Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 21. mars. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz SSB og á 7 MHz CW.

Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum, en undanfarna mánuði hafa verið hagstæð DX skilyrði á HF, enda er sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 spáð síðar á þessu ári (2024).

Rætt var um CQ WW WPX SSB keppnina sem fram fer í lok mánaðarins, en stefnt er að þátttöku frá félagsstöðinni TF3W í fleirmenningsflokki. Einnig var rætt um Páskaleika ÍRA sem í ár fara fram helgina 3.-5. maí n.k.

Sérstakur gestur kvöldsins var Einar Sverrir Sandoz, TF3ES sem stóðst próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis s.l. laugardag. Hann er þegar búinn að afla sér Icom IC-7300 HF stöðvar, mAT-40 loftnetsaðlögunarrásar frá Mat-Tuner og stangarloftnets. Við óskum Einari til hamingju með kallmerkið og bjóðum hann velkominn í loftið.

Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Einar Kjartansson TF3EK, Benedikt Sveinsson TF3T, Andrés Þórarinsson TF1AM, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Jón Björnsson TF3PW.
Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Einar Kjartansson TF3EK, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Jón Björnsson TF3PW.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Alex M. Senchurov TF/UT4EK (bak í myndavél), Benedikt Sveinsson TF3T og Einar Sverrir Sandoz TF3ES.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3MH og Björgvin Víglundsson TF3BOI í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Töluvert barst af radíódóti 21. mars. M.a. frá Sigurði Harðarsyni TF3WS og Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni TF3VS. M.a. mælitæki, VHF talstöðvar o.m.f. Ljósmyndir: TF1AM og TF3JB.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Reykjavík 16. mars s.l.

Eftirtaldir nýir leyfishafar hafa sótt um og verið úthlutað kallmerkjum:

Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík, TF3ES.
Hákon Örn Árnason, Reykjavík, TF3HOA.

Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!

Stjórn ÍRA.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Þar sem um var að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf var ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins.

Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Í raffræði og radíótækni náðu 2 fullnægjandi árangri, einn til N-leyfis og einn til G-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náði einn til viðbótar fullnægjandi árangri til G-leyfis en einn aðili hafði áður náð fullnægjandi árangri í reglum og viðskiptum til G-leyfis.

Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda. Eftirfarandi eru nýir leyfishafar:

Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík – N-leyfi.
Hákon Örn Árnason, Reykjavík – G-leyfi.

Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!

Stjórn ÍRA.

.

Mynd frá prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 16. mars 2024. Átta ára daman fremst á myndinni fylgdi pabba sínum í prófið og dundaði sér við lestur og tölvuleiki meðan á prófinu stóð. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 21. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA er til húsa í Skeljanesi í Reykjavík.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. mars 2024. Alls fengu 18 kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og 160 metrar, auk sambanda um gervitunglið QO-100.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A                      FT8 á 60m. og SSB um QO-100 gervitunglið.
TF1EIN                  FT8 á 17 og 20 m.
TF2CT                    FT4 á 20 m.
TF2MSN               FT8 á 10, 12, 30, 40 og 80 m.
TF3AO                  RTTY á 10, 15 og 20 m.
TF3DC                   CW á 17 m.
TF3EK                    FT8 á 10 m.
TF3EO                   CW á 10, 12, 15 og 40 m.
TF3LB                    FT4 og FT8 á 10 og 12m.
TF3PKN                FT8 á 10 og 12 m. og FM á 10m.
TF3PPN                FT4 á 15 m. og RTTY á 10 og 15 m.
TF3SG                   CW á 17, 30, 40 og 160 m.
TF3VE                   FT8 á 60 m.
TF3XO                   SSB á 20m.
TF4ZQ                   FT8 á 17 m. og SSB á 40 m.
TF5B                      FT8 á 10, 12, 15 og 30 m.
TF6MK                  FT8 á 17 og 20 m.
TF8SM                  FT4 á 10 m. og FT8 á 12 m.

.

Pier Albert Kaspersma TF3PKN var virkur á HF vikuna 11.-17. mars. Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu hans heima í Hafnarfirði. Ljósmynd: TF3PKN.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 17. mars 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G (færist upp um tvö sæti), TF3JB, TF3MH (færist upp um eitt sæti) og TF3SG (færist upp um 1 sæti). Samtals er um að ræða 30 uppfærslur.

Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með nýja skráningu í RTTY/DIGITAL flokki. Þetta er 5. DXCC viðurkenning Gísla.

Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 16. mars.

Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku.

Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda.

Sérstakar þakkir til Prófnefndar ÍRA og til Fjarskiptastofu.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 16. mars 2024. Ljósmynd: TF3JB.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 16. mars n.k. samkvæmt eftirfarandi:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.
14:30 – Prófsýning.

Prófið er skv. 5. gr. í reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004. Prófið er í 30 liðum og gilda allir jafnt. Próftími er 2 klst. Nota má blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem ekki getur geymt gögn, önnur hjálpargögn eru ekki leyfð.

Prófið er öllum opið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þá aðila sem staðfest hafa þátttöku, en möguleiki er að bæta próftökum við hafi einhver misst af skráningu fyrir lokafrest.

Með ósk um gott gengi.

Prófnefnd ÍRA.

Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 16 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 228 blaðsíður að stærð.

Vefslóð á skýrsluna: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/03/loka-Arsskyrsla-IRA-2024-12.3.2024.pdf

Fundargerð, ljósmyndir og önnur aðalfundargögn verða til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út 21. apríl n.k.

Stjórn ÍRA.

.

Gögn sem voru lögð fram í aðalfundarmöppu 10. mars: (1) Dagskrá fundarins skv. 19. gr. félagslaga; sérprentun.
(2) Skýrsla um starfsemi ÍRA 2023/24. (3) Áritaður ársreikningur félagssjóðs fyrir starfsárið 2023. (4) Lög ÍRA; sérprentun. (5) Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins; munnlegur flutningur.

PODXS 070 CLUB ST PATRICK’S DAY CONTEST
Stendur yfir laugardag 16. mars frá kl. 00:00-23:59.
Keppnin fer fram á PSK31 á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: Ríki í Bandaríkjunum, fylki í Kanada eða DXCC eining.
https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/saint-patrick-s-day-contest

BARTG RTTY CONTEST
Hefst laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 01:59.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + 4 tölustafir fyrir tímasetningu (GMT).
http://bartg.org.uk/wp/

RUSSIAN DX CONTEST
Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð rússneska stöðva: RS(T) + 2 stafir fyrir hérað (oblast).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.rdxc.org/rules_eng

F9AA CUP, SSB CONTEST
Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.site.urc.asso.fr/index.php/om-yl/concours/trophee-f9aa

AFRICA ALL MODE INTERNATIONAL DX CONTEST
Hefst á laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.uska.ch/it/all-africa-all-mode-international-dx-contest-16-17-3-2024/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Myndin er af Stefáni Arndal TF3SA í CW keppni frá TF3IRA í Skeljanesi fyrir nokkrum árum.