Hér er hægt að fylla út form og óska eftir skráningu á námskeið hjá ÍRA.

Stefnt er að því að halda næsta námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024; nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað en til viðmiðunar er að byrja um miðjan september og vera til loka október. Námskeiðið verður hvorttveggja í stað- og fjarnámi í Háskólanum í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis annaðhvort 2. eða 9. nóvember.

Líkt og áður er miðað við kennslu þrjú kvöld í viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 17:30-21:30. Skipulag verður birt þegar nær dregur.

(Námskeiðsgjald var haustið 2023 22.500 krónur).

Skráning á námskeið