Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Baldur Þorgilsson TF3BP og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A við gervihnattastöð félagsins í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Myndin var tekin 19. desember 2019. Ljósmynd: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2023, kemur út 22. janúar n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 15. janúar. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

ARRL RTTY Round-up keppnin fer fram helgina 7.-8. janúar. Þetta er 30 klst. keppni sem hefst á laugardag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 24:00. Einmenningsstöðvar geta keppt mest [samtals] í 24 klst.

Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á bandi. Bönd: 80-40-20-15 og 10 metrar.

Skilaboð eru RST og raðnúmer, en W-stöðvar senda RST og ríki í Bandaríkjunum og VE-stöðvar RST og fylki í Kanada. Sjá nánar upplýsingar um stig og margfaldar í keppnisreglum. Senda þarf keppnisgögn innan 7 sólarhringa frá því keppni lýkur.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://contests.arrl.org/ContestRules/RTTY-RU-Rules.pdf
http://www.arrl.org/rtty-roundup

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 22.558 QSO á árinu 2022. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Hann hafði alls 146 DXCC einingar (135 staðfestar) og 37 CQ svæði (vantaði aðeins svæði 31, 34 og 36).

Þetta eru eilítið færri sambönd en árið á undan (2021) þegar hann hafði 25.237 QSO – en hann rauf 30 þúsund sambanda múrinn árið 2020, þegar hann hafði alls 30.103 sambönd. Síðustu fjögur ár leggja sig á 104.333 sambönd og síðust tíu ár samtals 167.709 sambönd.

Þess má geta að TF5B er með staðfestar alls 296 DXCC einingar og er handhafi 11 DXCC viðurkenninga.

Glæsilegur, glæsilegur árangur…hamingjuóskir Billi!

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu Brynjólfs Jónssonar TF5B á Akureyri. Ljósmynd: TF5B.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 5. janúar frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það sem er að líða.

Við vonum að nýtt ár 2023 færi okkur okkur öllum gæfu og gleði!

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 5. janúar 2023.

Stjórn ÍRA.

Jón Guðmundur Bergsson, TF8JX (áður TF3JX) hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt dánartilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 29. desember lést hann á Hrafnistuheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ á aðfangadag 24. desember.

Jón var á 89. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 116.

Um leið og við minnumst Jóns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Hann lést á heimili sínu þann 23. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 30. desember kl. 11.

Jón var á 78. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 46.

Um leið og við minnumst Jóns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF. 

Markmiðið stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.

Þriðji og síðasti hluti keppninnar á þessu ári (2022) fer fram 30. desember n.k. kl. 12:00-23:00.

1. hluti 2023 fer fram 22. apríl kl. 08:00-19:59.
2. hluti 2023 fer fram 22. júlí kl. 10:00-21:59.
3. hluti 2023 fer fram 20. desember kl. 12:00-23:00.

Keppnin fer fram á tali og morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.

YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF3JB.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2023.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 5. janúar n.k.

Stjórn ÍRA.

VHF/UHF viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ í Perlunni varð virkt á ný í kvöld, 20. desember.

Hlusta má á tækið yfir netið. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190 sem er fyrir þetta tíðnisvið. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com

Önnur viðtæki yfir netið hér á landi:
Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/

Þakkir til Karls Georgs, TF3CZ fyrir verðmætt framlag. Viðtækið er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Hvíta örin bendir á loftnet viðtækisins. Ljósmynd: Karl Georg Karlsson TF3CZ.
Veisluborðið í Skeljanesi 15. desember 2022. Ljósmynd: TF3FG.

Jólakaffi ÍRA 2022 var haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 15. desember.

Kvöldið heppnaðist vel. Mikil ánægja – allir hressir og umræður á báðum hæðum. Skemmtilegur endir á metnaðarfullri vetrardagskrá félagsins sem hófst 6. október s.l. Við notuðum öll fimmtudagskvöld á tímabilinu og að auki – einn miðvikudag, einn laugardag og fimm sunnudaga.

Þessi vinsæli viðburður var síðast haldinn árið 2019 þar sem fella þurfti jólakaffið niður árin 2020 og 2021 vegna Covid-19 faraldursins. Félagsaðstaðan opnar næst fimmtudaginn 5. janúar 2023.

Alls mættu 33 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta veðurstillta og fagra vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Anna Henriksdóttir TF3VB skar fyrstu sneiðina af ístertunni frá Kjörís. Ljósmynd: TF3JON.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB myndar TF3VB. Ljósmynd: TF3JON.
Höskuldur Elíasson TF3RF, Bjarni Magnússon TF3BM, Georg Kulp TF3GZ, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmynd: TF3JON.
Heimir Konráðsson TF1EIN og Jón Björnsson TF3PW (fremst á mynd). Ljósmynd: TF3JON.
Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Ljósmynd: TF3JON.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Georg Kulp TF3GZ, Benedikt Sveinsson TF1T, Heimir Konráðsson TF1EIN og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmynd. TF3JON.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Mathías Hagvaag TF3MH og Andrés Þórarinsson TF1AM. Fjær: Erling Guðnason TF3E og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Ljósmynd: TF3JON.
Bjarni Magnússon TF3BM tók með sér og sýndi viðstöddum fyrstu handstöðina á HF. Þetta er kristalstýrð lampastöð frá því fyrir seinna stríð af gerðinni BC-611 og var framleidd af Galvin Mfg. Corp. í Chicago fyrir bandaríska herinn. Ljósmynd: TF3SB.
Andrés Þórarinsson TF1AM. Ljósmynd: TF3JON.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Anna Henriksdóttir TF3VB og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Fjær: Georg Kulp TF3GZ. Ljósmynd: TF3KB.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Jónas Bjarnason TF3JB og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Ljósmynd: TF3KB.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Jón Svavarsson TF3JON, Jón Björnsson TF3PW, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Ljósmynd: TF3KB.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmynd: TF3JB.