,

RSGB IOTA KEPPNIN 2024

RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 27. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag 28. júlí. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar á eyjum sem hafa IOTA númer gefa margfaldara.

Felagsstöð ÍRA, TF3W verður starfrækt í keppninni frá Skeljanesi og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina – bæði á SSB og CW (e. mixed).

Þátttakendur hér á landi gefa upp RS(T) + raðnúmer + IOTA númer. IOTA númerið fyrir Ísland er EU-021 (fastalandið) – en EU-71 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við landið.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2024/riota.shtml

Sigurður R. Jakobsson TF3CW tók þátt í IOTA keppninni frá TF3W í fyrra (2023). Heildarfjöldi sambanda var 1527. Fjöldi IOTA eininga: 152 og fjöldi punkta: 11.145. Viðvera: 21 klst. Niðurstaða: 1.770.040 heildarpunktar. Ljósmynd: TF3JB.

.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 5 =