Viðurkenningarskjöl (e. awards) hafa verið hluti af amatörsamfélaginu nánast frá upphafi. Tilgangur þeirra er að veita viðurkenningar fyrir margskonar árangur, t.d. að hafa sambönd við ákveðinn fjölda stöðva í mismunandi þjóðlöndum heims.

ÍRA hefur staðið fyrir útgáfu viðurkenningarskjala allt frá árinu 1984. Hér á síðunni eru kynnt átta mismunandi viðurkenningarskjöl sem félagið gefur út. Smellið á viðkomandi mynd til að kalla fram upplýsingar.


ÍRA Awards Manager
Brynjólfur Jónsson, TF5B (email)
Engimýri 8
600 Akureyri

ÍRA Zone 40 Award

Reglur fyrir ÍRA Zone 40 Award

Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 210 x 297 mm sérstakan bleksprautupappír í þremur litum: bláum, rauðum og svörtum. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í apríl 1994 og var fyrsti umsækjandi LAØBX, Sigfús Jónsson frá Noregi.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Það eru engin tímatakmörk á samböndum.
 3. Það eru engin takmörk á tíðnum, en öll samböndin verða að vera með sömu mótun til að hljóta heiðusskjalið, þ.e.a.s. 2XCW, 2XSSB eða 2XRTTY og svo frv. Séu öll samböndin á sömu tíðni verður Skjalið uppfært sem slíkt sé um það beðið.
 4. Kröfur:
  1. Staðfest sambönd við hvert eftir talinna DXCC landa sem eru í CQ-ZONE 40: Ísland (TF), Grænland (OX), Jan Mayen (JX), Svalbarða (JW) og Frans Josef Land (R1FJ).
  2. DX-stöðvar: Eitt staðfest samband við hvert land (Samtals 5 sambönd).
  3. EU-stöðvar: Sama og DX nema að sambönd við 3 mismunandi íslenskar stöðvar eru skilyrði (samtals 7 sambönd).
  4. TF-stöðvar: Sama og DX nema að sambönd við 15 mismunandi íslenskar stöðvar eru skilyrði (samtals 19 sambönd).
  5. ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF, TF/, /OX, OX/ og svo frv. gilda ekki fyrir þetta Heiðursskjal.
 5. GCR listi, staðfestur af tveimur amatörleyfishöfum eða stjórnarmanni í amatörfélagi staðarinns (í okkar tilfelli Í.R.A.) verður að fylgja umsókn. Listinn verður að sýna unna stöð, dagsetningu, ár, tíma, tíðni, styrk og læsileika merkis og mótun. Heiðursskjalastjóri Í.R.A. áskilur sér þann rétt að QSL kort verði lögð fram telji hann þess þörf.
 6. Fyrsta skjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt.
 7. Gjald fyrir heiðursskjalið “IRA ZONE-40 AWARD” er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í Íslenskum krónum á hverjum tíma.

Iceland 50 Years Award

Ekki veitt lengur.

Reglur fyrir Iceland 50 Years Award

Þetta heiðursskjal stóð til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Umsóknarfresti lauk í lok júní 1996 og er því skjalið ekki gefið út lengur. Heiðursskjalið var prentað fyrir hvern umsækjanda á 110 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír í þremur litum: bláum rauðum, og svörtum. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í júní 1994 og var fyrsti umsækjandi LA0BX, Sigfús Jónsson frá Noregi og alls voru umsækjendur 14.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Sambönd þurfa að hafa verið höfð milli klukkan 00.00 1. janúar og klukkan 23.59 31. desember 1994.
  það eru engin tíðni eða mótunar takmörk.
 3. Kröfur: Hafa samband við eða heyra í að minnstakosti þrjár íslenskar amatör stöðvar.
  ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF, TF/ gilda ekki fyrir þetta heiðursskjal.
 4. Samböndin þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dagsetningu, ár, tíma, tíðni, styrk og læsileika merkis og mótun þarf að fylgja umsókn.
 5. Fyrsta skjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt en það verða engar aðrar sérstakar uppfærslur.
 6. Gjald fyrir Heiðursskjalið “50 ÁRA AFMÆLI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS” er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í íslenskum krónum á hverjum tíma.
 7. Umsóknir þurfa að hafa borist heiðursskjalastjóra fyrir lok júní 1994. Eftir þann tíma verður skjalið ekki gefið út.

Iceland on Digimodes Award

Iceland on Digimodes Award

Viðurkenningarskjalið er í boði fyrir radíóamatöra og stuttbylgjuhlustara.

 1. Viðurkenningarskjalið er veitt til þeirra radíóamatöra sem hafa haft sambönd (eða hlustara sem hafa heyrt sambönd) við íslenskar amatörstöðvar á stafrænum tegundum mótunar.
 2. Takmörk eru hvorki sett hvað varðar einstök bönd eða hvenær sambönd voru höfð (heyrð).
 3. Kröfur: Sambönd þurfa að hafa verið höfð (eða heyrð) við a.m.k. tvær íslenskar stöðvar radíóamatöra á stafrænum tegundum mótunar. Athugið: Sambönd við stöðvar á Íslandi með kallmerkin /TF eða TF/ gilda ekki fyrir þetta viðurkenningarskjal.
 4. Sambönd þurfa ekki að vera staðfest. En með umsókn skal fylgja listi með upplýsingum um samböndin, þ.e. um kallmerki þeirra stöðva sem höfð voru sambönd við (eða heyrð), mánaðardagur, mánuður, ár, tími, band, tegund mótunar og RST.
 5. Fyrsta viðurkenningarskjalið sem veitt er í sérhverri DXCC einingu verður auðkennt sem slíkt, auk þess sem auðkenningar um tiltekna tegund stafrænnar mótunar verða skráðar á skjalið, sé þess óskað.
 6. Gjald fyrir viðurkenningarskjalið Digimodes Award er 8 alþjóðasvarmerki, US $5.00 eða €5.00.

Iceland on Digimodes Award er sérprentað fyrir hvern umsækjanda á sérstakan 110 g/m2 bleksprautupappír í stærðinni 297X210 mm og er fjöllita.

Iceland on Six Metres Award

Reglur fyrir Iceland on Six Meters Award

Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír og er fjöllita. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í júlí 1998 og var fyrsti umsækjandi G4UPS, Ted Collins frá Englandi.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Heiðursskjalið er veitt fyrir að hafa samband við eða heyra íslenska radíóamatöra á sex metrum (50MHz).
 3. Það eru engin tíma eða mótunar takmörk.
 4. Kröfur:
  1. Sambönd við að minnsta kosti tvær íslenskar amatör stöðvar á sex metrum (50MHz).
  2. ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF, TF/ gilda ekki fyrir þetta heiðursskjal.
 5. Sambönd þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dag, mánuð, ár, tíma, tíðni, mótun og styrk og læsileika merkis verður að fylgja umsókn.
 6. Fyrsta heiðursskjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt, uppfærsla fyrir einnar mótunar árangur er fáanleg sé um það beðið.
 7. Gjald fyrir “ICELAND ON SIX METERS AWARD” er 8 IRC’ar eða jafngildi þeirra í íslenskum krónum.

IRA 50 Years Award

Ekki veitt lengur.

Reglur fyrir IRA 50 Years Award

Þetta heiðursskjal stóð til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Umsóknarfresti lauk í lok desember 1997 og er því skjalið ekki gefið út lengur. Heiðursskjalið var prentað fyrir hvern umsækjanda á 110 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír í þremur litum: bláum, rauðum, og svörtum. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í júní 1996 og var fyrsti umsækjandi I1 21171 Maurizio Bertolino frá Ítalíu. Fjöldi umsækenda varð 13.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Sambönd þurfa að hafa verið höfð milli klukkan 00.00 1. janúar og klukkan 23.59 31. desember 1996.
 3. það eru engin tíðni eða mótunar takmörk.
 4. Kröfur:
  1. Amatörar utan Íslands: Sambönd við að minnsta kosti tvær íslenskar amatör stöðvar.
  2. Íslenskir amatörar: Sambönd við að minnsta kosti sjö íslenskar amatör stöðvar.
  3. ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF, TF/ gilda ekki fyrir þetta heiðursskjal.
 5. Samböndin þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð dagsetningu, ár, tíma, tíðni, styrk og læsileika merkis og mótun þarf að fylgja umsókn.
 6. Fyrsta skjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt, uppfærsla fyrir einnrar tíðni/mótunar árangur er fáanleg sé um það beðið.
 7. Gjald fyrir Heiðursskjalið “ÍRA 50 ÁRA” er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í íslenskum krónum á hverjum tíma.
 8. Umsóknir þurfa að berast heiðursskjalastjóra ÍRA fyrir lok árs 1997. Eftir þann tíma verður heiðursskjalið ekki gefið út.

IRAA Award

Reglur fyrir IRAA Award

Þetta heiðursskjal er eingöngu ætlað radíóamatörum og hlusturum utan Íslands. Heiðursskjalið er prentað fyrri hvern umsækjanda á 106 g/m² 210X297 mm sérstakan bleksprautupappír í þremur litum: bláum, rauðum og svörtum. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í mars 1984 og var fyrsti umsækjandi OY2H, Hans J. Egholm frá Færeyjum.

  1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum utan Íslands.
   Athugið. Sambönd við stöðvar sem eru /TF eða TF/ gilda ekki fyrir þetta heiðusskjal.
  2. Það eru engin tímatakmörk á samböndum.
  3. Staðfest ljósrit af QSL kortum verða að fylgja umsókninni ásamt fullkominni útskrift, yfir samböndin, úr radíódagbók. Sendið ekki QSL kortin.
  4. Öll sambönd þurfa að hafa verið höfð frá sama kallsvæði eða þar sem enginn kallsvæðaskipting er frá sama landi.
  5. Gjald fyrir heiðursskjalið “THE ICELANDIC RADIO AMATEURS AWARD” er 8 IRCar, 5.00 bandarískir dollarar eða 5.00 Evrur.
Band CW RTTY SSTV SSB Gegnum Gerfvitungl
1.8 10 8 8 6
3.5 8 6 6 6
7 6 5 5 3
10 5 4 0 0
14 3 2 2 1
18 4 3 3 2 8
21 5 4 4 3
24 6 5 5 4
28 7 6 6 5
50 8 7 7 6
144 48
 • Blönduð mótun td. CW til SSB og krosstíðnisambönd gilda ekki nema fyrir sambönd í gegnum amatör gervitungl.
 • Aðeins má hafa samband einu sinni við hverja stöð á hverri tíðni og mótun. eins og skilgreint er í töfluni hér að ofan.

Kröfur:

 • ITU zones 5,9,18-20,27-29 ……………………. = 98 punkta
 • ITU zones 1-4, 6-8, 21-26, 30, 31, 36, 37 ……… = 48 punkta
 • ITU zones 10-13, 32-35, 38-40, 46-48 ………….. = 28 punkta
 • ITU zones 14-16, 41-45, 49-75 ………………… = 18 punkta

IRA JOTA Award

Reglur fyrir IRA JOTA Award

Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír og er fjöllita. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í október 2001 og var fyrsti umsækjandi LAØBX Sigfús Jónsson frá Noregi.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Heiðursskjalið er veitt fyrir að hafa heyrt í eða haft samband við íslenskar JOTA radíóamatörstöðvar og er gefið út í samvinnu við Íslenska radíóskáta.
 3. Það eru enginn tíma, tíðni eða mótunar takmörk á samböndum.
 4. Kröfur:
  1. Heyra í eða hafa samband við a.m.k. tvær íslenskar JOTA radíóamatörstöðvar.
  2. ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF eða TF/ gilda ekki fyrir þetta award.
 5. Samböndin þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dag, mánuð, ár, tíma, tíðni, mótun og styrk og læsileika merkis verður að fylgja umsókn.
 6. Fyrsta skjal sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt og eins bands og mótunar árangur verður uppfærður sem slíkur verði um það beðið.
 7. Gjald fyrir “IRA JOTA AWARD” er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í Íslenskum krónum á hverjum tíma.

IRA WANC Award

Reglur fyrir IRA WANC Award

Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautu pappír og er fjöllita. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í júní 1994 og var fyrsti umsækjandi LAØBX, Sigfús Jónsson frá Noregi.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Það eru engin tímatakmörk á samböndum.
 3. Það eru engin takmörk á tíðnum, en öll samböndin verða að vera með sömu mótun til að hljóta heiðusskjalið, Þ.e.a.s. 2XCW, 2XSSB eða 2XRTTY og svo frv. Séu öll samböndin á sömu tíðni verður Skjalið uppfært sem slíkt sé um það beðið.
 4. Heiðursskjalið verður gefið út í þremur flokkum: FLOKK-A, FLOKK-B og FLOKK-C.
 5. Kröfur:
  1. Staðfest sambönd við eftirtalin Norðurlanda DXCC lönd samkvæmt reglunum. JW-SVALBARÐI, JX-JAN MAYEN, LA-NOREGUR, OH-FINNLAND, OH0-ÁLANDSEYJAR, OJ0-MARKET RIF, OX-GRÆNLAND, OY-FÆREYJAR, OZ-DANMÖRK, SM-SVÍÞJÓÐ og TF-ÍSLAND.
  2. Eitt staðfest samband við Ísland er krafa í öllum flokkum.
  3. FLOKKUR-A: Eitt staðfest samband við hvert hinna ellefu landa.
  4. FLOKKUR-B: Staðfest sambönd við átta af löndunum og þar af tvö í CQ-ZONE 40.
  5. FLOKKUR-C: Staðfest sambönd við fimm af löndunum og þar af eitt í CQ-ZONE 40.
  6. ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF, TF/, /OX, OX/ og svo frv. gilda ekki fyrir þetta heiðursskjal nema fyrir OJ0.
 6. GCR listi, staðfestur af tveimur amatörleyfishöfum eða stjórnarmanni í amatörfélagi staðarinns (í okkar tilfelli Í.R.A.) verður að fylgja umsókn. Listinn verður að sýna unna stöð, dagsetningu, ár, tíma, tíðni, styrk og læsileika merkis og mótun. Heiðursskjalastjóri Í.R.A. áskilur sér þann rétt að QSL kort verði lögð fram telji hann þess þörf.
 7. Fyrsta skjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt.
 8. Gjald fyrir heiðursskjalið “WORKED ALL NORDIC COUNTRIES AWARD” er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í Íslenskum krónum á hverjum tíma.

The Iceland Award

Reglur fyrir The Iceland award

Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír og er fjöllita. Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í maí 1995 og var fyrsti umsækjandi OH3-911 Veijo Saarinen frá Finnlandi. Heiðursskjalið mun hafa mismunandi útlit á hverju ári og er sýnishornið hér fyrir árið 2011.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Heiðursskjalið er veitt fyrir að hafa samband við eða heyra íslenska radíóamatöra innan eins almanaksárs, það er milli klukkan 00.00 1. janúar og klukkan 23.59 31. desember, og er því hægt að sækja um heiðursskjalið árlega. Það er að segja hafi nauðsynleg sambönd átt sér stað.
 3. Það eru engin tíðni eða mótunar takmörk.
 4. Kröfur:
  1. Amatörar utan Íslands: Sambönd við að minnsta kosti tvær íslenskar amatör stöðvar.
  2. Íslenskir amatörar: Sambönd við að minnsta kosti sjö íslenskar amatör stöðvar.
  3. ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF, TF/ gilda ekki fyrir þetta heiðursskjal.
 5. Sambönd þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dag, mánuð, ár, tíma, tíðni, mótun og styrk og læsileika merkis verður að fylgja umsókn.
 6. Fyrsta heiðursskjalið sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt, uppfærsla fyrir einnrar tíðni/mótunar árangur er fáanleg sé um það beðið.
 7. Byrjunar ár þessa heiðursskjals er árið 1995.
 8. Umsóknir verða að hafa borist Heiðursskjalastjóra fyrir lok júní árið eftir umsóknar árið, það er að segja, til dæmis, umsókn fyrir árið 2008 þarf að hafa borist Heiðursskjalastjóra fyrir lok júní 2009.
 9. Gjald fyrir heiðursskjalið “THE ICELAND AWARD” er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í íslenskum krónum á hverjum tíma.