MAKROTHEN RTTY CONTEST
Keppnin er þrískipt, þ.e. fer fram laugardag 12. október kl. 00:00-08:00 og kl. 16:00-24:00 og síðan sunnudag 13. október kl. 08:00-16:00.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
http://www.pl259.org/makrothen/makrothen-rules/
QRP ARCI FALL QSO PARTY
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 00:00-23:59.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð ARCI félaga: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + ARCI félagsnúmer.
Skilaboð annarra: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC einingu) + útgangsafl sendis.
http://qrparci.org/contest/fall-qso-party
OCEANIA DX CONTEST, CW
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 06:00 til sunnudags 13. október kl. 06:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.oceaniadxcontest.com
SKCC WEEKEND SPRINTATHLON
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 12:00 til sunnudags 13. október kl. 12.00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC félagsnúmer/NONE).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
SCANDINAVIAN ACTIVITY CONTEST, SSB
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 12:00 til sunnudags 13. október kl. 12:00.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://www.sactest.net/blog/scandinavian-activity-contest-2024-rules/
Stefnt er að því að félagsstöðin TF3W taki þátt á Scandinavian Activity keppninni á SSB helgina 12.-13. október. Í boði er, að taka þátt allan tímann eða hluta úr degi. Áhugasamir félagsmenn eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst til félagsins á netfangið: IRA@IRA.is
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.