,

VHF-UHF Yagi loftnet félagsins eru komin upp

Allt klárt, loftnetin komin upp og verkefninu lokið kl. 17. TF3KX, TF3SNN, TF3EE og TF1JI. Ljósmynd: TF3LMN.

Hópur röskra manna undir stjórn Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN, stöðvarstjóra Í.R.A. mættu í Skeljanesið 2. júní eftir hádegið í frábæru sumarveðri og settu upp VHF og UHF Yagi loftnet félagsins. Auk Sveins, komu þeir Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI; Erling Guðnason, TF3EE; og Kristinn Andersen, TF3KX. Sveinn Bragi og Jón Ingvar höfðu áður undirbúið verkefnið (ásamt fleirum) með smíði festinga og annarri samsetningarvinnu loftneta, formagnara og rótors. Sjá fleiri myndir og nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Gengið frá síðustu herslum á festingunum. TF3KX, TF3SNN, TF1JI og TF3EE. Ljósmynd: TF3LMN.

Kústarnir komu í góðar þarfir á síðustu metrunum! TF3KX, TF3SNN, TF1JI og TF3EE. Ljósmynd: TF3LMN.

Gengið frá köplum og öðrum festingum. TF3SNN og TF1JI. Ljósmynd: TF3LMN.

Loftnetin eru frá framleiðandanum M2 og eru hringpóluð Yagi loftnet. VHF netið er af 2MCP14 gerð (14 elementa/10.2 dBdc ávinningur) og UHF netið er af 436CP30 gerð (30 elementa/14.15 dBdc ávinningur). Rótorinn er af tegundinni Yaesu G-5400B og er sambyggður rótor fyrir lóðréttar/láréttar loftnetastillingar. Með rótornum fylgir fjölstillikassi (Elevation Azimuth Dual Controller) sem má tengja við og stýra með tölvu. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, lánar félaginu rótorinn. Loks má geta VHF og UHF formagnaranna, sem eru frá SSB-Electronic í Þýskalandi. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suðhlufall á UHF.

Nýju VHF/UHF loftnetin eru hugsuð til að byrja með til fjarskipta gegnum gervitungl radíóamatöra með Kenwood TS-2000 stöð félagsins sem getur gefið út 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.

Stefnt er að því að ljúka frágangi stýrikapla og öðrum stillingum um aðra helgi, þ.e. 12.-13. júní n.k.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + 11 =