,

Góður árangur TF-stöðva í SAC CW keppninni

Stefán Arndal TF3SA náði góðum árangri í keppninni frá félagsstöðinni TF3W. Ljósm.: TF3JA.

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W.

Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. Þá upplifðu menn heldur ekki þyrpingu (e. pile-up) vestan hafs frá að þessu sinni og TF3GB hafði t.d. einvörðungu sambönd á 40, 20 og 15 metrum.

Miðað við stöðuna í dag (18. september) eru þeir TF2CW og TF3W í 5. og 14. sæti í sínum keppnisflokki, og TF3GB í 16. sæti og TF3DC í 5. sæti í sínum keppnisflokkum – yfir Norðurlöndin. Hafa þarf í huga, að þessi staða er breytingum háð þar til lokafrestur til að skila dagbókum er úti þann 30. september n.k.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Upplýsingar

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF2CW

919.116

2.051

4.624

198

TF3CW virkjaði stöð TF2LL
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3W

673.036

1.633

3.913

172

TF3SA virkjaði félagsstöð Í.R.A.
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF3GB

135.280

628

1.424

95

Einmenningsflokkur, 15 metrar, lágafl

TF3DC

25.650

300

675

38

Þátttökustöðvar hafa tvær vikur til að skila inn fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar Scandinavian Activity Contest og er hægt að fylgjast með niðurstöðum eftir því sem þær berast á vefslóðinni: http://sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=CW&region=73&claimed=1

Þess má geta, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun virkja félagsstöð Í.R.A., TF3W, í SSB-hluta Scandinavian Activity keppninnar sem haldinn verður eftir þrjár vikur, eða helgina 13.-14. október n.k.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 3 =