. Hér er skilagrein:  Skilagrein-form.pdf

4. SKIL Á KORTUM

Skila má QSL kortum til útsendingar í sérstakan móttökukassa kortastofunnar (hægra megin við QSL skáp) eða lagt þau í póst ásamt skilagrein, merkt ÍRA QSL Bureau, pósthólf 1058, 121 Reykjavík eða notað áðurnefnd áprentuð umslög kortastofunnar sem eru látin í té ókeypis.

5. GREIÐSLUR TIL KORTASTOFU ÍRA

Menn geta lagt inn andvirði kortagjalds á bankareikning Kortastofu ÍRA Kennitala: 610174-2809. Reikningsnúmer: 0114-26-010059. Best er að haka við í einkabanka, að bankinn sendi kvittun í tölvupósti til viðtakanda greiðslunnar. Ath. að tölvupóstfangið þarf að vera mathag@centrum.is Þeir sem skila kortum í móttökukassann í Skeljanesi geta látið kortagjald í reiðufé fylgja með í umslögum.

6. NÁNARI UPPLÝSINGAR

Í 2. tbl. CQ TF 2018 (bls. 42) má lesa grein eftir TF3MH um QSL kortastofur undir fyrirsögninni “Fræðsluhorn ÍRA: “QSL Bureau”. Þar er saman kominn mikill fróðleikur um starf kortastofanna innan landsfélaga radíóamatöra um heiminn.

Íslenska kortastofan sendir árlega QSL kort félagsmanna til systurstofnana ÍRA í yfir 90 löndum. Mynd: TF3MH.

7. LÖND ÞAR SEM EKKI ERU STARFRÆKT QSL BUREAU (listinn er uppfærður reglulega).

3B Agalega, Maritus, Rodrigues
3CØ Pagalu Island
3C Equatorial Guniea
3DA Swaziland
3W Vietnam
3X Guinea
4J Azerbaijan
4V Haiti
4W Timor – Leste
5A Libya
5R Madagascar
5T Mauritania
5U Niger
5V Togo
7O Yemen
7P Lesotho
7Q Malawi
8Q Maldives
9L Sierra Leone
9N Nepal
9U Burundi
9X Rwanda
A3 Tonga
A5 Bhutan
A6 United Arab Emirates
A9 Bahrain
C2 Naru
C5 Gambia
C6 Bahamas
CN Marocco
D2 Angola
D4 Cape Verde
E3 Eritrea
E5 North and south Cook Islands
ET Ethiopia
HH Haiti
HV Vatican
HZ Saudi Arabia
J5 Guinea-Bissau
J8 St. Vincent
KH8 American Samoa
P2 Papua New Guinea
P5 North Korea
PZ Suriname
SØ Western Sahara
S7 Seychelles
S9 Saoe tome & Principe
ST Sudan
SU Egypt
T2 Tuvalu
T3 Kiribati
T5 Somalia
T8 Palau
TJ Cameroon
TL Central African Republic
TN Congo
TT Chad
TY Benin
V3 Belize
V4 St. Kitts & Nevis
V6 Micronesia
V7 Marshall Islands
VP2E Anguilla
VP2M Montserrat
VQ9 Chagos Island
XU Cambodia
XW Laos
XZ Myanmar
YA Afghanistan
Z2 Zimbabwe
ZA Albania
ZD9 Tristan da Cunha

Uppfært 8.3.2023/TF3MH..