Entries by TF3JB

,

Góður árangur í CQ WW SSB keppninni

A.m.k. fimm TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í CQ World-Wide SSB DX-keppninni helgina 27.-28. október: TF3AM (öll bönd, háafl), TF3AO (21 MHz, háafl, aðstoð), TF3CW (14 MHz, háafl), TF3SG (öll bönd, háafl) og TF3W (öll bönd, háafl, fleirmenningsflokkur). TF3CW hafði alls 4.336 QSO (á 33 klst.) nú samanborið við 3.871 QSO 2011 og TF3W hafði alls 5.819 QSO (á 48 klst.). Það […]

,

TF3JB og TF8GX verða með fimmtudagserindið

                  Næsti viðburður á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 1. nóvember n.k. Þá mæta þeir Jónas Bjarnason, TF3JB og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX, í Skeljanes með erindi um helstu viðurkenningarskjöl sem í boði eru fyrir radíóamatöra. Viðurkenningaskjöl radíóamatöra (stundum nefnd “diplómur”) eru margar og margvíslegar. Talið er að í boði í […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3UA

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 25. október. Erindi Sæmundar fjallaði um fæðilínur og var mjög áhugavert. Fram kom m.a. að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets, yfirleitt í báðar áttir. Fram kom einnig, að flutningslínur þykja lítt áhugaverðar þegar bylgjulegdin er miklu […]

,

TF3W verður QRV í CQ WW SSB keppninni

                Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í CQ World-Wide SSB keppninni um þessa helgi, 27.-28. október. Alls munu fjórir leyfishafar koma að rekstrinum, einn Íslendingur og þrír Svíar. Stöðin mun taka þátt á öllum böndum í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, fullt afl, einn sendir. Þátttakendur eru: Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, liðsstjóri; Björn Mohr, SMØMDG (einnig 7SØX og SEØX,); Patrik […]

,

TF3UA verður með fimmtudagserindið

Næsti viðburður á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 20:30. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, í Skeljanes og flytur erindi um fæðilínur og skylda hluti er snerta aðlögun sendis og loftnets. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til láta þetta áhugaverða efni ekki fram hjá sér fara og mæta stundvíslega.

,

CQ WW SSB keppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide SSB keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide fer fram á öllum böndum, þ.e. 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings og fleirmenningsþáttöku […]

,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Flóamarkaður Í.R.A. fór fram sunnudaginn 21. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Metaðsókn var, en alls komu 46 félagar og gestir á staðinn. Húsið var opið frá hádegi til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. Kenwood TS-140S HF stöð ásamt PS-430 aflgjafa, Yaesu FT-847 HF stöð ásamt FT-20 loftnetsaðlögunarrás, Yaesu FT-900 HF stöð, Yaesu FT-107M HF stöð með FV-107 VFO, FP-107E sambyggðum aflgjafa/hátalara og FC-107 sambyggðri loftnetsaðlögunarrás/loftnetaskipti, nokkrar Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FRG-7000viðtæki, Alinco DM-330MVT 30A aflgjafi, mikið magn […]

,

Námskeið, nýtt loftnet og margt fleira í Skeljanesi

Laugardagurinn 20. október var afkastamikill í Skeljanesi. Eftirfarandi fór fram: Hraðnámskeið/sýnikennsla frá TF3IRA í fjarskiptum um gervitungl, uppsetning nýs stangarloftnets fyrir TF3IRA, undirbúningur fyrir flóamarkað Í.R.A. á sunnudag og tiltekt á lóðinni við húsið. Dagurinn leið fljótt og allt saman gekk skínandi vel. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3ML

Fimmtudagserindið þann 18. október var í höndum Ólafs Björns Ólafssonar, TF3ML og nefndist það: Að smíða færanlegt fjarskiptavirki. Erindi Ólafs var skilmerkilega flutt og fróðlegt og leiddi hann viðstadda í líflegri frásögn í gegnum það verkefni, að festa kaup á, innrétta og útbúa 12 tonna vöruflutningabifreið sem færanlegt fjarskiptarými. Ólafur skýrði jafnframt, hvernig hann náði að kaupa sérbúinn 4 tonna […]