Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 14. janúar 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3VS og TF5B. Samtals er um að ræða 39 uppfærslur.

Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

MALAYSIA DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. janúar frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + CQ svæði.
http://9mdxc.my/2025/01/01/rules-mydx-2025/

HUNGARIAN DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59.
Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð HA stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu í Ungverjalandi.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://ha-dx.com/en/contest-rules

PRO DIGI CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð félagsmanna „Digi Club“: RST + raðnúmer + „M“.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://proradiocontestclub.com/PDC%20Rules.html

RSGB AFS Contest, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. janúar frá kl. 13:00 til kl. 17:00.
Hún fer fram á SSB á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rafs.shtml

North American QSO Party, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 18. júní frá kl. 18:00 til sunnudags kl. 05:59.
Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í N-Ameríku: RS + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RS + nafn.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

SKCC Weekend Sprintathon.
Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 24:00.
Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: (Ríki í USA, fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + (SKCC númer eða „NONE).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

UBA PSK63 Prefix Contest.
Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 12:00.
Hún fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð ON stöðva: RSQ + deild í UBA.
Skilaboð aðrir: RSQ + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-psk63-prefix-contest

North American QSO Party, CW.
Keppnin hefst á laugardag 11. janúar kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 12. janúar kl. 05:59.
Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í N-Ameríku:  RST + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

NRAU-Baltic Contest, SSB.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 06:30 til kl. 08:30.
Hún fer fram á tali á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir (Fylke/Lan/Province/Region) – sjá reglur.
https://www.nraubaltic.eu

NRAU-BALTIC CONTEST, CW.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 09:00 til kl. 11:00.
Hún fer fram á morsi á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir (Fylke/Lan/Province/Region) – sjá reglur.
https://www.nraubaltic.eu

DARC 10-Meter Contest.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 09:00 til kl. 10:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 10 metrum.
Skilaboð DL stöðva: RS(T) + raðnúmer + DOK.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/darc-10m-contest/regeln

RSGB AFS Contest, Data.
Keppnin fer fram sunnudaginn 12. janúar frá kl. 13:00 til kl. 17:00.
Hún fer fram á RTTY og PSK á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/rafs.shtml

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Bent er á, að þetta er síðasti skiladagur QSL korta vegna áramótaútsendingar TF-ÍRA QSL Bureau 2024/25. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og flokka innkomnar kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH Hefur bætt við innsetningu nr. II  af upptökunum af erindum á fræðsludagskrá ÍRA frá því í haust. Um er að ræða þrjár innsetningar. Áfram verður unnið að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

29. febrúar 2024: Snorri Ingimarsson, TF3IK:
„Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”.
https://youtu.be/UPQ2TYlRIhs

4. apríl 2024. Reynir Smári Atlason, TF3CQ:
„Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“.
https://youtu.be/RNut7mMwmDE

2. maí 2024. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA:
„Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”.
https://youtu.be/5HxgKqaw2Jw

29. febrúar 2024. Snorri Ingimarsson, TF3IK: „Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”. Ljósmynd:TF3JB.
4. apríl 2024. Reynir Smári Atlason, TF3CQ: Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“. Ljósmynd: TF1AM.
2. maí 2024. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA: „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”. Ljósmynd:TF3JON.

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH hóf innsetningu á fyrstu þremur upptökunum af erindum á fræðsludagskrá ÍRA frá því í haust. Fleiri erindi verða sett á netið á næstunni sem sækja má á heimasíðu félagsins. Nánar tilgreint síðar.

Stjórn ÍRA.

24. október: Benedikt Sveinsson, TF3T:
 „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“  https://youtu.be/Yk3NSLGjDd8

21. nóvember: Sigurðar Harðarson, TF3WS:
„Gufunes-loftnetin, fyrir 80m bandið, sagðar reynslusögur og útskýrt hvað þarf til og hvernig þetta er gert“.

5. desember: Georg Kulp, TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson:
„Sameiginlegt erindi sem fjallaði um nettengdu viðtækin KiwiSDR sem eru fjögur talsins hér á landi“.

24.10.2024. Benedikt Sveinsson, TF3T: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ . Ljósmynd: TF3VS.
21.11.21024. Sigurður Harðarson, TF3WS: „Gufunes-loftnetin, fyrir 80m bandið, sagðar reynslusögur og útskýrt hvað þarf til og hvernig þetta er gert“. Ljósmynd: TF3GZ.
5.12.2024: Georg Kulp, TF3GZ sýndi og skýrði vel fjölmargar glærur með upplýsingum um KiwiSDR viðtækin yfir netið. Ljósmynd: TF1AM.
5.12.2024: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A fjallaði um og skýrði vel tæknihliðina og sýndi fram á fjölmarga og áhugaverða notkunarmöguleika KiwiSDR viðtækjanna yfir netið. Ljósmynd: TF1AM.

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Núverandi heimild rann út 31.12.2024. Heimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2026.

Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar:

(1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin skilyrði hvað varðar mótun; (2) hámarks útgeislað afl er 100W; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax og (4) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh@fst.is

Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2025 og 2026.

Stjórn ÍRA.

Nýrri sendi-/móttökustöðvar radíóamatöra eru gjarnan útbúnar til fjarskipta í 50 og 70 MHz tíðnisviðunum. Þ.á.m. er ICOM IC-7700 sem myndin er af.

Fyrsta opnun í Skeljanesi á nýju ári 2025 verður fimmtudaginn 9. janúar n.k. kl. 20-22.

Bent er á að þá er síðasti skiladagur QSL korta vegna áramótaútsendingar TF-ÍRA QSL Bureau 2024/25. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 14 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Síðasti skiladagur QSL korta vegna áramótaútsendingar er 9. janúar n.k. Myndin er af Mathíasi Hagvaag TF3MH QSL stjóra TF ÍRA QSL Bureau.

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2025, kemur út 26. janúar.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 12. janúar n.k. Netfang: ira@ira.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

.