Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 30. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00-22:00.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Einar Kjartansson, TF3EK mæta með erindin:  „VHF/UHF leikar ÍRA 2024“ og „TF útileikar ÍRA 2024“. Flutningur erinda hefst kl. 20:30 stundvíslega.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf ÍRA, sækja kort og raða í hólfin. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 26. maí. Á hægri hönd má sjá hluta af 80 metra ¼λ færanlegu stangarloftneti sem TF3SG lánaði til notkunar í keppninni. Fjær (nær sjónum) má sjá 18 metra glertrefjastöngin frá Spiderbeam sem TF3CW lánaði til notkunar í keppninni og heldur uppi delta loftneti á 40 metrum.

Félagsstöðin TF3W er virkjuð í CQ World Wide WPX CW keppninni, sem hófst í gær (25.5.) og lýkur á miðnætti í kvöld (26.5.). Keppt er í “Two-Transmitter (Multi-Two)” keppnisflokki.

Klukkan 14 í dag (sunnudag) var alls búið að hafa alls 3,464 QSO og þá stóð fjöldi margfaldara í alls 1,177. Skilyrði hafa misjöfn/sæmileg á 15, 20 og 40 metrum, en 160, 80 og 10 metra böndin hafa nánast verið úti. Þessir koma að því að virkja stöðina í keppninni:

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.
Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.
Kristinn Andersen, TF3KX.
Óskar Sverrisson, TF3DC.
Egill Ibsen, TF3EO.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Að auki veitti Benedikt Sveinsson, TF3T dýrmæta aðstoð við undirbúning og lánaði búnað, auk þeirra Guðmundur Sveinsson, TF3SG sem lánaði Yaesu FTdx10 HF stöð og Jónasar Bjarnasonar, TF3JB sem lánaði Amp Supply LK500-ZC 1kW RF magnara.

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að hvetja til verkefnisins og fyrir alla vinnu við undirbúning, lán á búnaði og faglegt utanumhald.

Með ósk um gott gengi og þakkir til allra sem komu að verkefninu!

Stjórn ÍRA.

SVIPMYNDIR ÚR KEPPNINNI.

Undirbúningur í Skeljanesi 24. maí. Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK.
Kristinn Andersen TF3KX á lyklinum laugardag 25. maí.
Yngvi Harðarson TF3Y á lyklinum 25. maí.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW á lyklinum 25. maí.
Skeljanesi 26. maí. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Kristinn Andersen TF3KX og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK. Sæmundur og Kristinn voru að ljúka vaktinni frá kl. 06-12:00 en Alex var að taka við vaktinni 12:00-18:00.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Egill Ibsen TF3EO. Egill var að taka við vaktinni kl. 12:00-18.00.
Skeljanesi 26. maí. Skemmtilegt sjónarhorn sem sýnir 40 og 80 metra loftnetin sem voru sett upp sérstaklega fyrir keppnina. Ljósmyndir: TF3EO og TF3JB.

Áður kynnt erindi þeirra Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK „VHF/UHF leikar ÍRA 2024 og TF útileikar ÍRA 2024“ sem halda átti fimmtudaginn 23. maí, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Erindin verða þess í stað flutt viku síðar, fimmtudaginn 30. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 23. maí frá kl. 20:00-22:00 og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA hefur aðsetur í þessu húsi við Skeljanes í Reykjavík.

UN DX CONTEST
Stendur yfir laugardag 18. maí frá kl. 06:00 til kl. 21:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Kazakhstan: RS(T) + svæðiskóði (e. district code).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://undxc.kz/rules-eng/

His Maj. King of Spain Contest, CW
Keppnin hefst laugardag 18. maí kl. 12:00 og lýkur sunnudag 19. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva á Spáni: RST + kóði fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases

EU PSK DX CONTEST
Keppnin hefst laugardag 18. maí kl. 12:00 og lýkur sunnudag 19. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Evrópu: RST + DXCC eining.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://eupsk.club/eupskdx/eupskdxrules.pdf

BALTIC CONTEST
Keppnin hefst laugardag 18. maí kl. 21:00 og lýkur sunnudag 19. maí kl. 02:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.lrsf.lt/en

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi.

Ágætu félagar!

Páskaleikarnir fóru fram helgina 3.-5. maí. Þetta voru 7. leikarnir frá upphafi, en þeir voru fyrst haldnir árið 2018. Þátttaka var ágæt og voru 18 TF kallmerki skráð  og dagbókarupplýsingar voru sendar inn fyrir 16 kallmerki. Fjöldi sambanda í leikunum: Alls 741.

Þá er tími til leiðréttinga liðinn. Úrslitin liggja fyrir. Andrés Þórarinsson, TF1AM er sigurvegari Páskaleikanna 2024. Til hamingju með verðskuldaðan sigur!

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN er „QSO kóngur“ Páskaleikanna 2024. Til hamingju með verðskuldaðan sigur!

Takk allir fyrir frábæra helgi og góða skemmtun.

73 de TF8KY

Lokaniðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. mars 2024. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki í sex keppnisflokkum, auk „Check-log“.

Af TF stöðvum, voru eftirtaldar þrjár með sérstaklega góðan árangur í sínum  keppnisflokkum (sbr. meðfylgjandi töflu):

TF2LL  Georg Magnússon, einm.fl., háafl á 40 metrum.
TF3T  Benedikt Sveinsson, einm.fl., háafl, 15 metrar.
TF3W  ÍRA, fleirm.fl., háafl, 1 sendir (Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).

Hamingjuóskir til allra þátttakenda!

Stjórn ÍRA.

.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 10. maí 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3MH, TF3SG og TF3Y. Samtals er um að ræða 18 uppfærslur.

Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýjar skráningar á 10 og 15 metrum. Þetta eru 6. og 7. DXCC viðurkenningar Gísla.

Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

NIÐURSTÖÐUR Í CQ WW WPX SSB 2023

Niðurstöður hafa verið birtar í CQ World Wide WPX SSB keppninni sem fram fór 25.-26. mars 2023. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 6 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum, auk „Check-logs“.

Hamingjuóskir til viðkomandi!

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta af glæsilegri loftnetaaðstöðu TF3D á Stokkseyri.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi uppstigningardags, þann 9. maí.

Næsta opnun verður fimmtudaginn 16. maí. Þá verður opið hús.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.