TÍÐNISVIÐ RADÍÓAMATÖRA
Tíðniheimildir radíóamatöra eru settar fram í gildandi reglugerð á hverjum tíma. Núgildandi reglugerð er nr. 348/2004 ásamt reglugerð um breytingu á henni nr. 1306/2017. Í síðari reglugerðinni er gerð breyting á 8. gr. fyrrnefndu reglugerðarinnar, auk uppfærslu á tíðnitöflu. Þess má geta, að tíðniheimildir radíóamatöra eru (að mestu) samræmdar um allan heim.
Reglugerð nr. 348/2004; vefslóð: Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004.
Reglugerð nr. 1306/2017; vefslóð: Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 348/2004.
Í viðauka með reglugerð nr. 1306/2017 má sjá yfirlit yfir tíðnisviðin, sendiafl, bandbreidd og hvort heimildir eru veittar samkvæmt ríkjandi eða víkjandi aðgangi (sjá neðar á síðunni). Jafnframt er sýnd skipting samkvæmt leyfisflokkum. Auk tíðnisviða sem eru upptalin í reglugerðinni, hafa íslenskir leyfishafar aðgang að eftirtöldum tíðnisviðum samkvæmt sérheimildum frá Póst- og fjarskiptastofnun.
SÉRHEIMILDIR
(1) Sérheimild á 160 metra bandi (1850-2000 kHz). Samkvæmt reglugerð er aflheimild 10W á víkjandi aðgangi. Heimild fékkst fyrst þann 6. janúar 2011 fyrir notkun á fullu afli (1kW) í 1850-2000 kHz í eftirfarandi tilgreindum 10 alþjóðlegum keppnum:
- EUCW 160 metra keppnin – Haldin í janúar/febrúar; á morsi.
- CQ WW 160 metra keppnin – Haldin í janúar á SSB.
- CQ WW 160 metra keppnin – Haldin í febrúar á morsi.
- CQ WW WPX keppnin – Haldin í mars á SSB.
- CQ WW WPX keppnin – Haldin í maí á morsi.
- IARU HF World Championship keppnin – Haldin í júlí, bæði á SSB og morsi.
- EU HF Championship keppnin – Haldin í ágúst, bæði á SSB og morsi.
- CQ WW DX keppnin – Haldin í október á SSB.
- CQ WW DX keppnin – Haldin í nóvember á morsi.
- ARRL 160 metra keppnin – Haldin í nóvember/desember; á morsi.
(2) Sérheimild á 4 metra bandi (70.000-70.200 MHz). Heimildin fékkst fyrst 19. febrúar 2010 og hefur verið framlengd síðan og síðast til tveggja ára. Núgildandi heimild rennur því út 31. desember 2018. Á 70 MHz gildir 16 kHz hámarks bandbreidd og hámarks útgeislað afl 100W.
Þeir leyfishafar sem óska að nýta ofangreindar sérheimildir þurfa að sækja um það sérstaklega til PFS. Hafi verið sótt um heimild einu sinni þarf að sækja um framlengingu (helst áður en hún rennur út) óski leyfishafi að nota tíðnisviðið áfram. Sækja má um heimild til PFS á hrh hjá pfs.is eða pfs hjá pfs.is
Ákjósanlegt er að leyfishafar sem fyrirhuga að taka þátt í alþjóðlegum keppnum í tíðnisviðinu 1850-2000 kHz tilkynni fyrirfram til PFS um þátttöku í hverri keppni þar sem QTH er gefið upp.
VILLUR
Í tíðnitöflu í viðauka með reglugerð 1306/2017 hafa slæðst inn villur. Þar stendur í viðaukanum fyrir tíðnisviðið 7100-7200 kHz, að aflheimild fyrir G-leyfishafa sé 100W. Þetta er rangt; þarna á að standa að aflheimild sé 1000W. Póst- og fjarskiptastofnun er meðvituð um þetta og verður leiðrétting sett inn við næstu uppfærslu. Ennfremur er villa inni um þetta tíðnisvið hvað áhrærir forgangsflokk. Hann á að vera forgangsflokkur 1 (ríkjandi aðgangur) en ekki forgangsflokkur 2 (víkjandi aðgangur). Þetta atriði verður jafnframt lagfært við sama tækifæri og það fyrra.
(Uppfært 11.5.2018/TF3JB).
Tíðnisvið | Forgangsflokkur | N-Leyfi | G-Leyfi | Bandbreidd |
---|---|---|---|---|
135,7-137,8 kHz | 2 | 100 | 1 kHz | |
472-479 kHz | 2 | 5 | 5 | 1 kHz |
1810-1850 kHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
1900-2.000 kHz | 2 | 10 | 10 | 6 kHz |
3500-3800 kHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
5351,5-5366,5 kHz | 2 | 15 | 15 | 3 kHz |
7000-7100 kHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
7100-7200 kHz | 2 | 100 | 100 | 6 kHz |
10.100-10.150 MHz | 2 | 100 | 1000 | 1 kHz |
14.000-14.350 MHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
18.068-18.168 MHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
21.000-21.450 MHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
24.890-24.990 MHz | 1 | 100 | 1000 | 6 kHz |
28.000-29.700 MHz | 1 | 100 | 1000 | 18 kHz |
50-52 MHz | 2 | 50 | 100 | 18 kHz |
144-146 MHz | 1 | 50 | 500 | 18 kHz |
430-440 MHz | 1 | 50 | 500 | 30 kHz |
1.240-1.300 MHz | 2 | 50 | 100 | 20 MHz |
2.300-2.450 MHz | 2 | 50 | 100 | 20 MHz |
5.650-5.850 MHz | 2 | 50 | 100 | 20 MHz |
10-10,5 GHz | 2 | 50 | 100 | 50 MHz |
24-24,05 GHz | 1 | 50 | 100 | 50 MHz |
24,05-25 GHz | 2 | 50 | 100 | 50 MHz |
47-47,2 GHz | 1 | 50 | 100 | 50 MHz |
76-77,5 GHz | 2 | 50 | 100 | 100 MHz |
77,5-78 GHz | 1 | 50 | 100 | 100 MHz |
78-81 GHz | 2 | 50 | 100 | 100 MHz |
122,25-123 GHz | 2 | 50 | 100 | 40 MHz |
134-136 GHz | 1 | 50 | 100 | 100 MHz |
136-141 GHz | 2 | 50 | 100 | 100 MHz |
241-248 GHz | 2 | 50 | 100 | 100 MHz |
248-250 GHz | 1 | 50 | 100 | 100 MHz |