,

CQ WW RTTY keppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide RTTY keppnin 2012 fer fram um helgina og hefst laugardaginn 29. september. Keppnin er 48 klst. keppni, hefst á miðnætti á laugardag og lýkur tveimur sólarhringum síðar. Þetta er ein af helstu alþjóðlegum RTTY keppnum í heiminum og gera spár ráð fyrir að allt að 20 þúsund radíóamatörar muni taka þátt; en sá fjöldi skilar reyndar ekki allur keppnisdagbókum.

Reglur eru um flest líkar þeim sem gilda í CW og SSB keppnum CQ tímaritsins, en eru þó í nokkrum meginatriðum ólíkar. Sem dæmi, fer RTTY keppnin ekki fram á 160 metrum. Einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar reglur keppninnar eru á þessari vefslóð: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm

Þess má geta til viðbótar, að CQ gerir þær kröfur í öllum keppnum á þeirra vegum frá og með október í ár, að skila beri gögnum til keppnisnefndar innan 5 sólarhringa eftir að keppni lýkur. Samkvæmt því er síðasti skila dagur í CQ WW RTTY keppninni 2012 þann 5. október n.k.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + fifteen =