TEN-TEN INTERNATIONAL SPRING, CW keppnin hefst á laugardag 6. maí kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 7. maí kl. 23:59. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 10 metrum. http://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules Skilaboð: 10-10 félagar: Nafn+10-10 númer+DXCC eining. Aðrir: Nafn+0+DXCC eining.
RCC CUP keppnin stendur yfir laugardaginn 6. maí frá kl. 03:00 til kl. 08:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 40, 15 og 10 metrum. http://rcccup.ru/ Skilaboð: RCC félagar: RS(T)+RCC númer. Aðrir: RS(T) og ITU svæði. (TF = ITU svæði 17).
ARI INTERATIONAL DX keppnin hefst á laugardag 6. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 7. maí kl. 11:59. Keppnin fer fram á SSB, CW og RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. https://www.ari.it/ Skilaboð: I = RS(T)+2 bókstafir fyrir hérað. Aðrir: RS(T)+raðnúmer.
JVC-KENWOOD TS-890S er 100W sambyggð sendi-/móttökustöð sem vinnur í tíðnisviðum radíóamatöra. Hún er QRV á SSB, CW, RTTY, AM, FM og PSK á 10-160 m. auk WARC (á 12, 17 og 30 m.), 60 m., 6 m. og 4 m. Hún hún kom fyrst á markað á árinu 2018.
Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 4. maí. Þá mætir Georg Magnússon, TF2LL í Skeljanes með erindið: Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni.
Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri útfærslu á “ Boom-to-mast “ er að geta haft loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu úr 26 metra hæð.
Loftnetið er af gerðinni OptiBeam OB17-4 sem er 17 elementa YAGI loftnet fyrir 10, 15, 20 og 40 metra böndin. Turnvagninn er smíðaður af þýska fyrirtækinu Kassbohrer fyrir þýska herinn og er af gerðinni BW-25. Georg notar Prosistel PST-71D rótor.
Georg mun skýra okkur frá í máli og myndum hvernig hann gekk frá þessu stóra loftneti á turnvagninn sem hann breytti úr færanlegum í kyrrstæðan, á túninu hjá sér uppi í Borgarfirði.
Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Vandaðar kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-30 19:32:092023-04-30 20:01:59TF2LL Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG
Í boði eru alls 19 mismunandi DXCC viðurkenningar, auk heiðursflokks. Þær skiptast eftirfarandi: (1) Tólf „DXCC Band Awards“: 160, 80, 40, 30, 20, 17, 15, 12, 10, 6 og 2 metra, auk 70 sentímetra. (2) Fimm „DXCC Mode Awards“: Mixed, Phone, CW, Digital og gervitungl. (3) „5-Band DXCC“. Og (4) „DXCC Challenge“. Að auki eru skráningar á heiðurslista, þ.e. #1 Honor Roll og Honor Roll.
Hægt er að sækja um 5 banda DXCC þegar safnast hafa staðfest 100 sambönd á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum (alls 500 sambönd). Samböndin þurfa öll að vera við núgildandi einingar. Hægt er að sækja um DXCC Challenge þegar safnast hafa staðfest sambönd við a.m.k. 1000 núgildandi (e. current) bandeiningar (e. band entities). Sambönd á öllum amatörbönd unum eru gild á 160-6 metrum (að undanskildum 60 metrum).
Einar Kjartansson, TF3EK mætti í Skeljanes fimmtudaginn 27. apríl með erindið: Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA.
Einar fór yfir tilurð SOTA (Summits On The Air) sem var stofnað 2. mars 2002 og er kerfi fyrir viðurkenningar sem hvetja til fjarskipta radíóamatöra í fjalllendi.
Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Verkefnið byggir á skrá yfir fjallatinda og á gagnagrunni á vefnum, þar sem menn skrá QSO frá, til og á milli tinda. Hér á landi eru 910 tindar skráðir sem skiptast niður á 7 landssvæði.
Samband er haft á milli þess sem fer á tind og þess sem er staðsettur annarsstaðar. Ef báðir eru á tindi telst sambandið vera svokallað „S2S QSO“ (e. sumit to summit). Gefin eru stig fyrir sambönd og fer fjöldi eftir landssvæði, hæð og árstíma. Þau eru skráð í gagnagrunn SOTA.
Í boði eru bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur. Einar er t.d. handhafi æðstu verðlauna SOTA „Mountain Goat“ sem er í boði fyrir þá sem hafa náð a.m.k. 1000 stigum. Sambærileg verðlaun eru í boði fyrir amatöra sem vinna frá heima QTH. Þau nefnast „Shack Sloth“.
Einar svaraði mörgum fyrirspurnum og fékk að lokum gott klapp. Umræður héldu þó áfram og sýndi Einar mönnum hluta af búnaði sínum sem hann notar, m.a. heimagerð loftnet og glertrefjastangir sem auðvelt er að reisa á fjöllum. Vefslóð á glærur: https://eik.klaki.net/tmp/sota2304.pdf
Sérstakar þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir afar fróðlegt, áhugavert og vel flutt erindi, sem veitti góða innsýn inn í þennan spennandi þátt áhugamálsins. Alls mættu 26 félagsmenn og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Einar sýndi margar áhugaverðar glærur um SOTA verkefnið.Vel var farið yfir reglur SOTA um sambönd.Einar lýsti einnig vel þeim búnaði sem hann notar, m.a. loftnetum.Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þórður Adolfsson TF3DT, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY og Einar Kjartansson TF3EK.Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Benedikt Guðnason TF3TNT, Guðjón Egilsson TF3WO (í stól með bak í myndavél) og Mathías Hagvaag TF3MH.Arto Liimatta OH2KW heimsótti okkur Skeljanes 27. apríl. Myndin var tekin í fjarskiptaberbergi TF3IRA þaðan sem hann hafði nokkur sambönd á morsi, m.a. heim til Finnlands. Arto var hér á landi í stuttri heimsókn ásamt XYL, en þau eru búsett í bænum Lepsämä í Suður-Finnlandi, sem er u.þ.b. 30 km norðnorðvestur frá Helsinki. Arto hefur verið leyfishafi frá árinu 1979 og er einkum QRV á CW, RTTY og stafrænum teg. útgeislunar. Ljósmyndir: TF3JB og TF3PW.
UK/EI DX keppnin hefst á laugardag 29. apríl kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 30. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 40, 15 og 10 metrum. https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php
Skilaboð: UK/EI: RST+raðnúmer+kóði (e. district code). Aðrir: RST+raðnúmer.
Skilaboð: HB: RS(T)+2 bókstafir fyrir sýslu (e. Canton). Aðrir: RS(T)+raðnúmer.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Yaesu FTdx101MP er 200W sambyggð sendi-/móttökustöð sem vinnur í tíðnisviðum radíóamatöra. Hún er QRV á SSB, CW, RTTY, AM, FM og PSK á 10-160 m. auk WARC (á 12, 17 og 30 m.), 60 m., 6 m. og 4 m. Hún var fyrst kynnt á sýningunni í Dayton í Bandaríkjunum vorið 2018.
Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 27. apríl. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK í Skeljanes með erindið: „Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA“.
SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Það snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir 910.
Einar mun kynna SOTA verkefnið, fjalla um búnað sem heppilegur er að taka með á fjöll og segja frá eigin reynslu og aðferðum. Hann mun m.a. sýna hluta búnaðarins á staðnum.
Einar er okkar reyndasti maður í SOTA og náði t.d. 1000 stigum í verkefninu þegar á árinu 2020; árangur sem byggði á virkjun 186 íslenskra fjallatinda. Hann er eini íslenski leyfishafinn sem er handhafi „Mountain Goat Trophy“ verðlaunanna. Alls hafa um 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-23 14:28:232023-04-23 14:42:09TF3EK Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG
Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW: Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frálaugardaginn 22. apríl, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.
Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Fyrri tilkynning þessa efnis var sett á netið 17. apríl.
Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Stjórn ÍRA.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW í keppni frá TF3W í Skeljanesi. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 14.-20. apríl 2023.
Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 12, 15, 17, 20, 40, 60 og 80 metrar.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 12 metrum. TF1CB SSB á 20 metrum. TF1EIN FT8 á 17 og 60 metrum. TF1EM FT8 á 17 metrum. TF2MSN FT4, FT8 og RTTY á 12, 15, 30, 60 og 80 metrum. TF3DC FT4 á 20 metrum. TF3JB FT4 á 20 metrum. TF3MH FT8 á 12 metrum. TF3PPN FT4 Á 15 metrum. TF3SG CW á 17 metrum. TF3VE FT4 og FT8 á 15, 30 og 60 metrum. TF3VP SSB á 20 metrum. TF3WARD SSB á 20 metrum. TF3XO SSB á 20 metrum. TF5B FT8 á 12, 17, 20 og 30 metrum. TF8KY SSB á 15 metrum. TF8YY SSB Á 20 metrum.
Jakob Ingi Jakobsson TF1CB í Stykkishólmi var virkur vikuna 14.-20. apríl.Myndin er af glæsilegu HEX6B 6 banda Hexbeam loftneti hans frá Eantenna. Ljósmynd: TF1CB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-21 10:43:182023-04-21 13:40:57VÍSBENDING UM VIRKNI
Úrslit liggja fyrir. Þetta var hörð barátta og „geggjuð“ Páskahelgi. Það voru 23 stöðvar sem léku með. Takk fyrir þátttökuna allir. Góðar stundir með skemmtilegum hópi virkra radíóamatöra.
TF2MSN er “QSO kóngur” leikanna 2023. Hann heldur titlinum sem fyrr!