,

Glæsileg niðurstaða hjá TF2RR

Á myndinni má sjá hluta af loftnetum Georgs Magnússonar TF2LL sem TF2RR notaði í CQ WW RTTY keppninni. Á turninum eru OptiBeam 18-6 fyrir 40-10 metra böndin og OptiBeam 1-80 fyrir 80 metrana. Turninn er 28 metra hár, að stærstum hluta heimasmíðaður. Ljósmynd: TF3JB.

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) í CQ World-Wide RTTY keppninni sem haldin var helgina 29.-30. september s.l., eru komnar á netið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir, eru vísbendingar um, að TF2RR kunni að verða í einu af fimm efstu sætunum yfirheiminn í sínum keppnisflokki. TF2RR hafði alls 3.040 QSO og 3.805.097 heildarstig. Þetta er
glæsilegur árangur og líklega sá besti sem náðst hefur frá TF stöð í alþjóðlegri RTTY keppni hingað til!

Unnið var frá vel útbúinni stöð Georgs Magnússonar, TF2LL, í Borgarfirði og keppti TF2RR í fleirmenningsflokki, á öllum böndum (80-40-20-15-10 metrum), hámarksafli, aðstoð. Að sögn Guðmundar Inga Hjálmtýssonar, TF3IG, forseta klúbbsins, voru skilyrðin mjög góð fyrri dag keppninnar, eða allt fram á seinnipart sunnudagsins þegar truflana tók að gæta í fareindahvolfinu.

Til upplýsingar skal þess getið, að TF2RR (og TF3RR) eru kallmerki Radíóklúbbsins radíó refir, sem fengu úthlutað kallmerkjum fyrir rúmum 2 árum. Félagsmenn eru: Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Haraldur Þórðarson TF3HP og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, auk Andrésar Þórarinssonar TF3AM, sem nýlega gekk til liðs
við refina.

Stjórn Í.R.A. óskar þeim félögum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

__________


Frestur til að skila keppnisdagbókum til keppnisnefndar CQ rennur út á miðnætti á föstudag. Þá má gera ráð fyrir að flestar dagbækur verði komnar fram, en samkvæmt nýjum reglum geta keppnisstöðvar sótt um allt að 30 daga frest til að skila keppnisgögnum. Fylgjast má með upplýsingum um innsend gögn í keppninni á vef keppnisnefndar CQ tímaritsins á vefslóð: http://www.cqwwrtty.com/logs_received.shtml

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 1 =