Valgeir Pétursson TF3VP stendur hér við RF magnarann og aflgjafann skömmu áður en erindi hans hófst.

Valgeir Pétursson, TF3VP mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. júní og flutti erindið: Samsetning á HF transistormagnara“.

Valgeir skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig smíði RF magnara fyrir HF böndin og 50 MHz fer fram. Hann getur gefið út allt að 1kW og vinnur frá 160-10m, auk 50 MHz. Fram kom hjá Valgeiri, að sumt er heimasmíðað en margt er keypt samsett og jafnvel forprófað, flest það veigamesta frá Jim, W6PQL.

Öll samsetning, uppröðun og fyrirkomulag eininganna var hönnum Valgeirs. Magnarinn var opinn til sýnis á staðnum ásamt aflgjafa og síueiningu og þótti flestum mikið til koma að sjá bæði eljuna og natnina sem lögð hefur verið í verkið.

Valgeir svaraði spurningum, þakkaði Benedikt Sveinssyni, TF3T fyrir dygga aðstoð  og fékk að lokum verðskuldað klapp og þakkir viðstaddra. Menn ræddu síðan málin yfir kaffi fram undir kl. 23:00.

Sérstakir gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld voru þeir Daggeir Pálsson, TF7DHP frá Akureyri, Kristján J. Gunnarsson, TF4WD frá Sauðárkróki og Dervin Beldman, PD9DX frá Holten í Hollandi.

Alls voru 35 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Erindi Valgeirs hófst stundvíslega kl. 20:30.
Góð mæting var í félagsaðstöðuna þetta fimmtudagskvöld.
Valgeir sýndi fjölmargar glærur frá mismunandi stigum í smíðinni.
“Hvílík fegurð” eins og einn viðstaddra sagði. RF magnarinn var hafður opinn fyrir viðstadda til að skoða. Kassinn er frá W6PQL.
Eftir flutning erindisins var skoðað og spekúlerað. Frá vinstri: Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Valgeir Pétursson TF3VP og Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM.
Sigmundur Karlsson TF3VE, Gísli Guðnason, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Georg Magnússon TF2LL og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Georg Magnússon TF2LL.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VP og Mathías Hagvaag TF3MH. Fyrir aftan: Benedikt Sveinsson TF3T, Dervin Beldman PD9DX og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Einar Kjartansson TF3EK, Daggeir Pálsson TF3DHP, Jón E. Guðmundsson TF8KW og Guðmundur V. Einarsson TF3VL.
Dervin Beldman PD9DX í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2023, kemur út 2. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 15. júní. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

ritstjóri CQ TF

Síðasti viðburður á vetrardagskrá félagsins vorið 2023 verður haldinn í
Skeljanesi fimmtudaginn 1. júní kl. 20:30.

Þá mætir Valgeir Pétursson, TF3VP í Skeljanes með erindið:
Samsetning á HF transistormagnara.

Valgeir hefur verið að smíða RF magnara fyrir HF tíðnir með
transistorútgangi og ætlar að segja okkur frá þessu ferli í máli og myndum.
Hann kemur með smíðagripinn með sér á staðinn.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Valgeirs. Veglegar
kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr fjarskiptaherbergi Valgeirs heima á Kjalarnesi. Ljósmynd: TF3VP.

Tvennt var á dagskrá í Skeljanesi fimmtudaginn 25. maí. Annars vegar afhending verðlauna og viðurkenninga fyrir Páskaleikana 2023 sem Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður annaðist og hins vegar flutningur erindis kvöldsins: Gervitungl radíóamatöra í umsjá Heimis Þórs Sverrissonar, TF3ANT (W1ANT).

Hrafnkell, TF8KY byrjaði dagskrána kl. 20:00 og flutti fróðlegt yfirlit um gang leikanna í ár, m.a. um fjölda stöðva sem léku til stiga, virkni færanlegra stöðva, skráð QSO og fjölda banda sem notuð voru í leikunum ásamt upplýsingum um lengstu sambönd. Síðan fór fram afhending verðlauna og viðurkenninga. Þessir fengu verðlaunagripi ÍRA: 1. sæti TF8KY, 2. sæti TF1AM og 3. sæti TF2MSN. Viðurkenningaskjöl ÍRA: 1. sæti TF2MSN, 2. sæti TF8KY og 3. sæti Sigmundur Karlsson, TF3VE.

Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) byrjaði sitt erindi kl. 20:30 um Gervitungl radíóamatöra. Það skiptist í þrjá kafla: (1) Samskiptin þar sem fjallað var um endurvarpa í rauntíma og um geymslu og áframsendingu gagna. (2) Tilraunir þar sem fjallað var um þær fjölmörgu tilraunir sem radíóamatörar hafa gert í geimnum allt frá fyrstu sendingunum frá OSCAR-1 í desember 1961 og (3) um Fræðsluþáttinn, þ.e. að með samstarfi við menntastofnanir hafa radíóamatörar hjálpað menntastofnunum við vísindatilraunir úr geimnum, og síðar geta notað sömu tungl til samskipta.

Erindi Heimis Þórs var fróðlegt, vandað og vel heppnað og veitti viðstöddum sýn inn í sérhæfðan heim geimfjarskipta. Það var vel upp byggt og hann nálgaðist viðfangsefnið af léttleika og lipurð vísindamannsins sem hefur innsýn, þekkingu og leiftrandi áhuga á umfjöllunarefninu. Heimir bauð upp á spurningar úr sal samhliða flutningi og var þeim svarað jafnóðum, fljótt og vel.

Sérstakar þakkir til þeirra Hrafnkels og Heimis Þórs fyrir frábær erindi. Hrafnkell hefur gert Páskaleikana að stórviðburði og Heimir Þór færði okkur vandað erindi í hæsta gæðaflokki. Einnig sérstakar þakkir til Hinriks Vilhjálmssonar, TF3VH fyrir tæknistjórn við að streyma viðburðinum.

Erlendir gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld voru þau Christian, DL1MGB og XYL. Chris er þekktur keppnis- og “DX-maður“ sem m.a. hefur verið QRV í alþjóðlegum keppnum og frá tugum DXCC landa, bæði á eigin vegum og með fleirum frá sjaldgæfum DXCC einingum, s.s. Clipperton.

Alls tóku 55 þátt í viðburðum þetta frábæra fimmtudagskvöld í Skeljanesi; 47 á staðnum (þar af 6 gestir) og 8 tengdir yfir netið.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA afhendir Hrafnkeli Sigurðssyni TF8KY verðlaunagrip fyrir 1. sætið í Páskaleikum félagsins 2023 og viðurkenningarskjal fyrir 2. sætið í fjölda sambanda.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY afhendir Andrési Þórarinssyni TF1AM verðlaunagrip ÍRA fyrir 2. sætið í Páskaleikum ÍRA 2023.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY afhendir Óðni Þór Hallgrímssyni TF2MSN verðlaunagrip fyrir 3. sætið í Páskaleikum ÍRA 2023 og viðurkenningarskjal fyrir 1. sætið í fjölda sambanda.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY afhendir Sigmundi Karlssyni TF3VE viðurkenningarskjal fyrir 3. sætið í fjölda sambanda í Páskaleikum ÍRA 2023.
Heimir Þór Sverrisson TF3ANT (W1ANT) byrjar flutning á erindi sínu.
Heimir Þór sýndi okkur margar afar áhugaverðar glærur með texta og myndum. Hér útskýrði hann LEO gervitunglin.
Heimir Þór heldur á kassa sem er sömu stærðar og FUNcube gervihnettirnir, 10 cm hver hlið. Margar spurningar bárust úr sal um fyrirbærið.
Frá vinstri: Baldur Sigurðsson TF6-009, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Heimir Konráðsson TF1EIN, Andrés Þórarinsson TF1AM og Georg Kulp TF3GZ. Hægra megin við súlu: Björgvin Víglundsson TF3BOI, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Hinrik Vilhjálmsson TF3VH sem annaðist tæknistjórn útsendingar yfir netið.
Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Heimir Þór Sverrisson TF3ANT (W1ANT, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Örlygur Jónatansson (gestur), Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Benedikt Sveinsson TF3T.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Hans Konráð Kristjánsson TF3FG, Kristinn Andersen TF3KX, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH (bak í myndavél), Einar Kjartansson TF3EK, Pier Albert Kaspersma TF3PKN (bak í myndavél) og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Christian DL1MGB og XYL í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Chris er vel þekktur keppnis- og DX-maður og hefur verið QRV frá tugum þjóðlanda, bæði á eigin vegum og með fleirum m.a. frá sjaldgæfra DXCC einingum, s.s. Clipperton. Chris ætlar að taka þátt í CQ WW WPX morskeppninni sem TF/DL1MGBum helgina. Ljósmyndir: TF3JB.

Við minnum á viðburði næsta fimmtudagskvölds, 25. maí:

Kl. 20:00 Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður Páskaleikana afhendir verðlaunagripi og viðurkenningarskjöl vegna leikanna 2023.

Kl. 20:30 Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) flytur erindið: „Næsta kynslóð LEO/MEO gervitungla o.fl.“.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af þessum viðburðum.

Ákveðið hefur verið að viðburðunum verði streymt á Google Meet;
slóðin er: https://meet.google.com/igt-ogcd-aim

Stjórn ÍRA

Fimmtudaginn 25. maí verður tvennt á dagskrá í Skeljanesi.

Kl. 20:00. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður Páskaleikana afhendir verðlaunagripi og viðurkenningarskjöl vegna leikanna 2023.

Kl. 20:30. Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) flytur erindið: „Næsta kynslóð LEO/MEO gervitungla o.fl.“.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af þessum viðburðum. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripirnir fyrir fyrstu þrjú sætin í Páskaleikunum 2023.
Viðurkenningarskjöl eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í QSO fjölda í Páskaleikunum 2023.

Ein af stóru alþjóðlegu keppnunum á morsi er um næstu helgi:

CQ WORLD WIDE WPX CW keppnin hefst laugardag 27. maí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. maí kl. 23:59. Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

https://www.cqwpx.com/rules.htm
Skilaboð: RST+raðnúmer.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Heiminum er skipt í 40 CQ svæði. TF er í svæði 40 ásamt JW, JX, OX og R1FJ (Franz Josef Land). Höfundur korts: EI8IC.

Félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA) flutti í Skeljanes í mars 2003. Um páskana 2023 voru því liðin 20 ár frá því flutt var í núverandi húsnæði.

Dvölin í Skeljanesi hefur verið farsæl í þessi 20 ár. Félagið var áður til húsa á eftirtöldum stöðum: Að Fríkirkjuvegi 11 (1964-69), Vesturgötu 68 (1969-78), Dugguvogi 1b (1978-86), 1 götu 4 í Árbæ (1986-95) og á Holtavegi 11 (1995-2003). Félagið hafði ekkert fast húsnæði á árabilinu 1946-1964.

Lýsingin á húsnæðinu er eftirfarandi: „Húsnæðið er á 1. hæð hússins. Gengið upp nokkrar tröppur og þá til vinstri í sal sem gagnast sem almennur samkomu- og fundarsalur. Inn af salnum er eldhús. Félagið deilir þessum vistarverum með öðrum í húsinu. Á efri hæð hefur félagið til afnota tvö sérherbergi. Annars vegar fyrir félagsstöðina TF3IRA og hins vegar minna herbergi fyrir QSL stofu og vísi að smíðaaðstöðu. Þessu til viðbótar hefur félagið geymslu í kjallara“.

Þakkir til forsvarsmanna aðila sem félagið deilir með húsnæði í Skeljanesi. Og síðast, en ekki síst þakkir til ÍTR fyrir framúrskarandi gott samstarf.

Stjórn ÍRA.

Myndin að ofan er af þeim Haraldi Þórðarsyni TF3HP þáverandi formanni ÍRA og Jóhannesi Óla stöðvarstjóra ÍTR þar sem þeir handsala húsnæðissamning ÍRA við Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur í janúar 2003. Ljósmynd: Haraldur Haraldsson.

Ljósmynd af inngangi í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Fjær má sjá 4 staka Yagi félagsstöðvarinnar TF3IRA.

Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 18. maí sem er uppstigningardagur.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudag 25. maí n.k.

Stjórn ÍRA.

.

Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2022) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Til upprifjunar: ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu þann 27. mars s.l. við ósk félagsins um endurnýjun aukinna aflheimilda á 6 metra bandi í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. júní 2023. Gildistími er 4 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Ánægjulegt er, að gildistími heimildarinnar er jafn langur og á síðasta ári (2022) eða út septembermánuð.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

UN DX keppnin stendur yfir laugardaginn 20. maí frá kl. 06:00 til 21:00. Hún fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://undxc.kz/rules-eng/
Skilaboð: Stöðvar í Kazakhstan senda RS(T)+svæðiskóða. Aðrir: RS(T)+raðnúmer.

NZART SANGSTER SHIELD keppnin fer fram helgina 20.-21. maí á CW á 80 metrum. Keppnin er tvískipt. Fyrri hluti á laugardag kl. 08:00 til 11:00 og síðari hluti á sunnudag kl. 08:00-11:00.
https://www.nzart.org.nz/activities/contests/sangster-shield/
Skilaboð: ZL stöðvar senda RST+raðnúmer+ZL sérnúmer. Aðrir: RST+raðnúmer.

HIS MAJESTY THE KING OF SPAIN CW keppnin hefst á laugardag 20. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 21. maí kl. 12:00. Keppnin fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases/
Skilaboð: EA stöðvar senda RST+2 bókstafi fyrir hérað. Aðrir: RST+raðnúmer.

EU PSK DX keppnin hefst á laugardag kl. 12:00 og lýkur sunnudag kl. 12:00. Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://eupsk.club/eupskdx/eupskdxrules.pdf
Skilaboð: Stöðvar í Evrópu gefa upp RST+DXCC einingu. Utan EU: RST+raðnúmer.

BALTIC keppnin hefst á laugardag kl. 21:00 og lýkur á sunnudag kl. 02:00. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80 metrum.
http://www.lrsf.lt/en/
Skilaboð: RS(T)+raðnúmer.

FISTS SUNDAY SPRINT keppnin stendur yfir sunnudaginn 21. maí frá kl. 21:00 til 23:00. Hún fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á morsi.
https://fistsna.org/operating.php#sprints
Skilaboð: RST +(ríki í USA eða fylki í Kanada eða DXCC eining)+Nafn+(FISTS númer eða „none“ ef ekki FISTS félagi).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Kenwood TS-520 100W SSB/CW sendi-/móttökustöðinni sem vinnur á SSB og CW á 80-10M böndunum. Hún var framleidd á árunum 1973-1980 og var markaðssett sem TS-520, TS-520S og TS-520SE. 520 stöðvarnar voru útbreiddar á Íslandi (á sínum tíma) og 1974 var t.d. efnt til magninnkaupa og komu til landsins 10 stöðvar, þ.á.m. ein fyrir félagsstöðina TF3IRA. Stöðvar í 520 línunni frá Kenwood voru mikið notaðar af radíóamatörum sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum á sínum tíma.

Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stærstu alþjóðlegu sýningarnar sem haldnar eru á árinu 2023 fyrir radíóamatöra.

HAMVENTION 2023 verður haldin helgina 19.-21. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia (24 km austur af Dayton) í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/

HAM RADIO 2023 verður haldin helgina 23.-25. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/

TOKYO HAM FAIR 2023 verður haldin helgina 19.-20. ágúst n.k. á sýningarsvæði Tokyo Big Sight Convention Center í höfuðborginni Tokyo. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202023,%20Tokyo.htm

Til fróðleiks, má sjá upplýsingar um sýningarnar þrjár (CQ TF 4. tbl. 2018); bls. 33.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/10/cqtf_32arg_2018_03tbl.pdf

Til fróðleiks, frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 25.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins (í einum sal af fimm) sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen, þar sem leyfishafar allsstaðar að úr Evrópu koma með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: TF3JB.