Jón Björnsson, TF3PW bauð til síðasta netspjalls ársins 2020 fimmtudaginn 17. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið.

Góð mæting var og skráðu sig 11 félagsmenn á fundinn sem stóð í rúmar 2,5 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig mættu félagar á Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi.

Þótt ekki hafi verið sett upp dagskrá fyrirfram skorti ekki umræðuefni. Rætt var m.a. um tækin, SDR viðtæki, loftnet, truflanir, starfrækslu yfir netið, alþjóðlegar keppnir og um skilyrðin.

Bestu þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW. Þetta var 4. fimmtudagskvöldið sem menn hittust á þennan hátt, þar sem Jón efndi einnig til spjalls 10. desember og 26. nóvember s.l., en Ágúst H. Bjarnason, TF3OM reið fyrstur á vaðið með netspjall 19. nóvember s.l. Skemmtileg tilbreyting og vel heppnaður viðburður.

Stjórn ÍRA.

Með batnandi skilyrðum á HF er spennandi að fylgjast með skilyrðunum á 10 metrum, t.d. með því að hlusta eftir merkjum frá þeim mörgu radíóvitum sem þar eru í boði.

Einn þeirra er 7Z1AL/B sem nú hefur hefur verið gangsettur á ný. QRG er 28.212 MHz. Sendiafl er 10W og loftnet er ¼-λ stangar-loftnet. Lyklun: “ID-O-Matic II”. QTH er borgin Dammam í austur-hluta Sádí-Arabíu.

Staðsetning (Maidenhead grid locator): LL56ak. CQ svæði: 21. Fjarlægð frá TF: Um 6.500 km.

Listi yfir radíóvita á 28 MHz:  https://www.qsl.net/wj5o/bcn.htm

Jón Björnsson, TF3PW býður upp á netspjall fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00. Líkt og áður verður  vefforritið ZOOM notað sem sækja má frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma.

Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að prófa samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar. Þetta verður fjórða vefspjallið hingað til.

Stjórn ÍRA.

Jon Bjornsson is inviting you to a scheduled Zoom meeting. Join Zoom Meeting:
https://us05web.zoom.us/j/85351276103?pwd=QUttM3p2dkNQcGpKZFZpWVdWNk5TUT09

Meeting ID: 853 5127 6103
Passcode: 4phB6X

Í dag, 12. desember, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið. Um er að ræða KiwiSDR viðtækið sem tekið var niður í Bláfjöllum nýlega. Þar til fundið verður varanlegt QTH, er hugmyndin að vista tækið til bráðabirgða í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz til 30 MHz og er hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar, með bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A stóð að uppsetningu tækisins í dag, en það er í eigu Georgs Kulp, TF3GZ. Vefslóðin er: http://ira.utvarp.com Loftnet er: New-tronics Hustler BTV-4, fimm banda stangarnet fyrir 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndin.

Hin tvö viðtækin sem eru virk í dag (yfir netið) eru staðsett á Bjargtöngum í Vesturbyggð, vestasta tanga Íslands og ysta oddi Látrabjargs og á Raufarhöfn. Vefslóðir:

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara og Georg fyrir dugnað og elju við að sinna þessu verkefni sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Fyrir áhugasama má benda á fróðlega grein Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A um KiwiSDR viðtækin yfir netið hér á landi. Sjá 4. tbl. CQ TF 2020, bls. 41. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/09/cqtf_34arg_2020_04tbl.pdf

KiwiSDR viðtækin eru GPS tengd og fyrir vikið búa þau yfir einhverri bestu tíðninákvæmi sem völ er á. Viðtækið var sett upp til bráðabirgða í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Tækið er lengst til hægri á myndinni. Ljósmynd: TF3JB.
KiwiSDR viðtækið tengt og klárt í Skeljanesi. Ari er í símanum við Georg sem gaf uppsetningunni grænt ljós! Ljósmynd: TF3JB.

Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls fimmtudaginn 10. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið.

Góð mæting var og skráðu sig 10 félagsmenn á fundinn sem stóð í 2 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig frá Hveragerði og Akranesi. Þótt ekki hafi verið sett upp dagskrá fyrirfram skorti ekki umræðuefni.

M.a. var rætt var um tækin, tæknina, smíðar og smíðaverkefni, loftnet, heyrnartól og hljóðnema, fjarskipti yfir netið og alþjóðlegar keppnir, m.a. um ARRL keppnina á 10m sem haldin verður um helgina. Menn skiptust einnig á vefslóðum á áhugaverðar heimasíður.

Bestu þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW. Þetta var 3. fimmtudagskvöldið sem menn hittust á þennan hátt, en Jón efndi einnig til spjalls 26. nóvember (þegar 9 mættu). Ágúst H. Bjarnason, TF3OM reið fyrstur á vaðið með netspjall 19. nóvember (þegar 5 mættu). Skemmtileg tilbreyting og vel heppnuð a.m.k. á meðan félagsaðstaðan er lokuð vegna COVID-19.

Stjórn ÍRA.

ARRL 10 metra keppnin fer fram helgina 12.-13. desember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er heimiluð í mest 36 klst.

Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á hvorri tegund útgeislunar. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer. W/VE stöðvar senda RS(T) og ríki eða fylgi (í Kanada).

Keppnin fer samtímis fram á tali og morsi. Heimilt er að taka þátt eingöngu á tali, á morsi eða hvoru tveggja (mixed mode). Sjá nánar í keppnisreglum.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum góðs gengis.

Vefslóð: http://www.arrl.org/10-meter
Vefslóð: https://contests.arrl.org/ContestRules/10M-Rules.pdf

Jón Björnsson, TF3PW býður upp á netspjall annað kvöld, fimmtudag 10. desember kl. 20:00. Notað verður vefforritið ZOOM sem sækja má frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma.

Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að prófa samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar.

Stjórn ÍRA.

Zoom Meeting
https://us05web.zoom.us/j/81199802254?pwd=OXpkZmcyMWYvWlBUaGFOdnQ5SHBwUT09

Meeting ID: 811 9980 2254
Passcode: IRAfar

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram vegna Covid-19 faraldursins.

Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi í dag 9. desember og gildir til 12. janúar n.k.

Vonir eru bundnar við að slakað verði á kröfum vegna faraldursins með nýrri reglugerð ráðherra sem er að vænta fyrir 12. janúar n.k. Gangi mál á besta veg, bindum við vonir við að geta opnað á ný fimmtudaginn 14. janúar.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir í CQ World Wide DX morskeppninni 2020 sem fram fór 28.-29. nóvember s.l. 9 TF kallmerki sendu inn keppnisgögn, þar af 2 samanburðardagbækur (check-log).

7 TF stöðvar skiptast á 6 keppnisflokka. Áætlaður árangur í viðkomandi flokki er sýndur yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (H), ásamt heildarstigum.

TF1AM  Einm.fl., öll bönd, aðstoð, háafl; 350.856 stig; 691-H, 268-EU.
TF3VS  Einm.fl., öll bönd, lágafl, 59.780 stig; 763-W, 470-EU.
TF8KY  Einm.fl., öll bönd, lágafl, 4.752 stig; 1552-W, 888-EU.
TF3AO  Einm.fl., 15M, aðstoð, lágafl; 1.080 stig; 124-W, 64-EU.
TF3EO  Einm.fl., 20M, lágafl; 9.890 stig; 131-W, 76-EU.
TF3W  Einm.fl., 20M, aðstoð, háafl; 701.375 stig; 11-W, 10-EU. (TF3CW op.)
TF3SG  Einm.fl., 160M, háafl; 24.584 stig; 20-W, 15-EU.

Samanburðardagbækur (check-logs): TF3JB, TF3Y.

Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2021.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqww.com/raw.htm?mode=cw

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W frá Skeljanesi í keppninni. Hann náði mjög góðri niðurstöðu í erfiðum skilyrðum, eða 11. sæti yfir heiminn og 10. sæti yfir Evrópu. Fjöldi sambanda var alls 2623; 96 DXCC einingar; 30 CQ svæði og 701.365 heildarpunktar. Myndin er úr myndasafni ÍRA. Ljósmynd: TF3JB.

ÍRA barst jákvætt svar frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í dag, 7. desember, við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Tilraunaheimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2022.

Líkt og áður eru eftirfarandi skilyrði lögð til grundvallar:

(1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin skilyrði hvað varðar mótun; (2) hámarks útgeislað afl er 100W; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax og (4) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.

Leyfishafar þurfa að sækja um heimild til PFS hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is áður en sendingar eru hafnar í tíðnisviðinu. Tilgreina skal, að sótt sé um heimild fyrir nýtt tímabil, 1.1.2021.-31.12.2022.

Stjórn ÍRA.

Stjórn ÍRA tók á móti veglegri gjöf til félagins í dag sunnudaginn, 6. desember. Það var félagsmaður okkar, Egill Ibsen, TF3EO sem færði félaginu sambyggða sendi-/móttökustöð, G90 frá Xiegu.

Egill hafði m.a. á orði, að hann væri vel settur með fjarskiptabúnað sjálfur og langaði að gefa ÍRA stöðina með það fyrir augum að félagið gæti t.d. lánað hana til nýrra leyfishafa eða ráðstafað á annan hátt.

G90 er 20W sendi-/móttökustöð sem vinnur á öllum amatörböndum, frá 160-10m (þ.m.t. 60m). Hún vinnur á SSB, CW, AM og stafrænum tegundum útgeislunar (FT8 o.fl.). Stjórnborð er búið 1.8“ TFT LCD litaskjá og er frátengjanlegt. Með tækinu fylgir m.a. Xiegu CE-19 „Data Interface Expansion Card“ ásamt öllum snúrum. Forrit í stöðinni eru uppfæranleg í gegnum netið. Tækið lítur út eins og nýtt enda ekki mikið notað.

Stjórn ÍRA þakkar Agli Ibsen, TF3EO velvilja og rausnarlega gjöf til félagsins sem kemur í góðar þarfir.

Egill Ibsen TF3EO afhenti stöðina á heimili formanns ÍRA í Reykjavík, sunnudaginn 6. desember. Ljósmynd: TF3JB.
Xiegu G90 er 20W HF SDR sendi-/móttökustöð sem vinnur á öllum amatörböndum frá 1.8 til 29.7 MHz. Ljósmynd: Xiegu.

ÍRA barst jákvætt svar frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) 4. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2021. Heimildin nær til eftirtalinna keppna:

CQ WW 160 metra keppnin, CW, 29.-31.1.2021.
ARRL International DX keppnin,  CW, 20.-21.2.2021.
CQ WW 160 metra keppnin, SSB, 26.-28.2.2021.
ARRL International DX keppnin,  SSB, 6.-7.3.2021.
CQ WW WPX keppnin, SSB, 27.-28.3.2021.
CQ WW WPX keppnin, CW, 29.-30.5.2021.
IARU HF World Championship, CW/SSB, 10.-11.7.20212.
CQ WW DX keppnin, SSB, 30.-31.10.2021.
CQ WW DX keppnin, CW, 27.- 28.11.2021.
ARRL 160 metra keppnin, CW, 3.-5.12.2021.

Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur forgang til notkunar tíðna á þessu tíðnibili. Um þessa notkun gilda sömu kröfur og gilda fyrir tíðnisviðið 1810-1850 kHz í reglugerð, en aukin skilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar eru eftirfarandi: (a) Heimildin er einvörðungu veitt þann tíma sem tilgreindar alþjóðlegar keppnir standa yfir (sjá að ofan); (b) G-leyfishafar hafa heimild til að nota fullt afl, allt að 1kW. N-leyfishafar njóta sömu tíðniréttinda, en aflheimild miðast við mest 10W.

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til PFS á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is eins og áður. Það nægir að senda eina umsókn sem þar með gildir fyrir allar 10 keppnirnar.

Stjórn ÍRA.