SARTG WW RTTY CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 17. ágúst og sunnudag 18. ágúst og er í 3 hlutum.
(a) Laugardag kl. 00:00-08:00; (b) laugardag kl. 16:00-24:00; (c) sunnudag kl. 08:00-16:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.sartg.com/contest/wwrules.htm

KEYMAN‘S CLUB OF JAPAN CW CONTEST
Keppnin hefst laugardag 17. ágúst kl. 12:00 og lýkur sunnudag 18. ágúst kl. 12:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð JA: RST + 2 bókstafir fyrir hérað (Prefecture/district code).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://kcj-cw.com/contest/rule/2024_45_kcj_dx_.pdf

NORTH AMERICAN QSO PARTY, SSB
Keppnin hefst laugardag 17. ágúst kl. 18:00 og lýkur sunnudag 18. ágúst kl. 05:59.
Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í NA: RS + Nafn + QTH (ríki í Bandaríkjunum, fylki í Kanada, DXCC eining).
Skilaboð annarra: RS + nafn.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

CVA DX CONTEST, CW
Keppnin hefst laugardag 17. ágúst kl. 18:00 og lýkur sunnudag 18. ágúst kl. 21:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Brasilíu: RST + 2 stafir fyrir hérað (e. state).
Skilaboð annarra: RST + 2 bókstafir fyrir meginland (e. continent).
Skilaboð klúbbstöðva sem tengjast her Brasilíu: RST + bókstafirnir MIL.
https://cvadx.org

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA

Mynd af Elínu Sigurðardóttur TF2EQ þegar hún virkjaði TF3YOTA frá Skeljanesi í 2. hluta YOTA keppninnar 2024 sem fram fór 20. júlí s.l. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Fjarskiptaborð TF3IRA í Skeljanesi. Myndin var tekin þegar stöðin var sett í loftið í TF útileikunum 2024 sem fram fóru um verslunarmanahelgina 3.-5. ágúst.

Laugardaginn 10. ágúst heimsóttu þau Fan Yechen BI1NGN, eiginkona hans og vinur þeirra hjóna félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Þau eru búsett í Beijing í Kína og voru hér á landi í stuttri heimsókn sem ferðamenn.

Eftir því sem best er vitað, er Fan fyrsti kínverski radíóamatörinn sem heimsækir ÍRA og fær úthlutað kallmerki frá Fjarskiptastofnun; BI1NGN/TF.

Eftirtaldir félagar tóku á móti gestunum: Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA; Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA; Sigurður R. Jakobsson, TF3CW; Jón Svavarsson, TF3JON og Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA QSL Bureau.

Fan, BI1NGN hefur verið leyfishafi í fimm ár og er mjög áhugasamur um amatör radíó. Hann sagði að radíóamatörum hafi fjölgað mikið í Kína undanfarin ár. Hann nefndi að klúbburinn hans í Peking telji rúmlega 200 manns og eru þau með aðild að landsfélagi radíóamatöra í Kína, „Chinese Radio Sports And Orienteering Association (CRSAOA)“.

Klúbbfélagar hafa húsnæði þar sem þau hittast og bjóða m.a. upp á námskeið, en þar er ekki aðstaða til að setja upp loftnet. Þess í stað hittast félagarnir um helgar og fara þá á mismunandi staði með sendibúnað og loftnet og setja upp og virkja kallmerki klúbbsins. Hann sagði að það væri mjög vinsælt, en þau eru með klúbbstöð sem hefur kallmerkið BY1TL. Hann segir að þau séu rúmlega 200 í klúbbnum.

Hann var mjög hrifinn af fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi en ekki gafst tími til að fara í loftið. Fan nefndi að lokum að þau væru yfir sig hrifinn af fegurð náttúru Íslands og jákvæðu viðmóti landsmanna.

Þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3JON fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Fan BI1NGN afhendir Jónasi TF3JB formanni ÍRA fána Tianlong Radio Club í Beijing.
Skipst á QSL kortum. Fan fékk afhent QSL kort TF3IRA og TF3JB og Jónas fékk afhent QSL kort BI1NGN og BY1TL. Derhúfan sem JB setti upp var sérstök gjöf en hún er merkt Tianlong klúbbnum í Beijing.
Rætt um amatörmálefni. Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Svavarsson TF3JON, Andrés Þórarinsson TF1AM og Fan Yechen BI1NGN.
Fan BI1NGN og XYL í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ settu upp fyrr í sumar svokallaðan „HT“ hugbúnað í tengslum við 2 metra bandið.

Hugbúnaðurinn gefur félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – en hafa aðgang að netinu – aðgang í gegnum TF3RPB (QRG 145.650 MHz) endurvarpann í Bláfjöllum með því að sækja forrit á heimasíðu HT:
ttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.benshikj.ht&hl=en_US

Á heimasíðunni er í boði frítt „HT DWP“ „app“ til að tengjast Bláfjöllum yfir netið – t.d. í gegnum heimilistölvu eða GSM síma. Félagsmenn um allt land geta þannig fengið afnot af 2 metra bandinu. Notaður er UHF hlekkur í Bláfjöllum (QRG 439.975).

Eins og er fara fjarskiptin fram í gegnum búnað á heimili Georgs Kulp, TF3GZ í Reykjavík en fyrirhugað er að flytja búnaðurinn á endanlegt QTH innan tíðar. Það er félagssjóður ÍRA sem kostar verkefnið, samkvæmt samþykkt á fundi stjórnar ÍRA þan 19. október (2023).

Sérstakar þakkir til þeirra Ara og Georgs fyrir aðkomu þeirra að þessu mikilvæga verkefni.

Þakkir einnig til félagsmanna sem hafa lagt til búnað til verkefnisins: TF1EIN aflgjafa; TF3GZ Diamond loftnet og TF3JB Samsung GSM síma.

Vegna fjölda fyrirspurna eru þessar upplýsingar endurteknar, en þær voru fyrst settar á heimasíðu ÍRA og FB síður 31. maí s.l.

Stjórn ÍRA.

VGC VR-N7500 VHF/UHF stöð sem félagssjóður ÍRA festi kaup á til verkefnisins.

.

Næsta námskeið ÍRA til undirbúnings fyrir amatörpróf verður haldið 16. september til 29. október í Háskólanum í Reykjavík, enda náist lágmarksfjöldi þátttakenda.

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er stefnt að því að enda með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 2. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Námskeiðsgjald er 24.500 krónur.

Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ 
Tekið verður á móti þátttökugjöldum frá og með 2. september n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið ira@ira.is

Upplýsingar um skipulag, náms- og kynningarefni verða birtar á þessum vettvangi fljótlega.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr prófi Fjaskiptastofu til amatörleyfis sem haldið var 11. nóvembe s.l. i Háskólanum í Reykjavík.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 8. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

TF útileikum ÍRA 2024 lauk í dag, 5. ágúst á hádegi.

Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema frá Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Leikarnir fóru fram á 160, 80, 60 og 40 metrum. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metra bandi í leikunum.

Skilyrði til fjarskipta innanlands voru þokkaleg/léleg í gær (laugardag) en vel rættist úr í morgun (sunnudag). Félagsstöðin TF3IRA var virk báða dagana og voru alls höfð alls 72 sambönd frá Skeljanesi.

Fjarskiptadagbókum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar  Einnig má senda gögnin á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is  Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út 7 sólarhringum eftir að leikunum lýkur.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hefur sett upp Excel skjal fyrir dagbókafærslur fyrir útileikana í ár eins og í fyrra (2023). Þátttakendur geta sent Excel skjalið útfyllt á hrafnk@gmail.com  sem mun útbúa skriftu með adif skrá sem hann sendir beint inn í gagnagrunninn hjá TF3EK. Vefslóð er þessi: http://cloudqso.com/downloads/Utileikar.xlsx 

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana fyrir góða kynningu og utanumhald. Ennfremur þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir að útbúa framangreint Excel skjal.

Stjórn ÍRA.

Diamond BB-7V stangarloftnet TF4WD uppsett í fjörunni í námunda við Sauðarkrók. Ljósmynd: TF4WD.

TF útileikarnir byrjuðu í dag (3. ágúst) og standa yfir fram á mánudag (5. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 3. ágúst eftir hádegi. Erling Guðnason, TF3E og Jónas Bjarnason, TF3JB voru á hljóðnemanum. Skilyrðin voru ágæt og voru höfð sambönd við stöðvar í öllum landshlutum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB.

Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi tímabil:
Laugardagur: 12-14 og 20:30-22:00
Sunnudagur: 9-11 og 17:30-19
Mánudagur: 10-12

Þessar tíðnir eru gjarnan notaðar á SSB:1845 kHz LSB
3633 kHz LSB, 3640 kHz til vara
5363 kHz USB
7120 kHz LSB

Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar/

Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Tökum þátt í TF útileikunum!

Stjórn ÍRA.

.

TF3IRA í sambandi í TF útileikunum við TF8KY á 60 metra bandi. Erling Guðnason TF3E við hlljóðnemann.
Mathías Hagvaag TF3MH og Erling Guðnason í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Á milli þess sem höfð voru sambönd í TF útileikunum var m.a. rætt um QSL kort. Ljósmyndir: TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti þann 19. júlí um að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á 144-146 MHz. Staðsetning er í Reykjavík, loftnet er 5/8λ stangarnet og mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Ath. að velja þarf: Amatör og NBFM þegar viðtækið er opnað.

Vefslóð:  HTTP://VHF.UTVARP.COM

Android App: https://play.google.com/store/apps/details…

Vefslóð á KiwiSDR2 viðtækið var sett á opnunarsíðu ÍRA á netinu í dag, 30. júlí þar sem slóðin er aðgengileg ásamt öðrum inn á viðtæki sem eru í boði til hlustunar yfir netið.

Þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georgs Kulp, TF3GZ sem lánaði hluta búnaðar.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 1. ágúst.  Opið er fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Þó nokkuð hefur bæst við af margskonar radíódóti undanfarið. Ljósmynd: TF3JB.

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi á laugardag 3. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 5. ágúst, frídag verslunarmanna.

Leikarnir eru haldnir á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW. Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum. Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru beðnir um að skrá sig á ira@ira.is 

Fjarskiptastofa heimilar þátttakendum að nota allt að 100W sendiafl á 60 metra bandi (5351.5-5366.5 kHz) á meðan leikarnir standa yfir.

Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar/

.

RGSB IOTA keppnin fór fram helgina 27.-28. júlí á SSB og CW á 80, 40,  20, 15 og 10 metrum. Keppnin hófst á hádegi á laugardag og lauk á hádegi á sunnudag.

Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Skilyrði voru léleg, eða eins eins og TF3CW orðaði það eftir keppnina þá voru þau það slæm „…að hann lokaði stöð og fór heim seint í gærkvöldi frekar en að berja á „dauðum“ böndum yfir nóttina“.

Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 976,080 heildarpunktar. Fjöldi sambanda var alls 632; 556 á CW og 74 á SSB. Alls náðust 162 margfaldarar og 5,880 punktar. Viðvera var: 12,27 klst.

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi sunnudag 28. júlí kl. 11:50. Sigurður R. Jakobsson TF3CW klárar síðustu samböndin í IOTA keppninni 2024. Mynd: TF3JB.