,

Frá aðalfundi Í.R.A. 2010

Hluti fundargagna sem lögð voru fram á aðalfundi 2010.

Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 22. maí 2010 í Yale fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX og Brynjólfur Jónsson, TF5B, fundarstjórar og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Alls sóttu 24 fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári). Fundurinn hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:25.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2010-2011: Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Erling Guðnason, TF3EE; Gísli G. Ófeigsson, TF3G; Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN; og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA. Í varastjórn: Jón I. Óskarsson, TF1JI; og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson TF3DC, Haukur Konráðsson TF3HK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS (til vara). Úr stjórn gengu eftirtaldir: Guðmundur Löve, TF3GL og Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Fundargerð mun fljótlega verða birt á heimasíðunni ásamt nánari upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − six =