,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum:

Kallmerki

Leyfi

Leyfishafi / önnur not

Staðsetning stöðvar

Skýringar

TF1APB Sérheimild APRS stafvarpi 801 Árnessýsla Heimild til notkunar á 144.800 MHz
TF2CW G-leyfi Sigurður R. Jakobsson 210 Garðabær Leyfisbréf nr. 119. Kallmerki: TF3CW. Skammtímaúthlutun í september 2012
TF3CS G-leyfi Jón Þór Gunnarsson 221 Hafnarfjörður Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3DEN N-leyfi Davíð Víðisson 101 Reykjavík Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3JB G-leyfi Jónas Bjarnason 108 Reykjavík Leyfisbréf nr. 80. Fyrra kallmerki: TF2JB
TF3JE G-leyfi Jóhannes Andri Kjartansson 108 Reykjavík Leyfisbréf nr. 244. Fyrra kallmerki: TF3JEN
TF3TM G-leyfi Þorkell L. Magnússon 201 Kópavogur Leyfisbréf nr. 209. Fyrra kallmerki: TF3BI

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með nýju kallmerkin.

___________

Kallmerki radíóamatöra

Kallmerkið er einkenni hverrar amatörstöðvar. Engar tvær stöðvar radíóamatöra í heiminum hafa sama kallmerki og er því sérhvert kallmerki einstakt. Öll íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU. Sem dæmi um forskeyti kallmerkja radíóamatöra í öðrum löndum, má nefna í OZ í Danmörku, og LA í Noregi.

Íslensk kallmerki eru yfirleitt á bilinu 4-6 stafir að lengd, þ.e. forskeyti og síðan 1-3 persónubundnir bókstafir (ath. að stafurinn N bætist aftan við tveggja bókstafa viðskeyti ef um N-leyfi er að ræða). Landinu er skipt í 10 kallsvæði, frá 0-9. Algengasti tölustafur í forskeytum íslenskra kallmerkja er tölustafurinn 3 (höfuðborgarsvæðið) annarsvegar, og tölustafurinn
8 (Suðurnes) hinsvegar. Þannig hafa flest íslensk kallmerki radíóamatöra forskeytin TF3 og TF8.

Uppbygging kallmerkja. Dæmi: TF3IRA. Forskeytið í kallmerkinu, “TF” stendur fyrir Ísland. Tölustafurinn “3” (sem er hluti forskeytisins) hefur landfræðilega tilvísan og merkir að stöðin hafi lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Viðskeytið “IRA” stendur Félagið Íslenskir radíóamatörar. Í sumum þjóðlöndum hefur tölustafur/tölustafir í forskeyti kallmerkis ekki landfræðilega skírskotun; þau lönd eru þó í minnihluta í heiminum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − fifteen =