Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20-22.

Í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu.

Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

.

(Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í húsnæðið).

Úr félagsstarfinu í Skeljanesi (fyrir Covid-19). Sitjandi frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Höskuldur Elíasson TF3RF og Jón E. Guðmundsson TF8KW. Fjær (uppi til vinstri;: Georg Kulp TF3GZ og Valgeir Pétursson TF3VP. Ljósmynd: TF3JB.

Við vinnu í fjarskiptaherbergi TF3IRA 30. maí s.l., þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ mættu í Skeljanes til að aðstoða við undirbúning opnunar fjarskiptaherbergis félagsins (sem þá hafði verið meira og minna lokað í heilt ár vegna Covid-19 faraldursins) kom í ljós, að nýr hugbúnaður var fáanlegur til uppfærslu á ICOM IC-7610 stöð félagsins.

Á ný gafst tím til endurbóta í Skeljanesi 25. júlí þegar þeir Ari og Georg mættu í Skeljanes og skiptu m.a. út búnaði við diskloftnet sem gerði gervihnattastöð félagsins QRV á ný um QO-100. Það var einmitt þá sem Ari hafði samband frá TF3IRA við  ZD7GWM á St. Helen eyju í Suður-Atlantshafinu.

Þriðji hluti verkefnisins (sem ekki hafði náðst að ljúka fyrr) var síðan kláraður í gær (1. ágúst) þegar Ari Þórólfur gerði góða ferð í Skeljanes og uppfærði stýrikerfi IC-7610 stöðvar félagsins. Uppfærsla var gerð úr útgáfu 1.06 í 1.30, sbr. https://www.icomjapan.com/support/firmware_driver/3298/

Bestu þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir verkefni vel úr hendi leyst.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 1. ágúst. Uppfærslu hugbúnaðar ICOM IC-7610 stöðvar TF3IRA lokið. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsstöðin TF3IRA var virk alla þrjá dagana í TF útileikunum. Þegar þetta er skrifað (um hádegi á mánudag) eru leikarnir enn í fullum gangi og lýkur í raun ekki fyrr en á miðnætti.

Skilyrðin innanlands voru ekki sérstaklega góð þessa þrjá daga og t.d. mikið QSB. Samt höfðu menn mörg skemmtileg sambönd. Sem dæmi, voru þeir Einar Kjartansson TF3EK og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY með gott samband á 160 metrum þvert yfir landið frá Ölvusárósum til Víðidals á Hólsfjöllum.

Eftirtaldir leyfishafar virkjuðu félagsstöðina: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jónas Bjarnason TF3JB (á laugardag); Mathías Hagvaag TF3MH, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA og Jónas Bjarnason TF3JB (á sunnudag) og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA (í dag, mánudag).

A.m.k. 20 TF kallmerki hafa heyrst í loftinu þegar þetta er skrifað, bæði á tali (SSB) og morsi (CW) en á örugglega eftir að fjölga þegar líður á daginn.

Þakkir til allra fyrir þátttökuna!

Stjórn ÍRA.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA virkjaði félagsstöðina TF3IRA á tali og morsi í leikunum bæði á sunnudag og mánudag.
Mathías Hagvaag TF3MH virkjaði félagsstöðina TF3IRA á tali á sunnudag. Ljósmyndir: TF3JB.

Í fyrramálið, sunnudaginn 1. ágúst kl. 09:05, verður fluttur þáttur á Rás 1 um mors og þátt morsfjarskipta í menningu okkar. Þátturinn ber nafnið: „Stutt langt stutt“. Síðari hluti verður síðan fluttur á Rás 1 á mánudagsmorgun 2. ágúst kl. 09:03.

Í síðari hlutanum (á mánudag) er meginumfjöllunin um íslenska radíóamatöra, sem enn nota mors til fjarskipta um heiminn. Nokkrir íslenskir radíóamatörar eru m.a. teknir tali.

Verkefnið var unnið af Guðbjörgu Guðmundsdóttur þáttagerðarkona á RÚV.

Báðir hlutar þáttarins verða aðgengilegir sem upptaka á vefnum eftir lok útsendinga.

Rás 1 – Sunnudagur 1. ágúst kl. 09:05.
Rás 1 – Mánudagur 2. ágúst kl. 09:03.

Stjórn ÍRA.

.

TF útileikarnir byrjuðu í dag (31. júlí) og standa yfir fram á mánudag (2. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 31. júlí, frá kl. 13-16. Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS var við hljóðnemann. Skilyrði innanlands voru ekki góð fram af.

Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi tímabil:

Kl. 17-19 á laugardag.
Kl. 09-12 og kl. 21-24 á sunnudag.
Kl. 08-10 á mánudag.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Félagsstöðin TF3IRA verður næst virkjuð á morgun, sunnudag, kl. 10-13.

Tökum þátt í TF útileikunum!

Stjórn ÍRA.

Wihelm Sigurðsson TF3AWS virkjaði félagsstöðina TF3IRA á tali í TF útileikunum laugardaginn 31. júlí. Ljósmynd: TF3JB.

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta því að halda upp á 75 ára afmæli félagsins laugardaginn 14. ágúst n.k.  Ákvörðunin er tekin í ljósi vaxandi útbreiðslu Covid-19 faraldursins og vegna mikillar óvissu um sóttvarnir sem verða í gildi eftir tvær vikur og fjölda sem þá má koma saman.

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um ráðstafanir vegna faraldursins rennur út degi fyrr, eða 13. ágúst.

Tilkynnt verður um nýja dagsetningu fyrir viðburðinn strax og aðstæður leyfa.

Það er von okkar að þessari ákvörðum fylgi ríkur skilningur.

F.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

KiwiSDR viðtækið sem fært var úr Skeljanesi í apríl s.l. og hefur verið vistað hjá Erlingi Guðnasyni TF3E síðan, var flutt í morgun, 30. júlí, aftur upp í Bláfjöll. Vefslóð: http://blafjoll.utvarp.com eða http://bla.utvarp.com

Viðtækið er nú staðsett inni í upphituðu húsi og notar 70 metra langt vírloftnet fyrir amatörböndin frá 160 til 10 metra.  Unun frá Ultimax 100 er notuð til að taka sýndarviðnám niður í fæðipunkti.

Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ gerðu ferð á fjallið í dag og gengu frá uppsetningu. Þeir félagar telja, að núverandi uppsetning eigi að tryggja hnökralausa starfsemi viðtækisins á fjallinu.

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn. Vefslóðir: 
Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com  og
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna. Ennfremur þakkir til Erlings Guðnasonar, TF3E fyrir að hlaupa undir bagga með vistun viðtækisins frá því í apríl s.l.

Stjórn ÍRA.

“Lóðboltinn á lofti”. Georg TF3GZ gengur frá tengingum við loftnetið. Ljósmynd: TF1A.
Ari Þórólfur TF1A fer yfir tengngarnar. Ljósmynd: TF3GZ.
Frágangi lokið upp í turninum. Ljósmynd: TF3GZ.

TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.

Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).

Samkvæmt samráði ÍRA við Fjarskiptastofu í dag, 27. júlí, er leyfishöfum veitt tímabundin heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum, án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/ 
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar 
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júlí frá kl. 20-22.

Í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu.

Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Scan_r08askn_202107230128_001.pdf

Úr félagsstarfinu í Skeljanesi fyrir Covid-19. Frá vinstri: Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA og Björgvin Víglundsson TF3BOI. Ljósmynd: TF3JB.

Fyrr í sumar, þegar fjarskiptaherbergi TF3IRA var tekið í notkun eftir lokun vegna faraldursins kom í ljós, að gervihnattastöð félagsins sendi út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og líklegast talið að um bilun væri að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn).

Þar sem 75 ára afmæli félagsins er á næsta leiti var ákveðið að ekki mætti lengur bíða með viðgerð og mættu menn í Skeljanes í dag, sunnudaginn 25. júlí til góðra verka. Skemmst fer frá því að segja, að fyrri bilanagreining reyndist rétt og eftir útskiptingu kapla úti við loftnetsdiskinn og stillingar á búnaði við stöðina, varð TF3IRA QRV um fimmleytið. Og 15 mínútum síðar var haft samband við ZD7GWM á St. Helen eyju í Suður-Atlantshafinu.

Bestu þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir að taka tíma í að gera félagsstöðina QRV á ný um QO-100 gervihnöttinn.

Stjórn ÍRA.

Sendi- og viðtökuhlutar gervihnattaloftnetsins eru aðskildir og þurfti að skipta út hluta af búnaði fyrir sendishlutann. Georg Kulp TF3GZ í tröppunni og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A fylgist með.
Ari og Georg prófa stöðina eftir viðgerð á loftnetinu og gera nauðsynlegar stillingar á búnaðinum sem tengdur er við Kenwood TS-2000 stöð TF3IRA.
Um kl. 18:00 þegar verkefninu var lokið og staðurinn var yfirgefinn kom vinalegur sólargeisli inn um gluggann sem framkallaði bros á viðstöddum. Ljósmyndir: TF3JB.

TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.

Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).

Þess má geta, að stjórn ÍRA hefur sótt um tímabundna aflheimild (100W) til Fjarskiptastofu á 60 metra bandi í leikunum. Stofnunin hefur heimilað slíkt s.l. tvö ár. Skýrt verður frá svari stofnunarinnar strax og það berst.

Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins en aðalþáttökutímabil eru: Laugardag 17:00–19:00; sunnudag 09:00–12:00; sunnudag 21:00–24:00 og mánudag 08:00–10:00. Minnst 8 tímar þurfa að líða milli sambanda sömu stöðva á sama bandi til þess að stig fáist. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, ágrafinn á viðargrunni fyrir bestan árangur og hins vegar eru skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Mynd frá fróðlegri og vandaðri kynningu Einars Kjartanssonar TF3EK á reglum TF útileikanna í Skeljanesi 2019. Ekki var hægt að bjóða upp á samskonar viðburð 2020 og nú 2021 vegna faraldursins.
Mynd frá afhendingu viðurkenninga í Skeljanesi 25. febrúar s.l. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL tók þátt í öllum þremur viðburðum ÍRA á árinu 2020. Ólafur náði framúrskarandi góðum árangri og varð í 1. sæti í TF útileikunum. Í verðlaun var ágrafinn veggplatti og sértakt viðurkenningarskjal fyrir árangurinn. Þá varð Ólafur í 2. sæti í VHF/UHF leikum félagsins. Í verðlaun var vandaður verðlaunagripur. Hann hlaut að auki sérstakar viðurkenningar félagsins fyrir bestu ljósmyndina í leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Facebook. (Til skýringar: Vegna faraldursins var ekki hægt að efna til hefðbundinnar uppskeruhátíðar og voru verðlaun og viðurkenningar því til afhendingar á opnunarkvöldum í Skeljanesi). Ljósmyndir: TF3JB.

Stjórn ÍRA vinnur að undirbúningi 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst n.k. Meðal verkefna var innrömmun svart/hvítra ljósmynda úr sögu félagsins sem á ný hafa verið hengdar upp í fundarsal í Skeljanesi og innrömmun DXCC og WAS viðurkenninga í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Ljósmyndirnar úr safni ÍRA í fundarsalnum eru níu talsins og voru upphaflega límdar upp á karton fyrir sýningarbás ÍRA á Alþjóða vörusýningunni í Laugardagshöll árið 1975 og veita áhugaverða innsýn í sögu félagsins. Viðurkenningarnar í fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar eru fjórar saman (DXCC) og þrjár saman (WAS). Sjá nánar texta undir hverri mynd.

Stjórn ÍRA.

Myndir í fundarsal: (1) Þórhallur Pálsson TF5TP (1913-1994) sem var lengst af búsettur á Akureyri. Þórhallur var virkastur íslenskra radíóamatöra um áratuga skeið. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. (2) Þorsteinn Gíslason TF6GI (1887-1969) var búsettur á Seyðisfirði. Hann stóð m.a. að fyrstu þráðlausu sendingum á Íslandi árið 1913. (3) Einar Pálsson, TF3EA (1914-1973) var fyrsti formaður ÍRA, fyrsti heiðursfélagi og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra á Íslandi nr. 1. Ljósmynd: Pétur Thomsen, TF3PT.
Fleiri myndir í fundarsal: (1) Sigrún Gísladóttir, TF3YL (1930-2010) sem var lengst af búsett á Seltjarnarnesi. Hún var fyrsta íslenska konan sem tók próf sem radíóamatör árið 1970. Ljósmynd Kristján Magnússon, TF3KM. (2) Fjarskiptaaðstaða TF7V á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í júlí 1975. Á myndinni má sjá Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB og Kristinn Daníelsson, TF3KD. Ljósmynd: Guðjón Einarsson, TF3AC. (3) Vitinn á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Unnið að uppsetningu loftneta þegar sex félagar í ÍRA gerðu ferð til Eyja og virkjuðu kallmerkið TF7V frá Stórhöfða (TF3AC, TF3AW, TF3AX, TF3KD, TF3SE og TF3SB). Ljósmynd: Guðjón Einarsson, TF3AC. (4) Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir radíóskáti í Reykjavík árið 1974 á refaveiðum. Íþrótt sem er vinsæl meðal radíóamatöra og radíóskáta. Ljósmynd: Kristján Magnússon, TF3KM. (5) Marie Marr í Washington D.C. vann að samsetningu og prófun á OSCAR 7 gervitungli radíóamatöra sem einnig má sjá á myndinni. Því var skotið á braut 7. nóvember 1974. (6) Yngvi Harðarson, TF3Y er búsettur í Reykjavík. Myndin var tekin þegar hann var yngstur íslenskra leyfishafa, aðeins 14 ára. Hann smíðaði öll sín tæki sjálfur. Ljósmynd: Kristján Magnússon, TF3KM.
Ofar eru fjórar DXCC viðurkenningar í ramma (DXCC Mixed; Phone; CW og Digital). Fyrir neðan eru þrjár WAS viðurkenningar í ramma (WAS Mixed; Phone og CW). Ljósmyndir TF3JB (fyrri tvær) og TF3JON (neðsta).