Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 16 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 227 blaðsíður að stærð.
Vefslóð á skýrsluna: <Smellið hér til að sækja skýrsluna>

Fundargerð, ljósmyndir og önnur aðalfundargögn verða til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út í apríl n.k.

.