,

Skemmtilegur FlexRadio sunnudagur í Skeljanesi

Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI talar um eiginleika FlexRadio 3000 í Skeljanesi þann 11. nóvember. Frá vinstri: Haraldur Þórðarson TF3HP, Gunnar Svanur Hilmarsson TF3FIN, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI, Yngvi Harðarson TF3Y, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Stefán Arndal TF3SA, Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG og Mathías Hagvaag TF3-Ø35.

Fyrsta sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar samkvæmt vetrardagskrá var í dag, sunnudaginn 11. nóvember. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, mætti í Skeljanes og kynnti helstu eiginleika og sérstöðu FlexRadio stöðvanna, sem notast saman með PC-tölvu til að virka. Hann kom með Flex 3000 stöð á staðinn, sem var tengd við Butternut HF6V stangarloftnet félagsstöðvarinnar. Stöðin var prófuð bæði í móttöku og sendingu á 14, 21 og 28 MHz og kom skínandi vel út. Hann sýndi mörg skemmtileg dæmi um hæfileika viðtækisins, sem gefur afar fjölbreytta möguleika til móttöku á morsi, tali og stafrænum tegundum mótunar. Í lokin var stöðin opnuð og innihaldið skoðað. Samdóma álit manna var að þetta væri vönduð smíði. Góð mæting var í Skeljanes þennan sólríka vetrarmorgun í höfðuborginni og komu tæplega 20 félagar á staðinn.

Stjórn Í.R.A. þakkar Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir fróðlegan og áhugaverðan viðburð og Páli B. Jónssyni, TF8PB, fyrir lán á Flex 3000 stöðinni, svo og Kolbrúnu Eddu (dóttur Ara) fyrir listagott heimabakað kaffibrauð.

Ari sagði m.a. að það væri ekkert breytilegt viðnám í stöðinni og skoraði á menn að finna ef svo væri…

Benedikt Guðnason TF3TNT var vantrúaður og það tók hann aðeins örfáar sekúndur að finna það fyrsta.

Eftir kynningu Ara á helstu eiginleikum FlexRadio stöðvanna var tekið til við að opna Flex 3000.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − 12 =