Stærsta keppnishelgi ársins er framundan, CQ WW DX SSB keppnin 2020.

Nýjasta skilyrðaspáin frá NOAA er ekki beint uppörvandi því hún gerir ráð fyrir 5 í K-gildi. Það jákvæða í stöðunni er þó, að eldri spár höfðu spáð segulstormi (þ.e. K-6 og hærra).

Bjartsýnisviðhorfið er að spár ganga ekki alltaf eftir.

https://www.swpc.noaa.gov/products/27-day-outlook-107-cm-radio-flux-and-geomagnetic-indices

Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næstu þrjá fimmtudaga, þ.e. 22. og 29. október og 5. nóvember n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.

Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 20. október með gildistíma til 10. nóvember n.k. Hertar sóttvarnarreglurnar snúast m.a. um fjöldatakmörkun m.v. 20 manns og að tryggja skuli að hægt sé að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Sá möguleiki hefur verið ræddur að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins á netinu verði farsóttin mikið lengur þetta alvarleg. En fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 12. nóvember.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

CQ WOLRD WIDE DX SSB keppnin 2020 er framundan, helgina 24.-25. október n.k. Þetta er stærsta SSB keppni ársins og er búist við allt að 50 þúsund þátttakendum. Reiknað er með, að vegna batnandi skilyrða og fyrir áhrif COVID-19 verði met þátttaka í ár.

Um er að ræða 48 klst. viðburð sem hefst kl. 00:00 laugardaginn 24. október og lýkur kl. 23:59 á sunnudaginn 25. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur).

Íslenskir leyfishafar hafa heimild til að nota tíðnisviðið 1850-1900 kHz á víkjandi grunni í tilraunaskyni í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, þ.á.m. í þessari keppni. G-leyfishafar mega jafnframt nota allt að 1kW (fullt afl). Sjá nánari upplýsingar í Ársskýrslu ÍRA 2020, bls. 93-94.Vefslóð:  http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/02/15022020-Ársskýrsla-2019-20-pdf.pdf

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum góðs gengis.

Keppnisreglur:  https://www.cqww.com/rules.htm

Scandinavian Activity Contrest (SAC) SSB keppnin 2020 fór fram helgina 10.-11. október s.l. Þrjár TF stöðvar skiluðu inn gögnum í þremur keppnisflokkum. Ekki er gerður greinarmunur í röðun innan keppnisflokka hvort aðstoð var nýtt eða ekki.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum (claimed score) eru niðurstöður eftirfarandi:

2. sæti – TF3W (TF3CW op.); einmenningsflokkur, 20M, háafl.
4. sæti – TF3T; einmenningsflokkur, 80M, háafl.
76. sæti – TF8KY; einmenningsflokkur, Öll bönd, háafl.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=SSB&region=73&claimed=1

Stjórn ÍRA tók á móti góðri gjöf til félagsins í gær, 16. október. Um er að ræða 25-30 lítra af þakmálningu.

Félagsmaður okkar, Gunnar Bergþór Pálsson, TF2BE hafði samband og sagðist eiga þakmálningu afgangs. Hann sagðist hrifinn af framtaki félaganna við að mála húsið í Seljanesi í sumar og óskaði að leggja sitt af mörkum og gefa félaginu þakmálningu ef ske kynni að hugmyndir væru uppi um að mála þakið líka. Á meðfylgjandi mynd hafði verið tekið á móti gjöfinni og málningardósirnar undirbúnar til flutnings í Skeljanes.

Stjórn ÍRA þakkar velvilja og góðan stuðning Gunnars.

Húsið í Skeljanesi eftir að framhliðin var máluð í sumar. Hugmyndin er að hefjast handa við að mála þakið í vor. Ljósmynd: TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll 15. október.

Verkefni dagsins var að ganga endanlega frá nýju LW loftneti sem sett var upp á fjallinu 8. október s.l. fyrir KiwiSDR viðtæki TF3GZ sem þar er staðsett.

Viðtækið, sem upphaflega var sett upp þann 27. júní s.l., er nú laust við truflanir en mikið RF svið er á staðnum. Lausnin var m.a. að setja sérstaka síu á loftnetið. Viðtækið hefur nú truflanafría viðtöku á tíðnisviðinu frá 1,6 til 30 MHz.

Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag. Gott viðtæki yfir netið á þessum stað er mikilvæg viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

.

Bent er á áhugaverða grein Ara um viðtæki yfir netið í nýjasta hefti CQ TF, bls. 41. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/09/cqtf_34arg_2020_04tbl.pdf

.

Á myndinni til vinstri má sjá síuna sem rætt er um í textanum: Mynd: TF3GZ.

Frágangur á LW loftnetinu uppi í turninum. Unun’in er fest á þverslána. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Unun frá Ultimax 100 er notuð til að taka sýndarviðnámið niður í fæðipunkti fyrir viðtækið. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Mynd úr tengikassanum fyrir KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.

Áhugaverð skilyrði hafa verið undanfarna daga á HF böndunum. Sólblettir hafa risið upp í 25 (en eru 15 þegar þetta er skrifað) . Flux‘inn hefur einnig farið upp, a.m.k. í 75. 20 metra bandið var t.d. opið fram yfir miðnætti í gærkvöldi.

TF stöðvar hafa haft mikið af samböndum niður í Kyrrahafið, mörg kallsvæði í VK og ZL og a.m.k. ein TF stöð, TF1OL, náði frábærum DX í morgun (13. október) þegar haft var QSO við KHØ/KCØW á 14 MHz í Saipan í Mariana eyjaklasanum í Kyrrahafinu.

Mariana eyjar eru í CQ svæði 27, IOTA númer er OC-086 og fjarlægð frá TF er um 11.150 km. Landið er nr. 170 á lista Club Log yfir eftirstóttustu DXCC einingarnar. Útlit er fyrir að þessi góðu skilyrði haldist eitthvað áfram.

Búnaður KH0/KC0W á Siapan eyju í Mariana eyjaklasanum er m.a. Elecraft K3 sendi-/viðtæki og Juma PA-1000 RF magnari. Loftnet eru öll heimasmíðuð. Ljósmynd: KC0W.

Félagsstöðin TF3W var QRV í SSB hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var helgina 10.-11. október.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina á 14 MHz. Siggi sagði að skilyrðin hafi verið sveiflukennd en best til Evrópu. Stöðvar í Norður- og Suður-Ameríku, Karabíska hafinu og Indlandshafi  hafi þó komið vel inn. Sambönd til Asíu í Kyrrahafið voru hins vegar fá.

Fjöldi sambanda var alls 1105. Reiknuð bráðabirgðaniðurstaða er 149.524 stig (51 margfaldarar og 2578 QSO stig). Aðrar TF stöðvar sem heyrðust í keppninni voru a.m.k.: TF2MSN, TF3DT, TF3JB, TF3T og TF8KY.

Þakkir til Sigga fyrir glæsilegan árangur.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 10. október. Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjar félagsstöðina TF3W í SAC SSB keppninni 2020. Ljósmynd: TF3JB.

CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram helgina 26.-27. september. Átta TF stöðvar skiluðu gögnum, sex í fimm keppnisflokkum og tvær viðmiðunardagbókum.

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og áætlaðri stöðu yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í marshefti CQ tímaritsins 2021.

TF1AM – einmenningsflokkur, öll bönd, háafl; 81-H; 35-EU.
TF3DT – einmenningsflokkur, öll bönd, háafl; 264-H; 91-EU.
TF3AO – einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl; aðstoð; 65-H; 42-EU.
TF3PPN – einmenningsflokkur, 20 metrar, lágafl, aðstoð; 58-H; 32-EU.
TF2MSN – einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl; 582-H; 326-EU.
TF/DJ7JC – einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl, aðstoð; 374-H; 197-EU.

Viðmiðunardagbækur  (e. check-log) bárust frá TF3IRA (op. TF3DC) og TF3VS.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll í gær, fimmtudaginn 8. október. Fyrra verkefnið var að gera endurvarpann TF3RPB kláran fyrir veturinn með því að lækka og ganga betur frá loftneti stöðvarinnar, en mikil ísing er á fjallinu.

Strákarnir settu loftnetið upp 23. júlí s.l., sem er frá Kathrein, samsett úr  tveimur lóðréttum „folded“ tvípólum sem eru fasaðir saman sem hefur komið mjög vel út.

Síðara verkefnið var að skipta út loftneti fyrir KiwiSDR viðtækið sem sett var upp á fjallinu 27. júní s.l., með bráðabirgðaloftneti. Skipt var út láréttum tvípól fyrir langur vír, sem er strekktur á milli tveggja steina í fjallshlíðinni til að standast veðurálagið í vetur.

Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag.

Stjórn ÍRA.

(Til vinstri: Katherein loftnetið frágengið. Ljósmynd: TF1A.)

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Bláfjöllum þegar Kathrein loftnetið var sett upp 23. júlí s.l. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Georg Kulp TF3GZ í Bláfjöllum 8. október. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Nýtt kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í fyrsta skipti á Alþjóðadag radíóamatöra 18. apríl í ár.  Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið var starfrækt til að halda upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem stofnuð voru í París, árið 1925.

Með virkjun þessa kallmerkis fetuðum við í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.

QSL kort hefur nú verið hannað fyrir TF3WARD. Það er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS sem á heiðurinn af því. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagins var með í ráðum og Ársæll Óskarsson, TF3AO mun hafa milligöngu með prentun hjá Gennady, UX5UO. Áður hafði Óskar Sverrisson, TF3DC annast innsetningu á LoTW og Yngvi Harðarsson, TF3Y innsetningu á QRZ.

Bestu þakkir til allra viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, 8. og 15. október n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.

Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi í dag, 5. október vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu og gildir til 19. október n.k. Nánar er vísað í fjölmiðla. Ef allt fer vel á besta veg verður auglýst opnun á ný 22. október n.k.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.