Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 19. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA og félagsstöðin TF3IRA hafa aðsetur við Skeljanes í Reykjavík. Ljósmynd: TF3CW.

Það er vaskur hópur félagsmanna sem stendur að baki uppsetningu og annast rekstur og viðhald viðtækja yfir netið. Þeir leggja metnað í að halda þeim gangandi – svo ekki sé talað um tíma og fjármuni. Þetta eru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (Reykjavík), Georg Kulp TF3GZ (Reykjavík), Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði), Karl Georg Karlsson TF3CZ (Reykjavík) og Kristján J. Gunnarsson, TF4WD á Sauðárkróki.

Um er að ræða eftirtalin viðtæki með vefslóð:

PERLAN REYKJAVÍK (VHF): http://sdr.ekkert.org/#freq=145650000,mod=nfm,sql=-150

SAUÐÁRKRÓKUR (HF): http://krokur.utvarp.com/

ELLIÐAVATN (HF): http://kop.utvarp.com/

ÖRLYGSHÖFN (HF): http://orlyghofn.utvarp.com:8080/

REYKJAVÍK (VHF): http://vhf.utvarp.com/

ÍRA metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

.

ALL ASIAN DX CONTEST, CW.
Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 00:00 til sunnudags 22. júní kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + 2 tölustafir fyrir aldur.
https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/AA_rule_en.htm

PAJAJARAN BOGOR DX CONEST.
Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://pbdx-contest.id/

SKCC QSO PARTY.
Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 02:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/QSO_Party

IARU REGION 1 50 MHZ CONTEST.
Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 04:00 til sunnudags 22. júní kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.iaru-r1.org/wp-content/uploads/2021/03/Rules-2021.pdf

STEW PERRY TOPBAND CHALLENGE.
Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 05:00 til sunnudags 22. júní kl. 15:00.
Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew

.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2025, kemur út 20. júlí.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 6. júlí n.k. Netfang: ira@ira.is

Sumarkveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

.

.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. júní.

Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá, þar á meðal áhugamálið. Mikið var rætt um loftnet (enda er sumarið loftnetatími) og voru sumir á því að „gegnumbesta“ og ódýrasta loftnetið á HF væri 30 metra langur endafæddur vír. Einnig var rætt um stangarloftnet sem hefðu sína kosti á HF og mætti einnig smíða með tiltölulega litlum tilkostnaði.

Þá ræddu menn um skilyrðin á HF sem hafa verið frekar léleg undanfarnar vikur, þótt „birt“ hafi upp inn á milli. Sumir eru spenntir fyrir opnunum á 70 MHz, en 50 MHz bandið hefur verið að opnast [misvel] undanfarnar vikur. Til dæmis var mjög skemmtileg opnun á 6 metrum fyrstu dagana í júní þegar Suður-Ameríka opnaðist á bandinu og höfðu margar TF stöðvar sambönd við stöðvar í allt að 12 þúsund kílómetra fjarlægð, t.d. PY, LU og CE.

Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga afbragðsgott kaffi og til Guðjóns Más Gíslasonar, TF3GMG fyrir að færa í hús vandað „bakaríisgúmmelaði“ sem menn kunnu vel að meta. Einnig þakkir til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.  

Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi á morsi á 20 metrum og hafði Alex, TF3UT fjölda sambanda í ágætum skilyrðum. Alls mættu 16 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta júníkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.   

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 12. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Guðjón Már Gíslason, TF3GMG lagar kaffi og tekur til meðlæti.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG og Jón Ingvar Óskarsson TF1JI á góðri stundu í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JON.

YB ORARI DX CONTEST.
Keppnin er haldin á laugardag 14. júní frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð YB stöðva: RS + “ORARI”.
Skilaboð annarra: RS + “DX”.
https://www.oraricontest.id/#content

SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 12:00 til sunnudags 15. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“NONE“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

PORTUGAL DAY CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 12:00 til sunnudags 15. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð CT stöðva: RS(T) + hérað (e. district).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://portugaldaycontest.rep.pt/rules.php

REF DDFM 6M CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 14:00 til sunnudags 15. júní kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB og FM á 6 metrum.
Skilaboð RS(T) + raðnúmer + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://concours.r-e-f.org/reglements/actuels/reg_ddfm50_fr_20250312.pdf

GACW WWSA CW DX CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 15:00 til sunnudags 15. júní kl. 15:00.
Keppnin fer fram á á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + CQ svæði.
https://gacw.ar

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

10-10 INT. OPEN SEASON PSK CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 00:00 til sunnudags 8. júní kl. 24:00.
Keppnin fer fram á PSK31 á 10 metrum.
Skilaboð: Nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + númer félagsaðildar (ef einhver).
https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-schedule/2-uncategorised/51-open-season-rules

VK SHIRES CONTEST.
Keppnin er haldin laugardaginn 7. júní frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð VK stöðva: RS(T) + sveitarfélag (e. shire).
Skilaboð annarra: RS(T) + CQ svæði.
https://www.wia.org.au/members/contests/wavks

TISZA CUP CW CONTEST.
Keppnin er haldin laugardaginn 7. júní frá kl. 02:00 til kl. 14:59.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + CQ svæði.
https://www.tiszacup.eu/index.php/en/contest-rules

ATLANTIC CANADA QSO PARTY.
Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 02:00 til sunnudags 8. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð VE1/9, VO1/2 og VY2 stöðva: RS(T) + fylki + sýsla.
Skilaboð annarra: RS(T) + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.acqp.ca

UKSMG SUMMER CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 13:00 til sunnudags 8. júní kl. 13:00.
Keppt er á öllum tegundum útgeislunar á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://uksmg.org/summer-contest-rules.php

IARU REGION 1 FIELD DAY, CW.
Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 15:00 til sunnudags 8. júní kl. 14:59.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/iaru-region-1-fieldday/en

ARRL INTERNATIONAL DIGITAL CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 24:00 til sunnudags 8. júní kl. 14:59.
Keppnin fer fram á DIGITAL (þó ekki á RTTY) á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.arrl.org/arrl-digital-contest

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 2. júní 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3SG og TF3MH. Samtals er um að ræða 33 uppfærslur frá 24. mars s.l.

TF3SG kemur inn með 8. DXCC viðurkenninguna, nú á 17 metrum og TF3JB hefur náð 2. áfanga í DXCC Challenge með 1510 heildarpunkta. Aðeins tvö önnur TF kallmerki hafa náð 2. áfanga, þ.e. TF3DC og TF4M.

Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 5. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur til meðlæti.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Skeljanesi 28. janúar 2010. Frá vinstri: Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM; Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG; Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; og Þór Magnússon, TF3TON. Ljósm.: TF3JON.

Endurvarpinn TF5RPD á Vaðlaheiði er væntanlegur í loftið í þessum mánuði (júní).

Benedikt Guðnason, TF3TNT sagði að gerð hafi verið tilraun að tengja nýjan Icom endurvarpa í fjallinu í s.l. viku þegar kom í ljós að loftnetið á staðnum var bilað. Ekki gafst tími til að koma því í lagi og er áformað að gera aðra ferð á fjallið í þessum mánuði (júní) og endurnýja loftnetskapal og loftnetið sjálft, ef þarf. Síðast var skipt um loftnet árið 2012.

Nýr búnaður TF5RPD mun vinna á sömu tíðni og áður, þ.e. 145.625 MHz og verður útbúinn með 88,5 tónaðgangi. Vaðlaheiði er í 550 m hæð yfir sjó.

Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT fyrir dýrmætt framlag.

Stjórn ÍRA.

Útbreiðslumynd fyrir TF5RPD sem er staðsettur í Vaðlaheiði norðaustan Akureyrar.

Fræðsludagskrá ÍRA vorið 2025 er nú lokið. Alls voru 10 tilgreind erindi í boði, þ.m.t. flóamarkaður og frábært erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL sem bættist við auglýst „prógramm“ sem kynnt var í upphafi starfsársins – sem og 6 fimmtudagsopnanir þar sem í boði var opin málaskrá. Á fjórða hundrað félagsmenn og gestir sóttu þessa viðburði.

Nú tekur við „opið hús“ í Skeljanesi í sumar og hefur þó nokkur fjöldi erlendra leyfishafa m.a. boðað komu sína, að venju. Sérstakar þakkir til þeirra félagsmanna sem fluttu okkur ofangreind erindi og til þeirra félaga sem mættu í Skeljanes. Einnig þakkir góðar til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns, sem hafði veg og vanda af fræðsludagskránni.

Þess má geta, að lokað verður í Skeljanesi fimmtudag 29. maí þar sem þá er uppstigningardagur. Næsta opnun félagsaðstöðunnar verður fimmtudag 4. júní.

Stjórn ÍRA.

Yngvi Harðarson TF3Y flutti okkur síðasta erindið á fræðsludagskrá vorsins 22. maí s.l. um fjarskipti fyrir tilstilli loftsteinaskúra.