,

Góðir gestir í Skeljanesi

Claudio Corcione TF2CL, Salvatore Sasso IC8SQS og Pasquale Scannapieco DJØCL/IC8SQP
skoða útprentun af fyrsta RTTY QSO’inu sem haft var frá íslenskri radíóamatörstöð (TF3IRA)
fyrir rúmum 38 árum, þ.e. þann 29. mars 1974.

Góðir gestir sóttu félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi heim þann 2. ágúst. Það voru þeir Salvatore Sasso, IC8SQS og Pasquale Scannapieco, DJØCL/IC8SQP. Þeir félagar eru í heimsókn hér á landi hjá Claudio Corcione, TF2CL, sem er búsettur á Akranesi og komu þeir í Skeljanesið í hans fylgd. Salvatore hefur reyndar komið áður til landsins og heimsótti Í.R.A. í vor sem leið.

Salvatore og Pasquale eru báðir áhugamenn um RTTY og eldri „teletype” vélar og spunnust miklar umræður um slík mál þegar þeir komu auga á innrammaðan pappír („hard copy”) sem hékk á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins af fyrsta RTTY QSO’inu sem haft var frá íslenskri radíóamatörstöð sem Kristján Benediktsson, TF3KB, hafði frá TF3IRA, þann 29. mars 1974 á Teletype 15 vél.

Það kom í ljós að þeir þekktu báðir vel til Teletype véla, ásamt Siemens og Olivetti. Umræðan náði síðan nýjum hæðum þegar Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, kom inn í herbergið og tjáði þeim að hann hafi verið viðgerðarmaður hjá Pósti & síma um áratuga skeið með sérhæfingu í að gera við og setja upp þessar vélar (þá sem telex búnað). Salvatore og Pasquale voru afar hrifnir af þeirri forsjálni að halda til haga pappírnum frá 1. QSO’inu á RTTY frá landinu. Spurðu þeir mikið um þennan TF3KB
og báðu fyrir góðar kveðjur til hans. IC8SQS, DJØCL/IC8SQP og TF2CL eru allir Ítalir að uppruna og ættaðir frá eyjunni Ischia sem er um 30 km frá Napólí.

Umrætt innrammað pappírsafrit af fyrsta RTTY QSO’i frá Íslandi sem haft var frá TF3IRA fyrir rúmum 38 árum og hangir á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins.

Líkt og fram kemur að ofan, var sá sem hafði ofangreint QSO frá TF3IRA árið 1974, Kristján Benediktsson, TF3KB. Sambandið var við K3KV á 14 MHz. Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. Sent RST var 599. Kristján notaði Teletype 15 vél ( http://www.baudot.net/teletype/M15.htm ) og heimasmíðaðan afmótara (e. demodulator). Þáverandi QTH félagsins var vestast á Vesturgötunni í Reykjavík. Sendiafl var 30W og loftnet, tvípóll.

Þegar þetta fyrsta RTTY samband var haft fyrir rúmum 38 árum notuðu radíóamatörar svokallaðar fjarritvélar (einnig nefndar “telex” eða “teletype” vélar). Vélarnar “hömruðu” stafina á pappír sem á þeim tíma var fáanlegur á þáverandi lager hjá Landssímanum í kjallara Landssímahússins við Sölvhólsgötu. Afar ánægjulegt er, að upphaflega pappírsafritið af QSO’inu hefur varðveist. Sú innrömmun sem sjá má á myndinni að ofan, er “endurnýjuð” innrömmun og bætt að gæðum. Þess má geta, að þegar eldri ramminn var “opnaður” til að nálgast upphaflega pappírinn til endurinnrömmunar, kom í ljós að pappírinn hafði verið notaður báðum megin og eru á bakhliðinni (sem reyndar sést ekki) afrit af prófunum Kristjáns, TF3KB, áður heldur en hann fór í loftið þetta kvöld í mars 1974 og kallaði út fyrsta CQ’ið á RTTY “de TF3IRA”. Þetta sýnir að menn nýttu pappírinn vel á þessum tíma.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =