,

Vita- og vitaskipahelgin 2012 í veðurblíðu

Frá Alþjóðlegu Vita- og vitaskipahelginni 2012 á Garðskaga. Fjarskiptabifreið TF3ML og loftnetsturn í forgrunni. Turninn var reistur í 25 metra hæð þegar myndin var tekin.

Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin hófst í dag, laugardaginn 18. ágúst og stendur hún yfir fram á sunnudag. Veðrið við Garðskagavita var í einu orði sagt “frábært”; heiður himinn, 17°C lofthiti og logn. Samkomutjald félagsins var komið upp um hádegisbilið og félagsstöðin, Kenwood TS-2000, varð QRV skömmu síðar. Þakkir til TF3FIN (og TF3FIN yngri), TF3IG, TF3JA, TF3-Ø33 og TF3-Ø35 fyrir vinnuframlagið og snör handbrögð.

Þrjár stöðvar voru samtímis QRV á kallmerki félagsins, TF8IRA. Á morsi á 14 MHz, á morsi (og tali) á 18 MHz og á PSK-31 á 14 MHz. Þótt tilfinningin væri einstök að vinna úr stóra tjaldi félagsins á ferskri grasflötinni, var toppurinn óneitanlega stórglæsileg færanleg fjarskiptastöð TF3ML sem var búin stóru einbands Yagi loftneti á 14 MHz frá OptiBeam, af gerðinni OB5-20.

Síðdegis þáðu viðstaddir síðan eftirmiðdagskaffi í boði TF3ML, en viðurgerningur var ilmandi heimabakaðar múffur sem Kolbrún Edda, dóttir TF3ARI, hafði sérstaklega bakað fyrir Ólaf fyrr um daginn fyrir gesti á vitahelginni.

Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með færanlegum loftnetsturni í nærmynd.

TF3SA í loftinu á morsi sem TF8IRA í fjarskiptabifreið TF3ML. Stefán var mjög hrifinn af aðstöðunni.

TF8GX í loftinu á morsi sem TF8IRA í samkomutjaldi Í.R.A. TF3-Ø33 og TF3-Ø35 fylgjast með.

TF3-Ø33, TF3FIN og TF3ML í hádegisverðarhléi í veðurblíðunni. Hjólhýsi TF3IG er í baksýn.

TF3JA og TF3IG “pústa” og bíða þess að kaffið verði til eftir að lokið var við að tjalda.

TF3XON og TF3-Ø35 bíða þess að kaffið renni í fjarskiptatjaldi TF8IRA.

TF3ARI kom færandi hendi úr Reykjavík kl. 15 með múffurnar hennar Kolbrúnar Eddu.

TF3MSN sagðist viss um að skilyrðin væru ekki síðri á Akranesi en á Garðskaga. TF3IG var ekki viss…

TF8GX og XYL TF3IG njóta veðurblíðunnar fyrir utan vitavarðarhúsið á Garðskaga

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + 9 =