Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 14. janúar 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3VS og TF5B. Samtals er um að ræða 39 uppfærslur.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
MALAYSIA DX CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 18. janúar frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + CQ svæði. http://9mdxc.my/2025/01/01/rules-mydx-2025/
HUNGARIAN DX CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59. Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð HA stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu í Ungverjalandi. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://ha-dx.com/en/contest-rules
PRO DIGI CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð félagsmanna „Digi Club“: RST + raðnúmer + „M“. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://proradiocontestclub.com/PDC%20Rules.html
RSGB AFS Contest, SSB. Keppnin stendur yfir laugardag 18. janúar frá kl. 13:00 til kl. 17:00. Hún fer fram á SSB á 80 og 40 metrum. Skilaboð: RS + raðnúmer. https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rafs.shtml
North American QSO Party, SSB. Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 18:00 til sunnudags kl. 05:59. Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í N-Ameríku: RS + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RS + nafn. https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf
SKCC Weekend Sprintathon. Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 24:00. Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: (Ríki í USA, fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + (SKCC númer eða „NONE). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
UBA PSK63 Prefix Contest. Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 12:00. Hún fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð ON stöðva: RSQ + deild í UBA. Skilaboð aðrir: RSQ + raðnúmer. https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-psk63-prefix-contest
North American QSO Party, CW. Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 05:59. Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í N-Ameríku: RST + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn. https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf
NRAU-Baltic Contest, SSB. Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 06:30 til kl. 08:30. Hún fer fram á tali á 80 og 40 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir (Fylke/Lan/Province/Region) – sjá reglur. https://www.nraubaltic.eu
DARC 10-Meter Contest. Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 09:00 til kl. 10:59. Hún fer fram á morsi og tali á 10 metrum. Skilaboð DL stöðva: RS(T) + raðnúmer + DOK. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/darc-10m-contest/regeln
RSGB AFS Contest, Data. Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 13:00 til kl. 17:00. Hún fer fram á RTTY og PSK á 80 og 40 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rafs.shtml
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Bent er á, að þetta er síðasti skiladagur QSL korta vegna áramótaútsendingar TF-ÍRA QSL Bureau 2024/25. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og flokka innkomnar kortasendingar. Kaffiveitingar.
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH Hefur bætt við innsetningu nr. II af upptökunum af erindum á fræðsludagskrá ÍRA frá því í haust. Um er að ræða þrjár innsetningar. Áfram verður unnið að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
29. febrúar 2024: Snorri Ingimarsson, TF3IK: „Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”. https://youtu.be/UPQ2TYlRIhs
4. apríl 2024. Reynir Smári Atlason, TF3CQ: „Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“. https://youtu.be/RNut7mMwmDE
2. maí 2024. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”. https://youtu.be/5HxgKqaw2Jw
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-05 19:15:542025-01-05 21:39:25INNSETNING Á UPPTÖKUM, NR. II.
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH hóf innsetningu á fyrstu þremur upptökunum af erindum á fræðsludagskrá ÍRA frá því í haust. Fleiri erindi verða sett á netið á næstunni sem sækja má á heimasíðu félagsins. Nánar tilgreint síðar.
21. nóvember: Sigurðar Harðarson, TF3WS: „Gufunes-loftnetin, fyrir 80m bandið, sagðar reynslusögur og útskýrt hvað þarf til og hvernig þetta er gert“.
5. desember: Georg Kulp, TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson: „Sameiginlegt erindi sem fjallaði um nettengdu viðtækin KiwiSDR sem eru fjögur talsins hér á landi“.
ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Núverandi heimild rann út 31.12.2024. Heimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2026.
Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar:
(1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin skilyrði hvað varðar mótun; (2) hámarks útgeislað afl er 100W; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax og (4) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh@fst.is
Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2025 og 2026.
Fyrsta opnun í Skeljanesi á nýju ári 2025 verður fimmtudaginn 9. janúar n.k. kl. 20-22.
Bent er á að þá er síðasti skiladagur QSL korta vegna áramótaútsendingar TF-ÍRA QSL Bureau 2024/25. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 14 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-02 16:34:162025-01-02 16:37:50NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 9. JANÚAR
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-01-02 00:14:562025-01-02 00:18:08RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI