Entries by TF3JB

,

Glæsileg niðurstaða hjá TF2RR

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) í CQ World-Wide RTTY keppninni sem haldin var helgina 29.-30. september s.l., eru komnar á netið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir, eru vísbendingar um, að TF2RR kunni að verða í einu af fimm efstu sætunum yfirheiminn í sínum keppnisflokki. TF2RR hafði alls 3.040 QSO og 3.805.097 heildarstig. Þetta er glæsilegur árangur og […]

,

Vetrardagskráin gildir til 13. desember n.k.

Yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. sem nær til 13. desember n.k. var kynnt á fjölmennum fundi í Skeljanesi s.l. fimmtudag, 27. september. Jónas Bjarnason TF3JB formaður félagsins, kynnti dagskrána og kom m.a. fram hjá honum, að 21 viðburður er í boði og að alls koma 17 félagar að verkefninu. Meðal nýjunga er, að nú verður í fyrsta skipti boðið […]

,

Úrslit í VHF leikunum og TF útileikunum 2012

                  Þá er komið að úrslitum og afhendingu verðlauna og viðurkenninga í VHF leikunum 2012 og TF útileikunum 2012. Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30. Guðmundur Löve TF3GL umsjónarmaður VHF leikanna mun kunngjöra úrslit í 1. VHF leikunum og veita […]

,

Vel heppnaður SteppIR dagur í Skeljanesi

dag, laugardaginn 29. september, mætti hópur vaskra manna í Skeljanes. Á dagskrá voru eftirtalin verkefni: Að skipta út festingu loftnetsins við rörið á turninum (e. boom to mast) fyrir nýja sem gerð er fyrir erfiðar veðuraðstæður. Að fara yfir samsetningar á bómu loftnetsins til að lagfæra sig/halla á “reflector” stakinu (sem greina má á myndinni […]

,

Vel heppnaður kynningarfundur í Skeljanesi

Vel heppnaður kynningarfundur nýrrar vetrardagskrár var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í gær, þann 27. september. Á fundinum var einnig opin málaskrá þar sem í boði er fyrir félagsmenn að ræða félagsstarfið við stjórn. Þrátt fyrir hvassviðri og rigningu í höfuðborginni mættu yfir 30 félagsmenn á fundinn auk gesta. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður, annaðist kynningu dagskrár og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri, stjórnaði […]

,

Fréttir úr Skeljanesi

1) Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir október-desember verður kynnt 27. september n.k. 2) Námskeið til amatörprófs er fyrirhugað í febrúar-maí n.k. 3) Nýr VHF Manager Í.R.A. 4) Starfshópur til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. 5) Starfshópur til að gera tillögur um stefnumótun Í.R.A. um fjaraðgang. 6) TF3W verður QRV í SSB hluta SAC keppninnar 2012. 1. Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2012. […]

,

CQ WW RTTY keppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide RTTY keppnin 2012 fer fram um helgina og hefst laugardaginn 29. september. Keppnin er 48 klst. keppni, hefst á miðnætti á laugardag og lýkur tveimur sólarhringum síðar. Þetta er ein af helstu alþjóðlegum RTTY keppnum í heiminum og gera spár ráð fyrir að allt að 20 þúsund radíóamatörar muni taka þátt; en sá fjöldi […]

,

Vetrardagskráin kynnt á fimmtudag

Hér með er boðað til kynningar á vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið september-desember í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 27. september kl. 20:30. Að auki verður opin málaskrá í boði. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Kynning á vetrardagskrá félagsins í október-desember n.k. (Andrés Þórarinsson, TF3AM). 2. Opin málaskrá. (Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ). 3. Umræður. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í […]

,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX

Guðlaugi Kristni Jónssyni, TF8GX, barst staðfesting frá ARRL í póstinum á föstudag (þann 14. september) þess efnis, að hafa fengið 300. DXCC eininguna skráða. TF8GX er þar með 3. TF-stöðin sem nær 300 DXCC landa áfanganum, sem er með eftirsóttari viðurkenningum á meðal DX-manna í heiminum í dag. Þær tvær íslenskar stöðvar sem náð hafa þessum árangri áður, […]

,

Góður árangur TF-stöðva í SAC CW keppninni

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W. Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. […]