,

Vel heppnaður SteppIR dagur í Skeljanesi

SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA. Ef vel er að gáð, má sjá að “reflectorinn” (stakið fjærst á myndinni) hallar niður til vinstri samanborið við hin stökin. Þetta var meðal þess sem lagfært var í Skeljanesi.

dag, laugardaginn 29. september, mætti hópur vaskra manna í Skeljanes. Á dagskrá voru eftirtalin verkefni:

  • Að skipta út festingu loftnetsins við rörið á turninum (e. boom to mast) fyrir nýja sem gerð er fyrir erfiðar veðuraðstæður.
  • Að fara yfir samsetningar á bómu loftnetsins til að lagfæra sig/halla á “reflector” stakinu (sem greina má á myndinni að ofan).
  • Að vatnsverja tengingar á AlfaSpid RAK rótor loftnetsins, en frá þeim hafði verið gengið til bráðabirgða í júlí s.l.
  • Að festa snúru í ónotaða talíu efst í turninum sem notuð verður fyrir uppsetningu loftneta á lægri tíðnum fyrir TF3IRA.

Dagurinn gekk framúrskarandi vel og í svölu veðri en kyrru tókst að ljúka ofangeindum verkefnunum á aðeins nokkrum klukkustundum. Í lok dags, var það samdóma álit viðstaddra, að SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins sé nú tilbúið fyrir válynd veður vetrarins. Verkefni dagsins voru unnin undir öruggri  verkstjórn Benedikts Guðnasonar TF3TNT stöðvarstjóra TF3IRA. Aðrir sem hjálpuðu til voru þeir Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 og Jónas Bjarnason TF3JB. Sjá nokkrar ljósmyndir af framkvæmdum
dagsins hér fyrir neðan.

Turninn felldur og unnið að undirbúningi þess að skipta út “boom to mast” festingunni.

TF3TNT losar gömlu festinguna. Sumir boltarnir snérust í sundur strax og tekið var á þeim.

Benedikt TF3TNT gengur frá nýju festingunni. TF3-Ø33 og TF3CW slá á létta strengi og aðstoða.

Bendikt gengur frá endurtengingu og vatnsvörn tengikassa AlfaSpid RAK rótorsins.

Báðar samsetningarnar á bómu loftnetsins voru styrktar með 4 nýjum gegnumgangandi boltum.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA að loknum aðgerðum dagsins. TF3CW staðfesti að SteppIR’inn vinnur vel.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − nine =