,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3VS

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS kynnir Logger32 dagbókarforritið í Skeljanesi þann 8. nóvember.

Fimmtudagserindið þann 8. nóvember var í höndum Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS og nefndist það Logger32; álitamál við þýðingu og kynning forritsins. Vilhjálmur ræddi fyrst almennt um þýðingar og hversu vandasamar þær geta verið. Hann nefndi m.a. erfið orð eins og operator og rotor sem erfitt væri í raun að þýða öðruvísi en sem óperator og rótor. Þá væru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar þýðingar, s.s. þyrping (e. cluster), rökkurlína (e. grey line) og kös (e. pile-up).

Þá tók við kynning á forritinu sjálfu og tók Vilhjálmur fjölmörg dæmi og sýndi á skjávarpanum, máli sínu til skýringar. Viðstöddum varð fljótt ljóst, að á ferðinni er afar öflugt og fjölhæft forrit. Hann sýndi m.a. hvernig hver og einn óperator getur aðlagað það eigin þörfum. Fram kom, að líklega er um að ræða fyrsta forritið af þessari tegund sem þýtt er á íslensku og að leyfishafa geta sótt það ókeypis á netið. Alls mættu 27 félagar í Skeljanes þetta vindasama fimmtudagskvöld í höfðuborginni og áttu ánægjulega og fróðlega kvöldstund.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Ívari Sigurjónssyni, TF3VS, fyrir áhugavert og vel heppnað erindi og þeim

Frá vinstri: Haraldur Þórðarson TF3HP, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB (með myndavél), Ársæll Óskarsson TF3AO, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (með derhúfuna), Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FNN, Yngvi Harðarson TF3Y og Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI.

Logger32 forritið er mjög öflugt og Vilhjálmur Ívar sýndi m.a. hve auðvelt það er að kalla fram upplýsingar.

Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Heimir Konráðsson TF1EIN voru sammála um að gott dagbókarforrit sem hefði góðar tengingar væri grundvallaratriði í DX’inum.

Sigurbjörn Þ. Bjarnason TF3SB og Vilhjálmur Þ. Kjartansson TF3DX ræddu gæði lampatækja í kaffihléi.

Að loknu erindi, ræddu Doddi og Vilhjálmur Þór áfram um lamparásir og þá kom tússtaflan í góðar þarfir.

Hvers manns hugljúfi! Spói heimsótti Skeljanes með pabba sínum (TF3GW) og naut mikillar athygli.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × three =