Markmið leikanna er fyrst og fremst að hafa gaman. Þetta verður góð skemmtun og örvar virkni í áhugamálinu innanlands og fáum nýjar stöðvar í loftið. Markmið þátttakenda er að ná sem flestum samböndum, um sem mestar vegalengdir og sem víðast um landið. Hægt að ná auka stigum með að færa sig á milli staða. Tímabil: Leikarnir verða haldnir í byrjun júlí 2024.

Leikarnir byrjar kl. 18 á föstudegi. Gamanið stendur yfir til kl. 18 á sunnudag. Þátttökutímar sem miða má við:

  • Föstudagur kl. 18-20.
  • Laugardagur kl. 10-12 og 18-20.
  • Sunnudagur kl. 8-10 og 16-18.

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tíma ramma leikanna og engin takmörk eru á lengd þátt tökutíma miðað við höfð QSO; sjá þó 6 klst. regluna hér að neðan. Tíðnir til viðmiðunar:

  • 6 m: 50,200 MHz.
  • 4 m: 70,200 MHz
  • 2 m: 145,500 MHz og 145,400 MHz svo og endurvarpar, sjá http://www.ira.is/endurvarpar/
  • 70 cm: 433,000 MHz og til vara 433,100MHz.
  • 23 cm: 1294,500 MHz og til vara 1290,500.

Samband telst gilt á hverju bandi óháð nákvæmri tíðni en nákvæm tíðni er í raun val þátttakanda og leikarnir bera ekki ábyrgð á því hvernig tíðnisviðin eru notuð. Þátttakendur eru hvattir til að velja tíðni m.t.t. mótunar og virða band plön.

Nota má endurvarpa, auk hefðbundinna skiptitals sambanda (e. simplex). Hugmyndin er að örva notkun endurvarpa og gera leikinn skemmtilegri fyrir þátttakendur með handstöðvar. Einnig getum við lært betur hvar hægt er að ná endurvörpum og hvaða búnað þarf til. Endurvarpar eru skilgreindir í leiknum sem sérstakt band og skiptir ekki máli hvort þeir eru notaðir með 70 cm eða 2 m bylgjulengd.

6 klst. regla. Stig fást fyrir hvert samband við stöð – ef samband milli sömu stöðva, á sama bandi, hefur ekki átt sér stað fyrr í leiknum, eða a.m.k. 6 klst. eru liðnar frá síðasta sambandi þeirra á sama bandi.

Sérstaklega skilgreindir kalltímar/þátttökutímar (sjá upp lýsingar ofar) eru eingöngu gerðir til að þétta virkni þar sem sambönd eru gild til stiga allan sólahringinn innan 6 klst. reglunnar. Þótt þáttakandi færi sig í nýjan 4ra stafa reit, þá gildir 6 klst. reglan eins og venjulega um samband við sömu stöð á sama bandi.

Reitakerfi.
Við notum reitakerfið sem er þekkt meðal radíóamatöra. „Maidenhead grid locators“, sjá t.d. https://www.egloff.eu/qralocator/  Þátttakendur kynna sér í hvaða 6 stafa reit þeir eru staddir hverju sinni og skrá hann við hvert QSO í „loggkerfinu“. Til aðstoðar er ágætt að nota snjallsímaforrit til að komast að reitanúmeri sínu. T.d. “QTH Locator“.

Skipst á upplýsingum.
Í hverju QSO skiptast þátttakendur á upplýsingum. Gefið er upp QSO númer og 6 stafa reitsnúmer og tekið á móti sömu upplýsingum frá hinum aðilanum. Þetta er skráð í „loggkerfið“ til að það geti fundið pörun „match“. Til að kerfið finni pörun þarf einnig að vera rétt skráð kallmerki (án /p, /m o.þ.h.), band og tími +/- 10 mínútur. Ef kerfið finnur pörun, reiknar kerfið stig fyrir sambandið. Ef sambandið er um endurvarpa er bandið “endurv” valið og viðkomandi endurvarpi valinn í reitinn undir “Band” reitnum.

Ef tölva er ekki við höndina þegar sambönd eru tekin, má skrá tímabundið á blað. Til þæginda má skrá handskrifuð sambönd með sléttum QSO númerum til að tryggja að QSO númer verði alltaf einkvæm. Hér má hlaða niður PDF QSO skráningar blaði: http://leikar.ira.is/paskar202/downloads/Qsoskraning.pdf

Stig.
Fyrir sambönd eru stig háð fjölda 6 stafa reita sem eru á milli stöðva í QSO. Stöðvarnar gefa upp 6 stafa reitanúmer og skrá reitanúmerin sem þeim eru gefin frá hinni stöðinni. Kerfið reiknar eftir bestu getu fjölda 6 stafa reita á milli stöðvanna.

  • 1 stig fæst fyrir hvern 6-stafa reit sem sambandið spannar.
  • Fyrir sambönd um endurvarpa eru reiknuð stig m.v.fjarlægð til endurvarpa eða fjarlægð á milli stöðva og notar þá fjarlægð sem styttri er. Aftur gildir að 1 stig fæst fyrir hvern 6 stafa reit sem fjarlægðin spannar.

Margfaldarar.
Margfaldarar telja fjölda 4ra stafa reita sem stöð hefur haft samband á milli á hverju bandi. Fyrir fyrsta samband sem þátttakandi nær við reit (á sama bandi) úr þeim reit sem hann er staddur í gefur einn margfaldara.

Heildarstig eru reiknuð sem samtala stiga margfölduð við samtölu margfaldara (stig x margfaldarar). T.d. ef þátttakandi hefur 90 stig og 10 margfaldara þá eru stigin hans 900. Kerfið reiknar stig með margföldurum jafnóðum. Vakin er athygli á að báðir reitir skrá margfaldarann. Þannig getur þáttakandi fært sig í annan reit og fengið nýja margfaldara fyrir þá reiti sem hann nær samböndum við úr þeim reit.

Fjarstýringar.
Fjarstýrðar stöðvar eru velkomnar og ættu að gera fleirum færi á þátttöku. Þeir sem staddir eru erlendis eða úr kallfæri við það svæði sem mest notkun er, geta tekið þátt. Til að gæta sanngirni er öllum þátttak endum heimilt að nota fjarstýrðar stöðvar óháð stað setningu, þó með einu skilyrði. Þáttakandi sem notar fjarstýrða stöð notar þá stöð og gefur upp hennar reit fyrir öll sambönd í leikunum. Hnitin þar sem fjarstýrða stöðin og loftnet hennar.

Upplýsingar.
Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við undirritaðan.

73,
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY
hrafnk@gmail.com