,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Ljósmynd frá samráðsfundi fulltrúa Í.R.A. og Póst- og fjarskiptastofnunar 31. október 2012. Frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Bjarni Sigurðsson sérfræðingur PFS, Hafþór Óskarsson sérfræðingur PFS, Hörður R. Harðarson sérfræðingur PFS, Jónas Bjarnason TF3JB, Kristinn Andersen TF3KX, Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX.

Árlegur samráðsfundur fulltrúa Í.R.A. og Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram í húsnæði stofnunarinnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík þann 31. október. Til umræðu var m.a. innleiðsla nýs amatörbands á 472-479 kHz (630 metrum), endurnýjum sérheimilda á 5260-5410 kHz (60 metrum), á 70,000-72,200 MHz og á 1850-1900 kHz (160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, en síðastnefndu þrjár heimildirnar renna út þann 31. desember 2012. Þá var rætt um frumvarp um nýtt amatörband á 5 MHz (60 metrum) á WRC ráðstefnunni 2015.

Það er mat stjórnar félagsins að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur. Fleiri atriði voru tekin til umfjöllunar og verður nánar gerð grein fyrir þeim og fundinum í heild í CQ TF. Fyrsti samráðsfundur aðila var haldinn þann 16. ágúst 2011.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + 1 =