,

Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast

í blíðviðri á vitahelginni á Garðskaga 2011. Frá vinstri: TF3EE, TF3GC, TF3GB, TF3IG, TF3SA, TF8SM og TF3RF. Ljósmynd: XYL TF8SM.

Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast, en hún verður haldin helgina 18.-19. ágúst n.k. við Garðskagavita. Þetta verður í 3. árið í röð sem félagið styður þátttöku í þessum viðburði frá vitanum. Aðstæður eru allar hinar bestu. Góð aðstaða er fyrir fjölskyldur, m.a. frítt tjaldsvæði og rúm aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk leiksvæðis fyrir börnin og góð hreinlætisaðstaða. Vert er að benda á Byggðasafnið í Garði. Veitingastaður (og bar) sem tekur 50 manns í sæti er þar á efri hæð. Að auki er starfrækt handverkssala í gamla vitavarðarhúsinu þar sem í boði er úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum.

Meðal nýjunga að þessu sinni er að félagsmaður okkar, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML,kemur á staðinn á nýrri og glæsilega búninni fjarskiptabifreið sinni ásamt fylgibúnaði. Þegar turninn er kominn í fulla hæð, mun hann verða jafn hár Garðskagavita sjálfum, eða 28,5 metrar. Bifreiðin og fjarskiptavirkið sjálft verða til sýnis fyrir félagsmenn Í.R.A. og fjölskyldur þeirra við Garðskagavita um helgina. Sjá mynd neðar á síðunni.

Undirbúningsnefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar er að störfum um þessa helgi og þess að vænta, að endanlegar upplýsingar um starfsemina, m.a. um starfrækslu TF8IRA, liggi fyrir fljótlega og verða þá upplýsingarnar birtar á þessum vettvangi. Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Vefslóð: http://illw.net/

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna á Garðskaga um næstu helgi enda veðurspá góð.

Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með turni sem reisa má í allt að 28,5 metra hæð, er
eitthvert glæsilegasta færanlega fjarskiptavirkið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Myndin var tekin í reynsluferð þann 30. apríl 2012. Ljósmynd: TF3ML.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen + 6 =