Á morgun, fimmtudag 11. maí verður námskeiðið: Fyrstu skrefin í boði í Skeljanesi kl. 17:00-19:00. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir.

“Fyrstu skrefin” eru hugsuð jafnt fyrir nýja sem eldri leyfishafa sem óska eftir tilsögn/leiðbeiningum um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Í boði eru einkatímar með reyndum leyfishafa sem kynnir grundvallaratriði og hefðir.

Markmiðið er að leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Rætt er um áhugamálið og spurningum svarað og að því búnu farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Námskeiðið er einnig hugsað fyrir þá sem t.d. vilja komast í loftið á FT8, RTTY o.fl. en vantar e.t.v. leiðbeiningar. Tímasetning og yfirferð er samkvæmt samráði – en ef þörf er á að menn hittist aftur, er það í boði.

Skráning hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is

Stjórn ÍRA.

Áður kynnt erindi Valgeirs Péturssonar, TF3VP: „Samsetning á HF transistormagnara“ sem halda átti fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30 frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

NÝ DAGSETNING: Fimmtudagur 1. júní kl. 20:30.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Félagsaðstaðan verður opin á fimmtudag 11. maí frá kl. 20:00.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Vandaðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 11 maí kl. 20:30.

Þá mætir Valgeir Pétursson, TF3VP í Skeljanes með erindið: Samsetning á HF transistormagnara.

Valgeir hefur verið að smíða RF magnara fyrir HF tíðnir með transistorútgangi og ætlar að segja okkur frá þessu ferli í máli og myndum. Hann kemur með smíðagripinn með sér á staðinn.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Valgeirs. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr fjarskiptaherberginu heima á Kjalarnesi. Ljósmynd: TF3VP.

VOLTA WORLD WIDE RTTY keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 12:00. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
http://www.contestvolta.com/rules.pdf
Skilaboð: RST+raðnúmer+CQ svæði.

CQ-M INTERNATIONAL INTERNATIONAL DX keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 12:00. Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 40, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T)+raðnúmer.

SKCC WEEKEND SPRINTATHON keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 23:59. Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. http://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/
Skilaboð: RST+(Ríki í USA eða fylki í Kanada eða DXCC eining)+Nafn+(SKCC númer eða „none“ ef ekki SKCC félagi).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Yaesu FT-1000MP Mark V Field 100W SSB/CW sendi-/móttökustöðinni sem vinnur á 160-10+WARC böndunum. Hún var framleidd á árinum 2002-2005 og var síðasta gerðin í FT-1000 línunni (sem fyrst kom á markað árið 2000). Fyrri gerðir voru FT-1000D, FT-1000MP og FT-1000MP Mark V. FT-1000 stöðvarnar hafa allt frá upphafi verið mikið notaðar af radíóamatörum sem taka þátt í alþjóðlegum keppnum.
Jón Björnsson TF3PW tæknistjóri og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS uppboðshaldari. Nær í mynd: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Kristján Benediktsson TF3KB.

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 fór fram 7. maí í Skeljanesi og var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Suðurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.

Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar fór fram uppboð samtímis á staðnum og yfir netið. Alls voru boðin upp 29 númer og seldust 25. Margir gerðu reyfarakaup og fóru viðskipti einnig fram fyrir og eftir uppboðið.

Seldar voru m.a. HF sendi-/móttökustöðvar frá Kenwood og Yaesu, auk Yaesu „All mode“ V/UHF heimastöðvar og Icom „All mode“ 50 MHz heimastöðvar. Ennfremur mælitæki og loftnet fyrir heimahús á VHF/UHF og HF, þ.m.t. magnetísk lúppa (fyrir 3-15MHz). Einnig Hamstick og Hustler bílloftnet fyrir 80M, 60M og sambyggð bílnet fyrir 80-4M frá Wilson. Og heyrnartól, netbeinar, öryggismyndavélar og samstæðir hátalarar.

Alls tóku 40 manns þátt í viðburðinum, 31 þátttakandi var á staðnum og 9 tengdir yfir netið.

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Jóns Björnssonar, TF3PW tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS býður upp “magnitísku lúppuna” fyrir 3-15 MHz (þrífóturinn fylgdi).
Yaesu FT-101Z 100W HF stöð, FV-101Z og SP 901. National NCL-2000 RF magnari fyrir 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndin. Þar ofaná: Motorola UHF bílstöð, 100W. Harris RF 302R stjórnkassi fyrir 200W aðlögunarrásina (sjá kassan undir borðinu). Kenwood TS-120V 10W HF stöð ásamt Shure 450 Series II borðhljóðnema og aflgjafa. Fyrir framan stöðina: 5 RF VHF/UHF deyfiliðir í trékassa. Icom IC-551 50 MHz “All mode” stöð. Yaesu FT-726R 10W “all mode” stöð á 2M/6M/70CM. Á bak við Kenwood stöðina er Yaesu FT-900 100W HF stöð (sem sést ekki á myndinni).
Myndir sýnir inn í Harris RF 302R 200W loftnetsaðlögunarrásina.
Sýnishorn af radíódóti í eigu félagsins sem var gefins á flóamarkaðnum.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A var með gott úrval af loftnetum til sölu við hagstæðu verði. Á mynd: Svanur Hjálmarsson TF3AB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Þröstur Ingi Antonsson TF8-019. Fjær: Andrés Þórarinsson TF1AM og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Höskuldur Elíasson TF3RF, Mathías Hagvaag TF3MH, Ágúst Sigurðsson TF3AU, Bernhard M. Svavarsson TF3BS og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Jón Björnsson TF3PW og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Daggeir Pálsson TF7DHP, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF3JB.

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17.

Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Félagsmenn geta fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð:  https://meet.google.com/wzr-rwwe-uud   Notað verður forritið „Google Meet“.

Eftirfarandi skilaboð hafa borist:

Ég hef áhuga á að selja á flóamarkaðnum fyrir hönd dánarbús leyfishafa:
Kenwood TS-120V, 10W HF stöð.  Sendir út á böndum 80m, 40m, 20m og 10m (28, 28.5, 29 og 29.5).

Stöðin virkar fínt, seljandi TF8KY hafði sambönd við TF4WD (Sauðakrókur 80m, LSB), Rússland (RW1F) 20m USB, Finnland (OG66X) 20m USB, Frakkland (F4IVV) 20m USB, Búlgaríu (LZ2YO) 20m USB, Lettland (YL8M) 20m USB og Ítalíu (IZ6BXV/QRP) 20m USB í gærkvöldi 06.05.2023.

Stöðinni fylgir borðhljóðnemi, SHURE Brothers INC Model #450, Amerískur hljóðnemi.  Einnig fylgir 15A switched mode PSU.  Pakki tilbúinn í loftið, ( just add antenna ;-) ) Lágmarksboð 20þ í allan pakkann.

Einnig til sölu deyfiliðasett í viðaröskju. Ætlaðir til að setja inn í kóax fæðilínu.  5 stk. deyfiliðir N-tengi male -> female. Merkingar:

1. 20: væntanlega 20dB deyfing
2. 10: væntanlega 10dB deyfing
3. 3D: væntanlega 3dB deyfing
4. 3D: væntanlega 3dB deyfing
5. 3D: væntanlega 3dB deyfing

Hægt að nota þá staka eða tengja í seríu. Lágmarksboð 5þ.  Seljast allir saman.(aflþol ekki vitað). Kveðja, Keli, TF8KY.

Upplýsingunum hér með komið á framfæri.

Stjórn ÍRA.

Mynd frá flóamarkaðnum í fyrra (2022).

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17.

Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS stjórnar uppboðinu.

Félagsmenn geta fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð:  https://meet.google.com/wzr-rwwe-uud   Notað verður forritið „Google Meet“. Jón Björnsson, TF3PW tæknistjóri mun opna á streymið skömmu fyrir kl. 14:00. Hringja má í 898-0559 (TF3JB) ef menn hafa spurningar.

Verið velkomin í Skeljanes – á staðinn og yfir netið!

Stjórn ÍRA.

Mynd frá flóamarkaðnum í fyrra (2022). Vilhjálmur í. Sigurjónsson TF3VS uppboðshaldari og Hinrik Vilhjálmsson TF3VH tæknistjóri. Framar á mynd: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY. Myndir: TF3JB.
Mynd frá flóamarkaði ÍRA 9. október 2022. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 lítur yfir tæki og búnað rétt fyrir opnun.

.

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17.

Markaðurinn er fyrir tæki og búnað sem félagsmenn stilla upp á borð í fundarsalnum – ýmist til sölu (eða gefins). Í boði er að það sem ekki hefur selst á fyrsta klukkutímanum verði sett á uppboð kl. 14. Valkvætt er hvort menn setja lágmarksverð á hlutina.

Stefnt er að því að streyma frá viðburðinum yfir netið (eins og gert var í fyrra) en það verður staðfest á morgun, laugardag (6. maí) á þessum vettvangi.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Húsið verður opnað kl. 13:00 á sunnudag.

Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri tæki/búnað með því að senda upplýsingar ira@ira.is Listi verður síðan birtur á þessum vettvangi á morgun laugardag (6. maí).

Stjórn ÍRA.

.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS hefur verið uppboðshaldari á flóamörkuðum ÍRA frá árinu 2010. Ljósmynd: TF3JON.
Georg Magnússon TF2LL byrjaði erindið stundvíslega kl. 20:30.

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes fimmtudaginn 4. maí og flutti erindið „Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni“.

Hann skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig hann gekk frá stóru stefnuvirku loftneti á turnvagn sem hann breytti úr færanlegum í  kyrrstæðan, á túninu hjá sér uppi í Borgarfirði. Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri útfærslu á “Boom-to-mast “ var að geta haft loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu úr 25 metra hæð.

Loftnetið er af gerðinni OptiBeam OB17-4 sem er 17 elementa YAGI loftnet fyrir 10, 15, 20 og 40 metra böndin. Turnvagninn er af gerðinni Kassbohrer BW-25 og hann notar Prosistel PST-71D rótor.

Georg svaraði spurningum greiðlega og fékk að lokum verðskuldað klapp og þakkir viðstaddra. Menn ræddu síðan málin yfir kaffi fram undir kl. 22:30.

Sérstakar þakkir til Georgs Magnússonar, TF2LL fyrir afar fróðlegt, áhugavert og vel flutt erindi, sem veitti góða innsýn inn í þennan spennandi þátt áhugamálsins. Alls mættu 24 félagsmenn og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í léttri úrkomu í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Georg skýrði vel tilurð verkefnisins, sem var að geta haft Yagi loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu.
Georg skýrði vel hina mismunandi verkþætti og sýndi margar glærur með ljósmyndum og texta.
Viðstaddir höfðu margar spurningar sem Georg svaraði greiðlega. Umræður héldu síðan áfram yfir kaffinu.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Ársæll Óskarsson TF3AO, Einar Kjartansson TF3EK, Mathías Hagvaag TF3MH, Andrés Þórarinsson TF1AM, Benedikt Sveinsson TF3T og Georg Magnússon TF2LL.
Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Heimir Konráðsson TF1EIN og Georg Kulp TF3GZ.
Andrés Þórarinsson TF1AM, Reynir Smári Atlason TF3CQ og Ársæll Óskarsson TF3AO.
Nemendur úr Háskólanum í Reykjavík voru sérstakir gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld. Þau fengu kynningarefni um amatör radíó og ÍRA afhent, auk þess sem Benedikt Sveinsson TF3T svaraði tæknilegum spurningum þeirra um verkefni sem þau eru að vinna að í HR undir stjórn Joseph Foley, TF3ZR sem er lektor við verkfræðideild skólans. Ljósmyndir: TF3JB.

CQ World Wide DX CW keppnin 2022 fór fram 26. og 27. nóvember s.l. Keppnisgögn fyrir 8 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log).

Lokaniðurstöður liggja fyrir frá keppnisnefnd. Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir TF kallmerki, m.a. í hverjum keppnisflokki, yfir Evrópu og yfir heiminn. Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2023.

EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Nr. 18 í EU; nr. 72 yfir H.
(1,870,281 heildarpunktar, 2,366 QSO, 103 CQ svæði, 338 DXCC ein., 41.1 klst.).

EINM.FLOKKUR, AÐSTOÐ, ÖLL BÖND, HÁAFL.
Andrés Þórarinsson, TF1AM. Nr. 195 í EU; nr. 533 yfir H.
(486,470 heildarpunktar, 923 QSO, 77 CQ svæði, 253 DXCC ein., 32.3 klst.)

EINM.FLOKKUR, AÐSTOÐ, ÖLL BÖND, LÁGAFL.
Óskar Sverrisson, TF3DC. Nr. 143 í EU; nr. 260 yfir H.
(283,338 heildarpunktar, 524 QSO, 63 CQ svæði, 234 DXCC ein., 20.1 klst.).

Egill Ibsen, TF3EO. Nr. 177 í EU; nr. 317 yfir H.
(220,572 heildarpunktar, 685 QSO, 47 CQ svæði, 151 DXCC ein., 26.3 klst.).

EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson,TF3VS. Nr. 164 í EU; nr. 318 yfir H.
(150,348 heildarpunktar, 501 QSO, 37 CQ svæði, 150 DXCC ein., 25.4 klst.).

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY. Nr. 572 í EU; nr. 1089 yfir H.
(8,413 heildarpunktar, 99 QSO, 13 CQ svæði, 34 DXCC einingar, 6.4 klst.).

EINM.FLOKKUR, AÐSTOÐ, 10 METRAR, HÁAFL.
Yngvi Harðarson, TF3Y. Nr. 60 í Evrópu; 102 yfir H.
(27,825 heildarpunktar, 317 QSO, 15 CQ svæði, 60 DXCC ein., 3.1 klst.).

VIÐMIÐUNARDAGBÓK.
Jónas Bjarnason, TF3JB.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://cqww.com/scorescw.htm

Guðmundur Sveinsson, TF3SG var með bestan árangur TF stöðva í keppninni. Ljósmynd: TF3T.