Fimm nýjar DXCC viðurkenningar bárust til félagsins þann 4. júlí. Það eru viðurkenningarskjöl fyrir 10 m., 15 m., 20 m., 40 m. og 80 m. böndin.
Félagsstöðin er nú handhafi alls 9 DXCC viðurkenninga, en að auki við nefnd skjöl að ofan er stöðin með DXCC viðurkenningar fyrir CW, SSB, MIXED og RTTY/DIGITAL.
Þakkir til Mathíasar Hagvaag, TF3MH QSL stjóra félagsins sem hafði til upplýsingar úr fjarskiptadagbók félagsstöðvarinnar svo hægt væri að sækja um til ARRL.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin milli kl. 20 og 22 fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. Júlí.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
QSL skilagreinar fyrir TF ÍRA QSL Bureau eru boðnar frítt til félagsmanna og eru hugsaðar fyrir þá sem skila kortum til útsendingar í þar til gert hólf – hægra megin við QSL skáp. Skilagreinarnar voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009. Í nóvember 2011 var ákveðið að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta leiðbeiningar frá QSL stjóra ásamt lista yfir þær DXCC einingar sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. Skilagreinarnar og umslög með utanáskrift (fyrir þá sem vilja póstleggja kortin) eru geymdar vinstra megin við QSL skáp.
LABRE DX CONTEST. Keppnin hefst laugardag 19. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 20. júlí kl. 23.59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS(T) + 2 bókstafir fyrir fylki í Brasilíu. Skilaboð annarra: RS(T) + 2 bókstafir fyrir heimsálfu. http://www.labre.org.br/contest/en/regulamento/
YOTA CONTEST. Keppnin hefst laugardag 19. júlí kl. 10:00 og lýkur sama dag kl. 21:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur (m.v. 1. janúar 2025). ttps://yotacontest.mrasz.org
RSGB INTERNATIONAL LOW POWER CONTEST. Keppnin fer fram sunnudag 20. júlí kl. 09:00-12:00 og kl. 12:00-16:00. Keppt er á CW á 80, 40 og 20 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer + afl. https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2025/rqrp.shtml
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) 1.-11. júlí 2025.
Alls fengu 17 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrar.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 6 metrum. TF1EM FT8 á 6 og 17 metrum. TF1VHF CW á 6 metrum. TF2CT FT8 á 15, 17 og 20 metrum. TF2LL SSB á 20 metrum. TF2MSN FT8 á 17 og 30 metrum. TF3AK FT8 á 20 metrum. TF3IRA CW á 20 metrum. TF3JB FT8 á 6 metrum. TF3VE FT8 á 17 metrum. TF3VG FT8 á 40 metrum. TF3VS FT8 á 60 metrum. TF5B FT8 á 17 og 20 metrum. TF8KW FT8 á 6 og 20 metrum. TF/IT9RGU SSB á 20 metrum. TF/N1NUG SSB á 20 metrum. TF/OY1G CW á 20 metrum.
Félagsstöð ÍRA í Skeljanesi, TF3IRA var QRV á morsi á tímabilinu. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-07-11 14:53:322025-07-11 14:55:57VÍSBENDING UM VIRKNI.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 10. júlí frá kl. 20:00 til 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ í Skeljanesi á góðri stundu. Ljósmynd: TF3JON.
Keppnin stendur yfir laugardag 12. júlí frá kl. 12:00 til sunnudagds 13. júlí kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: IARU HQ kallmerki: RS(T) + aðildarfélag IARU. Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði. https://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship
SKCC WEEKEND SPRINTATHON. Keppnin stendur yfir laugardag 12. júlí frá kl. 12:00 til sunnudagds 13. júlí kl. 24:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./”none”. https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
Fyrir nokkru urðu menn varir við að búið var að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni gegnt bílastæðunum við Skeljanes.
Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss þegar ella hefði gefist tími, en föstudaginn 4. júlí mættu menn í Skeljanes og var rennt yfir bárujárnsveginn með málningarkústi.
Aðkoman að húsinu er nú allt önnur, samanber meðfylgjandi ljósmyndir. Þakkir til Flügger sem útvegaði málningu við góðu verði.
Þakkir einnig til fulltrúa annarra félagasamtaka sem deila með okkur húsnæði í Skeljanesi og mættu til að leggja hönd á plóg.
Stjórn ÍRA.
Langi bárujárnsveggurinn við Skeljanes fyrir breytingu.Bárujárnsveggurinn langi eftir yfirmálun 4. júlí.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-07-05 15:49:382025-07-05 15:49:39MÁLAÐ YFIR VEGGJAKROT.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 3. júlí.
Mikið var rætt um sumarleika félagsins sem hefjast föstudag 4. júlí kl. 18:00. Fram kom m.a. að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW mun virkja félagsstöðina TF3IRA í leikunum.
Ánægja er með nýja keppnisflokkinn í leikunum í ár, sem er fyrir þá sem taka þátt og nota handstöðvar á 2 metrum og 70 sentímetrum (og endurvörpum). Einnig eru menn mjög ánægðir með nýja leikjavefinn fyrir sumarleikana sem kominn er í loftið og þykir vel heppnaður; vefslóð: http://leikar.ira.is
Einnig var rætt um endurvarpana um landið sem Benedikt Guðnason, TF3TNT stendur fyrir rekstri á. M.a. kom fram, að fljótlega verður settur upp nýr Icom VHF endurvarpa fyrir TF5RPD sem er staðsettur í Vaðlaheiðinni, ásamt því að skipt verður um loftnet. Vonast er til að nýr búnaður nái góðri útbreiðslu.
Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS sýndi mönnum tvö ný mælitæki sem hann var að kaupa. Annars vegar NanoVna SAA-2N VNA Antenna Analyzer fyrir mest 3GHz og hins vegar PORT XV NSA SA5 Spectrum Analyzer fyrir mest 5 GHz. Bæði tæki eru kínversk og fengust við góðu verði til landsins.
Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A sem færði félaginu jarðbindibúnað og tvö kross Yagi lofnet (ný og ónotuð) frá M2 sem vinna á UHF. Einnig þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga kaffi og taka til meðlæti og til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.
Alls mættu 18 félagar og 1 gestur þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-07-04 00:51:322025-07-05 09:55:27OPIÐ VAR Í SKELJANESI 3. JÚLÍ.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar fimmtudaginn 3. júlí.
Mathías sagði, að nú væru 110 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Hann kvaðst vilja benda ár, að nýtt TF kallmerki fái ekki sérmerkt hólf fyrr heldur en kort byrja að berast. Eftir að samband er haft, megi gera ráð fyrir að fyrstu kortin taki að berast um bureau‘ið 6-18 mánuðum síðar.
Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum – að því gefnu að kort hafi borist daginn áður. En vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag og eru sendingar flokkaðar sama dag.
Þakkir til Mathíasar fyrir vel unnin störf.
Stjórn ÍRA.
.
Góðu dagsverki lokið. Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF-ÍRAQSL Bureau við QSL kassann í Skeljanesi.