ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80, 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir flóðin í Evrópu, en radíóamatörar halda uppi fjarskiptum á stórum landssvæðum, þ.á.m. í  Pólandi, Tékklandi, Rúmeníu og í Austurríki.

Tíðnirnar eru: 3.760 MHz og 7.110 MHz og 14.300 MHz.

Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.

Stjórn ÍRA.

.

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2024, kemur út 6. október.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 25. september n.k. Netfang: ira@ira.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30.

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur til 29. október n.k. Alls eru 19 þátttakendur skráðir, auk 4 sem eru skráðir í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður 2. nóvember n.k.

Eftir setningu tók Hörður Mar Tómasson, TF3HM við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani.

Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

.

Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30. Aðrir á mynd: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA varamaður í stjórn, Hörður Mar Tómasson TF3HM sem hóf kennsluna fyrsta kvöld námskeiðsins og Georg Kulp TF3GZ ritari.
Mynd af þátttakendum. Alls eru 19 skráðir á námskeiðið en 12 voru mættir í kennslustofu þegar myndin var tekin.
Stjórnarmenn ÍRA sem voru mættir við setningu námskeiðsins í HR. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri, Georg Kulp TFGZ ritari, Jónas Bjarnason TF3JB formaður og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA varamaður. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 19. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Úr félagsstarfinu. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A sýnir þeim Sveini Goða Sveinssyni TF3ID og Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG mælingu á nýrri gerð af LNB. En Ari Þórólfur annaðist kynninguna “Fræðsla um QO-100 og farið í loftið frá TF3IRA“ í Skeljanesi laugardaginn 11. nóvember 2023.

Scandinavian Activity keppnin (SAC) CW-hluti, verður haldinn um næstu helgi, 21.-22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.

Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.

Svalbarði og Bjarnareyja – JW
Jan Mayen – JX
Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN
Finnland – OF – OG – OH – OI
Álandseyjar –  OFØ – OGØ – OHØ
Market Reef – OJØ
Grænland – OX – XP
Færeyjar – OW – OY
Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ
Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM
Ísland – TF

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Félagsstöðin TF3W verður virk í keppninni frá Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.

http://www.sactest.net/blog/rules/

.

Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis hefst mánudaginn 16. september kl. 18:30 og stendur til 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið 2. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.

Hægt er að skrá þátttöku hér:  https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/
Ath. að tekið verður á móti skráningum til hádegis mánudaginn 16. september.

Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðslu má senda inn á reikning 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag námskeiðs: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/08/Namskeid-IRA-2024.pdf
CQ TF, 3. tbl. 2024:  https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/07/CQTF-2024-3.pdf
Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna: https://island.is/reglugerdir/nr/0348-2004
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Ársskýrsla ÍRA 2023/24: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/03/loka-Arsskyrsla-IRA-2024-12.3.2024.pdf

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. september. Sérstakur erlendur gestur okkar var Tim Price, G4YBU frá Epson í Surrey á Englandi. Tim er CW maður og hefur einnig ánægju af SOTA vinnu. Hann var yfir sig hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi.

Annar gestur okkar var Sverrir Sighvatsson, TF2HC sem kom í fylgd afastráks. Einar Sandoz, TF3ES tók að sér að „prógrammera“ nýja VHF/UHF stöð sem hann kom með á staðinn. Einnig hjálpaði Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID með stillingar á rafmagnsmorslykli sem hann var í vandræðum með.

Einn gestur til viðbótar var Guðjón Gíslason, sem mætti til að kynna sér áhugamálið og verður hann sá 21. sem er skráður á námskeiðið. Guðjón er vélstjóri að mennt. Loks mætti Lárus Baldursson, TF3LB með mikið af dóti, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég ætla koma með fullt af gömlum amatöra bókum og talstöðvum ef einhver nýliði hefur áhuga á gömlu dóti 🙂“.

Alls mættu 24 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri og 6°C í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 12. september. Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA og Tim Price G4YBU.
Einar Sandoz TF3ES, Ríkharður Þórsson og Sverrir Sighvatsson TF2HC ræða málin.
Afastrákur TF2HC og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID athuga með stillingar á rafmagnsmorslykli Sverris.
Bernhard M. Svavarsson TF3BS og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Mathías Hagvaag TF3MH og Guðjón Gíslason. Guðjóni fannst mikið til koma um fjarskiptaherbergi TF3IRA og TF-ÍRA QSL Bureau.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Heimir Konráðsson TF1EIN.
Lárus Baldursson TF3LB fyrir utan fjarskiptaherbegi TF3IRA.
TF3LH kom færandi hendi: Bónuspokarnir tveir og kassinn til hægri. Ekki var búið að taka sendinguna upp til að raða bókum og radíódóti þegar myndin var tekin. Ljósmyndir: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2024, kemur út 6. október.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 25. september n.k. Netfang: ira@ira.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis byrjar 16. september og stendur til 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, 2. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.

Hægt er að skrá þátttöku hér:  https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/

Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðslu má senda inn á reikning 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag námskeiðs: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/08/Namskeid-IRA-2024.pdf
CQ TF, 3. tbl. 2024:  https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/07/CQTF-2024-3.pdf
Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna: https://island.is/reglugerdir/nr/0348-2004
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Ársskýrsla ÍRA 2023/24: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/03/loka-Arsskyrsla-IRA-2024-12.3.2024.pdf

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Úr félagsstarfinu. Stefán Sæmundsson TF3SE og Ásgeir Sigurðsson TF3TV á góðri stundu í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.