Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

TF3MH, QSL stjóri, verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes.

SCRY/RTTYOps WW RTTY CONTEST
Keppnin er í tveimur hlutum:
Fyrri: Föstudag 23. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 12:00 laugardag 24. ágúst.
Síðari: Laugardag 24. ágúst frá kl. 12:00 til kl. 23:59 sunnudag 25. ágúst.
Keppnin fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + 4 tölustafir fyrir ár sem þátttakandi fékk fyrst leyfisbréf.
https://rttyops.com/index.php/contests/cq-rttyops-ww-scry-rtty/cq-rttyops-ww-scry2-rtty-rules

HAVAII QSO PART
Keppnin stendur yfir laugardag 24. ágúst frá kl. 04:00 til mánudags 26. ágúst kl. 04:00.
Keppnin fer fram á CW, PHONE og DIGITAL.
Skilaboð stöðva á Hawaii: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. district).
Skilaboð stöðva í W/VE: RS(T) + 2 bókstafir fyrir ríki í USA eða fylki í Kanada (e. State/Province).
Skilaboð annarra: RS(T).
http://www.hawaiiqsoparty.org/

ALARA CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 24. ágúst frá kl. 06:00 til sunnudags 25. ágúst kl. 05:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð ALARA félaga: RS(T) + nafn.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer + nafn + 2 bókstafir fyrir YL/OM/CL (CL = klúbbstöð).
https://www.alara.org.au/contests

YO DX HF CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 24. ágúst frá kl. 12:00 til sunnudags 25. ágúst kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð YO stöðva: RS(T) + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.yodx.ro/

U.S. ISLANDS QSO PARTY
Keppnin stendur yfir laugardag 24. ágúst frá kl. 03:00 til sunnudags 25. ágúst kl. 03:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB og DIGITAL á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð stöðva á eyjunum: RS(T) + USI/CISA kóði (sjá sérákvæði fyrir DIGI QSO í reglum).
Skilaboð annarra: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining (sér sérákvæði fyrir DIGI QSO í reglum).
http://usislands.org/qso-party-rules/

WORLD WIDE DIGI DX CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 24. ágúst frá kl. 12 til sunnudags 25. ágúst kl. 12:00.
Keppnin fer fram á FT4/8 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://ww-digi.com

CVA DX CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 24. ágúst frá kl. 18:00 til sunnudags 25. ágúst kl. 21:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS + 2 bókstafir fyrir hérað (e. state).
Skilaboð annarra: RS + 2 bókstafir fyrir meginland (e. continent).
Skilaboð klúbbstöðva sem tengjast her Brasilíu: RS + bókstafirnir MIL.
https://cvadx.org/

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W í hluta WAE CW keppninnar 2024. Alls voru höfð 495 sambönd sem gaf 95.448 heildarpunkta. Ljósmynd: TF3JON.

ARRL International DX CW keppnin fór fram 17.-18. febrúar s.l. Meðal þátttakenda var félagsstöðin TF3W. Þeir sem virkjuðu stöðina voru Alex M. Senchurov, TF/UT4EK og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Niðurstöður hafa nú borist frá keppnisstjórn ARRL og varð TF3W í 3. sæti í Evrópu og í 7. sæti yfir heiminn í keppnisflokknum „Multioperator, Single transmitter, Low power“. Alls voru höfð 1.539 sambönd á 5 böndum. Viðvera: 33 klst. og heildarfjöldi punkta: 975.480. Þakkir til Alex og Sæmundar fyrir þátttökuna og hamingjuóskir með árangurinn.

Alls var skilað inn dagbókum fyrir eftirfarandi 6 TF kallmerki í keppninni: TF2R, TF3DC, TF3EO, TF3SG, TF3VS og TF3W.

Hamingjuóskir til allra!

Stjórn ÍRA.

.

Sæmundur Þorsteinsson TF3UA og Alex M. Senchurov TF/UT4EK virkjuðu TF3W í ARRL International DX CW keppninni 2024. Ljósmynd: TF3JB.

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin helgina 17.-18. ágúst. Vefslóð viðburðarins er þessi: https://illw.net/index.php/entrants-list-2024

Þetta er 27. árið sem viðburðurinn verður haldinn. Skráð þátttaka er þegar frá um 400 vitum og vitaskipum í 50 þjóðlöndum, þ.á.m. frá öllum Norðurlöndunum.

Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð og er miðað við, að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardegi. Enginn íslenskur viti hefur verið skráður í ár.

Stjórn ÍRA.

.

Knarrarósviti er sá viti sem oftast hefur verið virkjaður af radíóamatörum hér á landi á Vita- og vitaskipahelgi. Hann stendur austan við Stokkseyri.

Það er vaskur hópur félagsmanna sem stendur að baki uppsetningu og annast rekstur og viðhald viðtækja yfir netið. Þeir leggja metnað í að halda þeim gangandi – svo ekki sé talað um tíma og fjármuni. Þetta eru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (Reykjavík), Georg Kulp TF3GZ (Reykjavík), Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði), Karl Georg Karlsson TF3CZ (Reykjavík) og Kristján J. Gunnarsson, TF4WD á Sauðárkróki. Um er að ræða eftirtalin viðtæki með vefslóð:

KiwiSDR HF viðtæki á Vogastapa: http://stapi.utvarp.com/

KiwiSDR HF viðtæki í Örlygshöfn: http://157.157.21.239:8073/?fbclid=IwAR0-7EnfZYgTziIZ-TgPeF0Jm1YmRl_shb9NSpMTdz6_b5DeoSIWNPPxbTk

KiwiSDR HF viðtæki á Sauðárkróki: http://krokur.utvarp.com/

KiwiSDR VHF viðtæki í Reykjavík: http://vhf.utvarp.com/

Airspy R2 SDR VHF viðtæki í Reykjavík: http://perlan.utvarp.com/

ÍRA metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

.

SARTG WW RTTY CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 17. ágúst og sunnudag 18. ágúst og er í 3 hlutum.
(a) Laugardag kl. 00:00-08:00; (b) laugardag kl. 16:00-24:00; (c) sunnudag kl. 08:00-16:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.sartg.com/contest/wwrules.htm

KEYMAN‘S CLUB OF JAPAN CW CONTEST
Keppnin hefst laugardag 17. ágúst kl. 12:00 og lýkur sunnudag 18. ágúst kl. 12:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð JA: RST + 2 bókstafir fyrir hérað (Prefecture/district code).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://kcj-cw.com/contest/rule/2024_45_kcj_dx_.pdf

NORTH AMERICAN QSO PARTY, SSB
Keppnin hefst laugardag 17. ágúst kl. 18:00 og lýkur sunnudag 18. ágúst kl. 05:59.
Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í NA: RS + Nafn + QTH (ríki í Bandaríkjunum, fylki í Kanada, DXCC eining).
Skilaboð annarra: RS + nafn.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

CVA DX CONTEST, CW
Keppnin hefst laugardag 17. ágúst kl. 18:00 og lýkur sunnudag 18. ágúst kl. 21:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Brasilíu: RST + 2 stafir fyrir hérað (e. state).
Skilaboð annarra: RST + 2 bókstafir fyrir meginland (e. continent).
Skilaboð klúbbstöðva sem tengjast her Brasilíu: RST + bókstafirnir MIL.
https://cvadx.org

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA

Mynd af Elínu Sigurðardóttur TF2EQ þegar hún virkjaði TF3YOTA frá Skeljanesi í 2. hluta YOTA keppninnar 2024 sem fram fór 20. júlí s.l. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Fjarskiptaborð TF3IRA í Skeljanesi. Myndin var tekin þegar stöðin var sett í loftið í TF útileikunum 2024 sem fram fóru um verslunarmanahelgina 3.-5. ágúst.

Laugardaginn 10. ágúst heimsóttu þau Fan Yechen BI1NGN, eiginkona hans og vinur þeirra hjóna félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Þau eru búsett í Beijing í Kína og voru hér á landi í stuttri heimsókn sem ferðamenn.

Eftir því sem best er vitað, er Fan fyrsti kínverski radíóamatörinn sem heimsækir ÍRA og fær úthlutað kallmerki frá Fjarskiptastofnun; BI1NGN/TF.

Eftirtaldir félagar tóku á móti gestunum: Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA; Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA; Sigurður R. Jakobsson, TF3CW; Jón Svavarsson, TF3JON og Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA QSL Bureau.

Fan, BI1NGN hefur verið leyfishafi í fimm ár og er mjög áhugasamur um amatör radíó. Hann sagði að radíóamatörum hafi fjölgað mikið í Kína undanfarin ár. Hann nefndi að klúbburinn hans í Peking telji rúmlega 200 manns og eru þau með aðild að landsfélagi radíóamatöra í Kína, „Chinese Radio Sports And Orienteering Association (CRSAOA)“.

Klúbbfélagar hafa húsnæði þar sem þau hittast og bjóða m.a. upp á námskeið, en þar er ekki aðstaða til að setja upp loftnet. Þess í stað hittast félagarnir um helgar og fara þá á mismunandi staði með sendibúnað og loftnet og setja upp og virkja kallmerki klúbbsins. Hann sagði að það væri mjög vinsælt, en þau eru með klúbbstöð sem hefur kallmerkið BY1TL. Hann segir að þau séu rúmlega 200 í klúbbnum.

Hann var mjög hrifinn af fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi en ekki gafst tími til að fara í loftið. Fan nefndi að lokum að þau væru yfir sig hrifinn af fegurð náttúru Íslands og jákvæðu viðmóti landsmanna.

Þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Fan BI1NGN afhendir Jónasi TF3JB formanni ÍRA fána Tianlong Radio Club í Beijing.
Skipst á QSL kortum. Fan fékk afhent QSL kort TF3IRA og TF3JB og Jónas fékk afhent QSL kort BI1NGN og BY1TL. Derhúfan sem JB setti upp var sérstök gjöf en hún er merkt Tianlong klúbbnum í Beijing.
Rætt um amatörmálefni. Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Svavarsson TF3JON, Andrés Þórarinsson TF1AM og Fan Yechen BI1NGN.
Fan BI1NGN og XYL í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ settu upp fyrr í sumar svokallaðan „HT“ hugbúnað í tengslum við 2 metra bandið.

Hugbúnaðurinn gefur félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – en hafa aðgang að netinu – aðgang í gegnum TF3RPB (QRG 145.650 MHz) endurvarpann í Bláfjöllum með því að sækja forrit á heimasíðu HT:
ttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.benshikj.ht&hl=en_US

Á heimasíðunni er í boði frítt „HT DWP“ „app“ til að tengjast Bláfjöllum yfir netið – t.d. í gegnum heimilistölvu eða GSM síma. Félagsmenn um allt land geta þannig fengið afnot af 2 metra bandinu. Notaður er UHF hlekkur í Bláfjöllum (QRG 439.975).

Eins og er fara fjarskiptin fram í gegnum búnað á heimili Georgs Kulp, TF3GZ í Reykjavík en fyrirhugað er að flytja búnaðurinn á endanlegt QTH innan tíðar. Það er félagssjóður ÍRA sem kostar verkefnið, samkvæmt samþykkt á fundi stjórnar ÍRA þan 19. október (2023).

Sérstakar þakkir til þeirra Ara og Georgs fyrir aðkomu þeirra að þessu mikilvæga verkefni.

Þakkir einnig til félagsmanna sem hafa lagt til búnað til verkefnisins: TF1EIN aflgjafa; TF3GZ Diamond loftnet og TF3JB Samsung GSM síma.

Vegna fjölda fyrirspurna eru þessar upplýsingar endurteknar, en þær voru fyrst settar á heimasíðu ÍRA og FB síður 31. maí s.l.

Stjórn ÍRA.

VGC VR-N7500 VHF/UHF stöð sem félagssjóður ÍRA festi kaup á til verkefnisins.

.

Næsta námskeið ÍRA til undirbúnings fyrir amatörpróf verður haldið 16. september til 29. október í Háskólanum í Reykjavík, enda náist lágmarksfjöldi þátttakenda.

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er stefnt að því að enda með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 2. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Námskeiðsgjald er 24.500 krónur.

Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ 
Tekið verður á móti þátttökugjöldum frá og með 2. september n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið ira@ira.is

Upplýsingar um skipulag, náms- og kynningarefni verða birtar á þessum vettvangi fljótlega.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr prófi Fjaskiptastofu til amatörleyfis sem haldið var 11. nóvembe s.l. i Háskólanum í Reykjavík.