Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti í dag (19. júlí) að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á tíðnisviðinu 144-146 MHz. Staðsetning: Reykjavík. Mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Velja þarf: Amatör og NBFM.

Vefslóð:  HTTP://VHF.UTVARP.COM

Android App: https://play.google.com/store/apps/details

Þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TF3GZ sem lánaði hluta búnaðar.

Stjórn ÍRA.

MAIDENHEAD MAYHEM CONTEST
Keppnin stendur yfir dagana 20.-28. júlí.
Hún hefst laugardag 20. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. júlí kl. 23:59.
Keppnin fer fram CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://w9et.com/rules.html

LABRE DX CONTEST
Keppnin hefst laugardag 20. júlí kl. og lýkur sunnudag 21. júlí kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sambandsríki (e. federative state).
Skilaboð annarra: RS(T) + 2 bókstafi fyrir meginland (TF = EU).
http://www.labre.org.br/contest/en/regulamento/

YOTA CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 20. júlí frá kl. 10:00 til 21:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) og 2 tölustafir fyrir aldur.
http://www.ham-yota.com/contest/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. júlí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

IARU HF World Championship keppnin fór fram um helgina 13.-14. júlí. Keppnin fór samtímis fram á SSB og CW á 160, 80, 40,  20, 15 og 10 metrum.

Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 2,008,380 punktar. Heildarfjöldi sambanda var alls 2.878; 2.851 á CW og 27 á SSB. (Sjá nánar í töflu).

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir alla þá vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.

Önnur TF kallmerki (en TF3W) sem vitað er um að tóku þátt IARU World Championship keppninni um helgina: TF2LL, TF2MSN, TF3DC, TF3JB, TF3JG, TF3SG (tók þátt undir kallmerkinu TF3D, TF/UT4EK – (tók þátt undir kallmerkinu TF3D), TF3VS, TF4WD, TF8KW og TF8KY.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi kl. 12 á hádegi í dag (sunnudag). Keppninni lokið og niðurstaðan yfir 2 milljónir heildarpunkta. Glæsilegt niðurstaða! Ljósmynd: TF3JB.

IARU HF World Championship keppnin hefst laugardag 13. júlí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. júlí kl. 12:00. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: RS(T) + ITU svæði. (TF = ITU svæði 17).

Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Félagsstöð ÍRA, TF3W verður starfrækt í keppninni frá Skeljanesi og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina – bæði á SSB og CW (e. mixed).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði TF3W á morsi í IARU keppninni í fyrra (2023). Heildarfjöldi sambanda var tæplega 1800; nettó fjöldi: 1772. Skipting á milli banda: 20 m. 1100, 15 m. 667 og 10 m. 5 QSO. Fjöldi ITU svæða: 60 og fjöldi HQ stöðva: 35. Mynd: TF3JB.

Skilafrestur á efni í CQ TF rennur út á sunnudag, 14. júní.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið. Vakin er athygli á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Netfang ritstjóra: saemi@hi.is

73 – Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Ritnefnd CQ TF að störfum. Jónas Bjarnason TF3JB, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA ritstjóri og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: Reynir Björnsson TF3JL.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. júlí frá kl. 20:00 til kl. 22:00 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr setustofu í fundarsal ÍRA í Skeljanesi.

Kæru félagar! 

Takk fyrir frábæra helgi. Gaman að sjá hvað er mikill áhugi og þátttaka. Radíófjör í góðu veðri.

Óðinn Þór sigraði. Held sé óhætt að fullyrða það, þó leiðréttingar eigi eftir að eiga sér stað. Hann hneppti fyrsta sætið og er einnig QSO kóngurinn, eitt árið enn. 😉 Vel gert TF2MSN!

Leikjavefurinn verður opinn til leiðréttinga til kl. 18:00 sunnudaginn 14. júlí. Þá liggja endanlegar stigatölur fyrir.

73 de TF8KY (Keli).

.

TF2MSN hneppti 1. sætið í sumarleikunum 2024. Hann varð í 2. sæti í VHF/UHF leikunum 2023 og í 1. sæti í fjölda sambanda. Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi Óðins Þórs á Akranesi. Ljósmynd: TF1AM.

Sumarleikarnir verða hálfnaðir í dag kl. 18:00, 6. júlí. Þegar þetta er skrifað hafa 23 kallmerki þegar verið skráð til leiks og er mikið líf á böndunum.

Félagsstöðin TF3IRA var virk í leikunum í dag (laugardag) eftir hádegið og verður aftur virk á morgun (sunnudag) á sama tíma.

Leikarnir fara fram á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvarpar og síðast en ekki síst, 10 metrum sem er skemmtileg nýjung í ár.

Vakin er athygli á, að hægt er að skrá þátttöku allan tíma sem leikarnir standa yfir. Slóðin er: http://leikar.ira.is  Menn eru hvattir til að taka þátt, jafnvel þótt aðeins klukkustund eða hluti úr degi er til til raðstöfunar.

Tökum þátt í sumarleikunum 2024!

Stjórn ÍRA.

Þann 1. maí 2024 hafði Icom selt 100.000 eintök af IC-7300 HF/50 MHz sendi-/móttökustöðinni. Stöðin var fyrst sett á markað fyrir 9 árum, eða í apríl 2016.

Þess má geta að a.m.k. 150 Icom IC-7300 eru í eigu íslenskra radíóamatöra.

Icom Inc. fyrirtækið var stofnað 1954 og heldur því upp á 70 ára afmæli fyrirtækisins í ár, 2024.

Stjórn ÍRA.

Kæru félagar!

Jæja, transistorarnir varla kólnaðir eftir síðbúna Páskaleika þegar við endurtökum leikinn. Gömlu U-VHF leikarnir hafa fengið nýtt nafn. „SUMARLEIKAR 2024“. Nú bindur nafnið okkur ekki við sérstök bönd. Samt sem áður er leikurinn sá sami.

Nýjung!!! Ætlum að prófa að hafa 10m bandið með. 10m verður eitt af böndunum sem í boði eru. Kannski kemur eitthvað fróðlegt út úr tilraunum innanlands á 10m. Kannski geta gömul CB loftnet komið að góðum notum (klippa kannski smá af 😊)

Allir búnir að vera að gera og græja og gera klárt. Nú á að tjalda öllu sem til er, eða bara hlaða handstöðina. Um að gera að skella sér í loftið þetta er bara fjör. Aðal markmiðið er að hafa gaman að. Alls ekki nauðsynlegt að vera með á öllum böndum. Hvert QSO er miklu meira og miklu skemmtilegra en ekkert QSO 😉

Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar.

Slóðin á leikjavefinn er http://leikar.ira.is

Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn Þór, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.

Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 5. júlí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 7. júlí.

Hittumst í loftinu… 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvarpar og síðast en ekki síst, 10m

73 de TF8KY (Þetta verður BARA gaman! 😉)

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Myndin sýnir verðlaunagripi síðasta árs (2023).
Glæsileg verðlaunaskjöl eru einnig í boði. Myndin sýnir verðlaunaskjöl síðasta árs (2023).

VENEZUELAN INDEPENDENCE DAY CONTEST
Keppnin fer fram laugardag 6. júlí frá kl. 00:00 til kl. 23.59.
Keppt er á SSB, CW og FT4 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://radioyv.club/independenciadevenezuela.html

NZART MEMORIAL CONTEST
Keppnin stendur yfir á laugardag 6. júlí kl. 08:00-11:00 og á sunnudag 7. júlí frá kl. 08:00-11:00.
Keppt er á SSB og CW á 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.nzart.org.nz/activities/contests/memorial-contest

MARCONI MEMORIAL HF CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 6. júlí kl. 14:00 og og lýkur á sunnudag 7. júlí til kl. 14:00.
Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.arifano.it/contest_marconi.html

ORIGINAL QRP CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 6. júlí kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 7. júlí kl. 15:00.
Keppt er á CW og SSB á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + afl (1W, 5W eða 20W).
http://www.qrpcc.de/contestrules/oqrpr.html

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.