Entries by TF3JB

,

Eindagi félagsgjalda er 1. september

Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda er í dag, 1. september samkvæmt útsendingu gíróseðla sem fram fór í júnímánuði. Samkvæmt félagslögum er innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, […]

,

Skilafrestur í TF útileikunum er til 7. september

Með þessum tölvupósti vil ég minna þá sem tóku þátt í útileikum dagana 3.-6. ágúst s.l.á að frestur til að skila inn loggum er langt genginn. Ég veit að það voru fleiri í loftinu þessa daga en þegar hafa sent inn logga. Því vil ég hvetja þá sem enn eiga eftir að senda inn logg, að […]

,

Lagfæringar og tilraunir í Skeljanesi

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. ágúst. Þessa dagana er m.a. unnið að því að ljúka frágangi félagsstöðvarinnar fyrir veturinn. TF3Y kom og forritaði annarsvegar, SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins og hinsvegar, AlfaSpid RAK rótor félagsins. SteppIR loftnetið er nú frágengið á öllum böndum á mors- og talsvæðum bandanna. Þá voru minniseiningar rótorsins forritaður í eftirfarandi stefnur: 20°(JA) 100°(EU) 160°(AF) 210° […]

,

Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn

Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn. Á Mbl.is kemur fram í dag að hann hafi látist á gjörgæsludeild Landspítalans eftir mótorhjólaslys á Sandskeiði á sunnudag. Vilhjálmur Freyr var handhafi leyfisbréfs nr. 357 og félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 47. aldursári. Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Vilhjálms hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

,

Starfshópur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A.

Áður auglýstur frestur til tilnefninga í starfshóp er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. rennur út þann 14. september n.k. Starfshópurinn verður formlega skipaður á stjórnarfundi síðar í mánuðinum. Hópurinn mun vinna að verkefninu í vetur og er miðað við að vekefnaskil til stjórnar eigi síðar en 13. maí. Málið verður í framhaldi til formlegrar kynningar á aðalfundi félagsins […]

,

Vita- og vitaskipahelgin 2012 í veðurblíðu

Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin hófst í dag, laugardaginn 18. ágúst og stendur hún yfir fram á sunnudag. Veðrið við Garðskagavita var í einu orði sagt “frábært”; heiður himinn, 17°C lofthiti og logn. Samkomutjald félagsins var komið upp um hádegisbilið og félagsstöðin, Kenwood TS-2000, varð QRV skömmu síðar. Þakkir til TF3FIN (og TF3FIN yngri), TF3IG, TF3JA, TF3-Ø33 […]

,

Vita- og vitaskipahelgin er 18.-19. ágúst

Vitinn er staðsettur efst til vinstri á kortinu. Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin verður haldin nú um helgina, 18.-19. ágúst, við Garðskagavita. Þetta er 3. árið í röð sem Í.R.A. styður þátttöku radíóamatöra í þessum alþjóðlega viðburði frá vitanum. Félagið verður með bækistöð í vitavarðarhúsinu, en að auki verður samkomutjald félagsins reist á flötinni þar nærri. HF-stöð […]

,

Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast

Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast, en hún verður haldin helgina 18.-19. ágúst n.k. við Garðskagavita. Þetta verður í 3. árið í röð sem félagið styður þátttöku í þessum viðburði frá vitanum. Aðstæður eru allar hinar bestu. Góð aðstaða er fyrir fjölskyldur, m.a. frítt tjaldsvæði og rúm aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk leiksvæðis fyrir börnin og góð hreinlætisaðstaða. […]

,

Breytingar á vefsíðu TF Í.R.A. QSL Bureau

Um helgina voru gerðar breytingar á vefsíðu kortastofunnar á heimasíðu Í.R.A. Leiðbeiningar til félagsmanna hafa nú verið einfaldaðar, auk þess sem settar voru inn upplýsingar um nýjan QSL  stjóra félagsins (þ.e. tölvupóstfang og símanúmer). Þá eru upplýsingar um nýjan bankareikning kortastofunnar komnar inn, fyrir þá sem kjósa að leggja andvirði kortagjalds beint inn á reikning félagsins […]

,

Góðir gestir í Skeljanesi

Góðir gestir sóttu félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi heim þann 2. ágúst. Það voru þeir Salvatore Sasso, IC8SQS og Pasquale Scannapieco, DJØCL/IC8SQP. Þeir félagar eru í heimsókn hér á landi hjá Claudio Corcione, TF2CL, sem er búsettur á Akranesi og komu þeir í Skeljanesið í hans fylgd. Salvatore hefur reyndar komið áður til landsins og heimsótti Í.R.A. í vor sem leið. Salvatore og Pasquale eru […]