,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Ágætt úrval var af 100W HF sendi-/móttökustöðvum á flóamarkaðnum, m.a. frá Kenwood og Yaesu.

Flóamarkaður Í.R.A. fór fram sunnudaginn 21. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Metaðsókn var, en alls komu 46 félagar og gestir á staðinn. Húsið var opið frá hádegi til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. Kenwood TS-140S HF stöð ásamt PS-430 aflgjafa, Yaesu FT-847 HF stöð ásamt FT-20 loftnetsaðlögunarrás, Yaesu FT-900 HF stöð, Yaesu FT-107M HF stöð með FV-107 VFO, FP-107E sambyggðum aflgjafa/hátalara og FC-107 sambyggðri loftnetsaðlögunarrás/loftnetaskipti, nokkrar Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FRG-7000viðtæki, Alinco DM-330MVT 30A aflgjafi, mikið magn af eldri VHF og UHF stöðvum, smíðaefni, íhlutir, kassar til smíða, mælitæki og margs konar aukahlutir (m.a. frá MFJ og Yaesu), auk loftneta fyrir HF VHF og UHF böndin frá Diamond, M2, Cushcraft og WiMO. Þá var ágætt framboð af tölvum, lyklaborðum og LCD tölvuskjám. Hápunktur dagsins var uppboð á dýrari hlutum og búnaði sem haldið var stundvíslega kl. 14 og annaðist Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, það af einskærri snilld. Alls voru 15 “númer” á uppboðinu og sala með ágætum. Óhætt er að fullyrða að þeir sem gerðu viðskipti á flóamarkaðnum hafi undantekningarlaust gert góð kaup. Hér á eftir fylgja nokkrar ljósmyndir.

Einar Ívar Eiríksson TF3ZE skoðar Yaesu FT-847 og Yaesu FC-20 loftnetsaðlögunarrás sem fylgdi með.

Uppboð í gangi. Frá vinstri: Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Ægir Þór Ólafsson TF2CT, Ársæll Óskarsson TF3AO, Benedikt Guðnason TF3TNT, Guðmundur Sveinsson TF3SG og Stefán Arndal TF3SA.

Uppboð í gangi. Frá vinstri: Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN og Svanur yngri, Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN, Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33, Garibaldi Sveinsson og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.

Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN gerði góð kaup á flóamarkaðnum í tölvu, lyklaborði, skjá og mús.

Margt áhugavert var í boði. Frá vinstri: Stefán Arndal TF3SA, Jón Ingvar Óskarsson TF1JI, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI og Benedikt Sveinsson TF3CY.

Piotr Brzozowski TF3PLN og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG sögðust hafa gert mjög góð viðskpti.

Höskuldur Elíasson TF3RF og Stefán Þórhallsson TF3S voru ekki að leita að neinu sérstöku, en sögðu engu að síður margt áhugavert vera í boði á flóamarkaðnum þetta árið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 3 =