Entries by TF3JB

,

3.637 MHz – ný innanlandstíðni á 80 metrunum

Ákveðið hefur verið að skipta um innanlandstíðni og er nýja tíðnin 4 kHz hærri, eða 3.637 MHz frá og með deginum í dag, þ.e. föstudeginum 24. júlí 2009. Félagsmenn eru beðnir um að láta þessar upplýsingar berast. Með góðri kveðju, TF2JB.

,

3637 í stað 3633 á föstudag

Ágætu félagar! Hugmyndin var núna eftir helgina að skipta innanlandstíðninni 3.633 MHz út fyrir 3.640 MHz, þ.e. í tíma fyrir Útileikana. Þá kom í ljós á síðustu stundu, að RSGB (þ.e. hið breska ígildi ÍRA) er með QTC sendingar á þessari tíðni alla sunnudagsmorgna fram yfir hádegi all árið um kring og þær sendingar heyrast […]

,

Félagsaðstaðan gerð þægilegri

Nýlega var gerð breyting á uppröðun húsgagna í félagsaðstöðunni (þ.e. niðri). Hægindastólarnir voru færðir í stærra rýmið og stólarnir sem þar voru í hitt rýmið. Hugmyndin er síðan í framhaldi að færa tússtöfluna á “sjávarsíðuvegginn” þannig að hún blasi einnig við þeim sem sitja í rýminu þar sem bókaskápurinn er. Með þessu móti fást aukin […]

,

TF3RPC QRV á ný

TF3RPC varð á ný QRV í gær, 7. júlí kl. 11:30 er TF3WS tengdi nýjan aflgjafa við stöðina. Endurvarpinn er vistaður í bráðabirgðaaðstöðu í Espigerðinu á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir. Því fylgir, að heldur minna loftnet er notað á meðan. TF3GW ætlar fljótlega að endurforrita stöðina þannig að “halinn” í sendingu verði minni eða hverfi […]

,

Bílrúðumerkin komin

Ný framleiðsla af bílrúðulímmiðum með félagsmerkinu er komin. Þau verða til afgreiðslu í félagsheimilinu frá og með fimmtudagskvöldinu 9. júlí. Verðið er 200 kr/stk eða 500 kr/3 stk.

,

Nefnd um endurúthlutun kallmerkja að taka til starfa

Á aðalfundi Í.R.A. 23. maí s.l. var samþykkt að stofna til nefndar er geri tillögu um vinnureglur félagsins um hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki, t.d. í kjölfar þess að lykill hljóðnar (þ.e. leyfishafi deyr). Hér geta komið til mörg álitamál. Einn leyfishafi kann t.d. að hafa verið mjög virkur […]

,

Frá opnun Fjarskiptaminjasafnsins að Skógum

Safn fjarskiptatækja og búnaðar sem er hluti af Samgöngusafninu að Skógum var formlega opnað í dag, 6. júní 2009 kl. 14:00. Um er að ræða safn fjarskiptatækja og aukahluta sem Sigurður Harðarson (TF3WS) hefur safnað og afhenti safninu til eignar og varðveislu í dag. Á annað hundrað manns voru viðstaddir opnuna. Meðal ræðumanna voru Sverrir […]

,

Opnun talstöðvasafns Sigga Harðar TF3WS að Skógum

Laugardaginn 6. júní kl. 14 verður opnuð sýning á merkilegu safni bílatalstöðva í Samgöngusafninu að Skógum undir Eyjafjöllum. Það er Sigurður Harðarson rafeindavirki (TF3WS) sem hefur safnað öllum gerðum bílatalstöðva sem notaðar hafa verið á Íslandi og afhendir hann nú samgöngusafninu að Skógum safn sitt. Siggi hefur safnað tækjunum í um 40 ár og þau […]

,

Stjórn Í.R.A. 2009-2010 hefur skipt með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2009-2010 var haldinn þriðjudaginn 2. júní 2009 í Reykjavík. Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir: Jónas Bjarnason TF2JB formaður, Guðmundur Sveinsson TF3SG varaformaður, Guðmundur Löve TF3GL ritari, Erling Guðnason TF3EE gjaldkeri og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN meðstjórnarndi. Varamenn: Jón Ingvar Óskarsson […]