,

Góður árangur í CQ WW SSB keppninni

TF3CW notaði 4 og 5 staka einsbands Yagi loftnet. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli.

A.m.k. fimm TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í CQ World-Wide SSB DX-keppninni helgina 27.-28. október: TF3AM (öll bönd, háafl), TF3AO (21 MHz, háafl, aðstoð), TF3CW (14 MHz, háafl), TF3SG (öll bönd, háafl) og TF3W (öll bönd, háafl, fleirmenningsflokkur).

TF3CW hafði alls 4.336 QSO (á 33 klst.) nú samanborið við 3.871 QSO 2011 og TF3W hafði alls 5.819
QSO (á 48 klst.). Það mun svo koma í ljós á næstu dögum hvernig okkar stöðvum gekk í samkeppninni, en keppendur hafa 5 daga til að skila gögnum til keppnisnefndar CQ eða til 2. nóvember n.k.

TF3W notaði 3 staka SteppIR Yagi loftnet á 10, 15 og 20 metrum, 1/4-bylgju stangarloftnet á 40 og 80 metrum og öfugt L-loftnet á 160 metrum. Á myndinni má sjá loftnetið fyrir 160 metra lengst til vinstri, þá loftnetið fyri 40 metra (í miðju) og loks loftnetið fyrir 80 metra.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =