Entries by TF3JB

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3VS

Fimmtudagserindið þann 8. nóvember var í höndum Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS og nefndist það Logger32; álitamál við þýðingu og kynning forritsins. Vilhjálmur ræddi fyrst almennt um þýðingar og hversu vandasamar þær geta verið. Hann nefndi m.a. erfið orð eins og operator og rotor sem erfitt væri í raun að þýða öðruvísi en sem óperator og rótor. Þá væru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar þýðingar, s.s. þyrping (e. cluster), rökkurlína (e. […]

,

Umsögn Í.R.A. til PFS um tillögu að staðli um fjarskipti yfir raflínur

                EMC-nefnd Í.R.A. hefur unnið umsögn um tillögu að staðli um fjarskipti yfir raflínur, sem nýlega var komið á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Umsögn nefndarinnar er birt í heild hér á eftir til fróðleiks fyrir félagsmenn. Nefndina skipa: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA formaður, Gísli G. Ófeigsson TF3G og Yngvi Harðarson TF3Y. […]

,

TF3ARI verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, mætir í sófaumræður og kynnir FlexRadio Systems, sem eru brautryðjendur í markaðssetningu tölvutengdra HF sendi-/móttökustöðva fyrir radíóamatöra. Flex 3000, 100W sendi-/móttökustöð sem vinnur á 160-6 metrum, verður á staðnum. Hún verður tengd við loftnet og gefst mönnum tækifæri til að handleika og […]

,

Glærur frá erindi TF3JB og TF8GX komnar

PowerPoint glærur frá erindi þeirra Jónasar Bjarnasonar, TF3JB og Guðlaugs Kristins Jónssonar, TF8GX, um viðurkenningaskjöl radíóamatöra, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtidaginn 1. nóvember, hafa verið settar inn á heimasíðu félagsins. Slóðin er http://www.ira.is/itarefni/ Bestu þakkir til erindishöfunda og til Benedikts Sveinssonar, TF3CY, fyrir innsetningu á heimasíðuna.

,

7 íslenskar stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum

Alls skiluðu sjö TF-stöðvar fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í CQ World-Wide SSB DX keppninni sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Áttunda stöðin sendi inn “check-log”. Íslensku stöðvarnar sendu að þessu sinni inn gögn vegna þátttöku í fimm mismunandi keppnisflokkum. Heldur meiri þátttaka var í keppninni í fyrra (2011) en þá sendu 11 TF-stöðvar […]

,

Vilhjálmur TF3VS verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 8. nóvember n.k. kl. 20:30. Þá mætir Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, í félagsaðstöðuna með erindi sitt Logger32, álitamál við þýðingu og kynning forritsins. Líkt og áður hefur komið fram í miðlum félagsins, kom reynsluþýðing Vilhjálms á íslensku á Logger32 út í byjun þessa árs. Um var að ræða fyrsta […]

,

Vinsæl viðurkenningaskjöl kynnt í Skeljanesi

ónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes þann 1. nóvember með erindi þeirra Guðlaugs Kristins Jónssonar, TF8GX, um viðurkenningaskjöl radíóamatöra. Fram kom m.a. að í boði í heiminum í dag eru um 10 þúsund mismundandi viðurkenningaskjöl. Jafnframt kom fram, að helstu útgefendur þessara viðurkenninga eru landsfélög radíóamatöra (m.a. Í.R.A.), hinir ýmsu klúbbar og samtök innan áhugamálsins og tímarit radíóamatöra. […]

,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Árlegur samráðsfundur fulltrúa Í.R.A. og Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram í húsnæði stofnunarinnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík þann 31. október. Til umræðu var m.a. innleiðsla nýs amatörbands á 472-479 kHz (630 metrum), endurnýjum sérheimilda á 5260-5410 kHz (60 metrum), á 70,000-72,200 MHz og á 1850-1900 kHz (160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, en síðastnefndu þrjár […]

,

Glærur frá erindi TF3UA komnar á heimasíðuna

PowerPoint glærur frá erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, um fæðilínur, sem hann hélt í félagsaðstöðunni í Skeljanesi síðastliðinn fimmtudag, hafa verið settar inn á heimasíðu félagsins. Slóðin er þessi: http://www.ira.is/itarefni/ Bestu þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA og til Benedikts Sveinssonar, TF3CY,fyrir innsetninguna.

,

Góður árangur í CQ WW SSB keppninni

A.m.k. fimm TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í CQ World-Wide SSB DX-keppninni helgina 27.-28. október: TF3AM (öll bönd, háafl), TF3AO (21 MHz, háafl, aðstoð), TF3CW (14 MHz, háafl), TF3SG (öll bönd, háafl) og TF3W (öll bönd, háafl, fleirmenningsflokkur). TF3CW hafði alls 4.336 QSO (á 33 klst.) nú samanborið við 3.871 QSO 2011 og TF3W hafði alls 5.819 QSO (á 48 klst.). Það […]