TF útileikar verða haldnir um verslunarmannahelgina 2023 að vanda. Reglum hefur verið breytt lítið eitt frá fyrra ári. Ekki er lengur sett hámark á þann tíma sem stöð má vera opin. Nú má nota þær mótanir sem samrýmast reglugerð og bandplani IARU Svæðis 1. Lágmarks upplýsingar sem skiptast þarf á eru nú aðeins fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square). Viðbótar stig fæst fyrir eftirfarandi upplýsingar:

  • Gæði sambands samkvæmt venju fyrir þá mótun sem notuð er, t.d. RS fyrir SSB.
  • Númer sambands (QSO)
  • Staðsetningu sem 6 stafa LOC (e. grid subsquare)
  • Afl sendis í wöttum (W).

Til dæmis, ef notað er FT8 í sambandi, þá má nota hlutfall merkis á móti suði (S/N ratio) í db, til að gefa upp gæði og setja númer sambands, afl og fimmta og sjötta staf í LOC í frjáls skilaboð til að fá viðbótar stigið.

Tenglar:

 

TF-Útileikar

  1. Almennt. TF-Útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi, hefjast á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á mánudegi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli landshluta. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
  2. Bönd. Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri HF tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Hafa má sambönd hvenær sem er á leikjatímanum, en mælt er með þessum tímum:.
  • Laugardagur: 12-14 og 20:30-22
  • Sunnudagur: 9-11 og 17:30-19
  • Mánudagur: 10-12.
  1. Tíðnir. Nota má allar tíðnir og mótanir í samræmi við ákvæði reglugerðar um afl og bandvídd og bandplan IARU Svæðis 1. Þessar tíðnir eru gjarnan notaðar á SSB:
  • 1845 kHz LSB
  • 3633 kHz LSB, 3640 kHz til vara
  • 5363 kHz USB
  • 7120 kHz LSB

Af tillitssemi við leyfishafa sem ekki taka þátt í útileikum er ekki mælt með því að nota 3637 kHz. Athugið að Fjarskiptastofa hefur heimilað þátttakendum að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum 2023.

  1. Upplýsingar. Lágmark sem skipst er á er staðsetning sem 4 stafa Maidenhead Locator (LOC). Viðbótar stig fæst fyrir eftirfarandi upplýsingar:
  • Gæði sambands samkvæmt venju fyrir þá mótun sem notuð er, t.d. RS fyrir SSB.
  • Númer sambands (QSO),
  • Staðsetningu sem 6 stafa LOC
  • Afl sendis í wöttum (W).
  1. Stig. Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead Locator (LOC), t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur. Þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig. Einn margfaldari, sem fer eftir fjölda reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margfaldarinn ekki hærri en 6.
  2. Loggar. Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, LOC sent, gæði sent, afl sent, QSO móttekið, LOC móttekið, gæði móttekið og afl móttekið. Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar.

Einnig má senda logga á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is. Frestur til að ganga frá loggum rennur út 7 sólarhringum eftir að leikum lýkur. Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

(15.6.2023/TF3EK)

 

 

Maidenhead kort

Hér má nálgast Maidenhead kortið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/03/tf_utileikar_qth_locator.pdf

Hér má finna eldri reglur útileika: http://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/