,

IARU HF WORLD CHAMPIONSHIP 2024

IARU HF World Championship keppnin hefst laugardag 13. júlí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. júlí kl. 12:00. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: RS(T) + ITU svæði. (TF = ITU svæði 17).

Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Félagsstöð ÍRA, TF3W verður starfrækt í keppninni frá Skeljanesi og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina – bæði á SSB og CW (e. mixed).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði TF3W á morsi í IARU keppninni í fyrra (2023). Heildarfjöldi sambanda var tæplega 1800; nettó fjöldi: 1772. Skipting á milli banda: 20 m. 1100, 15 m. 667 og 10 m. 5 QSO. Fjöldi ITU svæða: 60 og fjöldi HQ stöðva: 35. Mynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − eight =