Entries by TF3JB

,

Góður árangur TF-stöðva í SAC CW keppninni

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W. Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. […]

,

TF3IRA QRV á QRO afli á ný

Félagsstöðin, TF3IRA, hefur ekki verið QRV á fullu afli um um nokkurt skeið. Fyrr í sumar þegar búnaður stöðvarinnar var yfirfarinn var ákveðið að flytja Harris RF-110 magnara stöðvarinnar til viðgerðar. Í gær, þann 12. september, gafst síðan tækifæri til að skipta magnaranum út fyrir annan, sömu tegundar og gerðar. Það var Bjarni Magnússon, TF3BM, sem kom […]

,

TF3W verður QRV í SAC keppninni um helgina

Þeir félagar, TF3SA, TF3SG og TF3JA ætla að hafa forystu um þátttöku frá félagsstöðinni TF3W, í Scandinavian Activity morskeppninni (SAC), sem haldin verður um helgina. Keppnin er sólarhringskeppni og hefst hún kl. 12 á hádegi á laugardag (15. september) og lýkur á hádegi sólarhring síðar (16. september). Hugmyndin er, að þátttaka í keppninni verði opin og væri […]

,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum: Kallmerki Leyfi Leyfishafi / önnur not Staðsetning stöðvar Skýringar TF1APB Sérheimild APRS stafvarpi 801 Árnessýsla Heimild til notkunar á 144.800 MHz TF2CW G-leyfi Sigurður R. Jakobsson 210 Garðabær Leyfisbréf nr. 119. Kallmerki: TF3CW. Skammtímaúthlutun í september 2012 TF3CS G-leyfi Jón Þór Gunnarsson 221 Hafnarfjörður Stóðst […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

TF1RPB, endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, varð QRV á ný í morgun, þann 9. september, kl. 10:18. Þeir Sigurður Harðarson, TF3WS og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARIlögðu á fjallið í býtið og höfðu meðferðis Kenwood endurvarpa félagsins, sem sóttur var suður á Garðskaga í gærdag og undirbúinn fyrir ferðina í gærkvöldi. Notuð er sama tíðni og var í Bláfjöllum, þ.e. 145.750 MHz. Kenwood endurvarpinn […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum í ólagi

Undanfarna nokkra daga hafa komið fram truflanir á sendingum frá endurvarpsstöðinni TF1RPB í Bláfjöllum, endrum og eins. Í dag, laugardaginn 8. september hafa þær verið nokkuð viðvarandi – með hléum frá því í morgun. Líkur benda til að bilun hafi komið fram í stöðinni. Í samráði við Sigurð Harðarson, TF3WS, hefur verið ákveðið að færa Kenwood endurvarpann […]

,

Fréttir úr Skeljanesi

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 6. september, eða á þriðja tug félagsmanna. Rjómasúkkulaðiterta, sérbökuð vínarbrauð og súkkulaðibollur voru í boði með rjúkandi BKI kaffinu, en tilefnið var 66 ára afmæli félagsins. Það voru velunnarar félagsins sem komu færandi hendi og er þeim þakkað fyrir veitingarnar. (1) Þegar unnið var við stillingu á SteppIR 3E Yagi loftneti […]

,

SAC keppnin á morsi er 15.-16. september n.k.

Morshluti Scandinavian Activity Contest, SAC keppninnar 2012 fer fram um þarnæstu helgi, þ.e. 15.-16. september. Keppnin hefst kl. 12:00 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma sólarhring síðar. Sex keppnisflokkar eru í boði fyrir stöðvar á Norðurlöndunum, og má velja um að keppa á öllum böndum, lágafli, háafli, QRP eða á einu bandi. Sérstakur keppnisflokkur er í […]

,

WAS viðurkenningaskjölin komin úr innrömmun

Worked All States Award (WAS) viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu úr innrömmun í dag, þann 3. september. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. svokallað “basic” skjal fyrir allar tegundir útgeislunar (mixed), fyrir mors (CW) og fyrir tal (Phone). ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu WAS viðurkenningaskjölin sem gefin hafa verið út til félagsstöðvarinnar. Viðurkenningaskjölunum verður nú valinn staður í […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast frá kl. 09 í gær (2. september) til sama tíma í dag, 3. september. Í morgun stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir muni halda áfram […]