,

Breytingar á vefsíðu TF Í.R.A. QSL Bureau

Matthías Hagvaag, TF3MH.

Um helgina voru gerðar breytingar á vefsíðu kortastofunnar á heimasíðu Í.R.A. Leiðbeiningar til félagsmanna hafa nú verið einfaldaðar, auk þess sem settar voru inn upplýsingar um nýjan QSL  stjóra félagsins (þ.e. tölvupóstfang og símanúmer). Þá eru upplýsingar um nýjan bankareikning kortastofunnar komnar inn, fyrir þá sem kjósa að leggja andvirði kortagjalds beint inn á reikning félagsins í stað þess að leggja reiðufé með kortum og skilagrein í QSL umslögin.

Nýr bankareikningur kortastofunnar er reikningsnúmer: 0114-26-010059. Skrá þarf inn kennitölu félagsins sem er: 610174-2809. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki og fjölda korta.

Mathías hefur í hyggju að setja QSL skilagreinina inn á heimasíðuna, þannig að ef menn gleyma að grípa með sér nokkur eyðublöð í heimsóknum sínum í félagsaðstöðuna (eða eru búsettir úti á landi), megi einfaldlega prenta út skilagreinar heima. Þá hefur Mathías til athugunar, hvort í boði verður að menn geti lagt inn kortagjald fyrirfram, sem úttekt félagsmanns dregst siðan frá eftir því sem kortum er skilað inn.

Vefslóð á vefsíðu Kortastofu Í.R.A.: http://www.ira.is/um-qsl-bureau/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =