,

ENDURBÆTT LOFTNET Á BÚRA

Þeir sem lögðu á fjallið Búrfell 28. júní: Valdimar Óskar Jónasson TF1LT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmynd: TF1LT.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Valdimar Óskar Jónasson TF1LT lögðu á fjallið Búrfell á Suðurlandi eftir hádegið í dag, 28. júní. Verkefni dagsins var að skipta út loftnet við endurvarpa ÍRA, Búra; QRG: 145.700 MHz, RX -600 kHz, tónstýring 88,5 Hz.

Verkefnið gekk vel og eru nú notaðir tveir tvípólar í stað eins áður. Nýja loftnetið var gjöf til félagsins frá dánarbúi TF3JA. Fæðilínan reyndist í lagi sem og annar búnaður við endurvarpann.

Nýju loftnetunum er nú stefnt til að gefa mest merki í áttina til Reykjavíkur, en eldra netið hafði áður gefið best merki í norðaustur. Prófanir sýna, að styrkleiki merkisins frá Búra er betri með nýja loftnetinu, á að giska 15-20%.

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi, Georg og Valdimar Óskari fyrir dýrmætt framlag til að bæta sambandið á endurvarpanum sem bætir fjarskiptaöryggi á 2 metra bandinu. 

Stjórn ÍRA.

Eldra loftnetið. Ljósmynd: TF3GZ.
Nýja loftnetið. Ljósmynd: TF3GZ.
Aðstaðan á fjallinu Búrfelli þar sem endurvarpi ÍRA er staðsettur. Valdimar Óskar TF1LT lagði til þessa glæsilegu fjallabifreið í ferðina. Ljósmynd: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =