,

TF3DX verður með sýnikennslu á laugardag

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn í félagsaðstöðunni á morgun, laugardaginn 6. október og hefst kl. 10:00 árdegis. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætir í Skeljanes og heldur hraðnámskeið (sýnikennslu) fyrir þá sem eiga eða vilja læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Námskeiðið miðast við byrjendur en einnig verður svarað spurningum frá þeim sem eru lengra komnir.

Félagar mætum stundvíslega! Meðlæti frá frá Björnsbakaríi verður í boði með kaffinu.

MFJ-269 loftnetsgreinir félagsins.

MFJ-269 loftnetsgreinirinn vinnur í tíðnisviðinu frá 1.8 MHz til 170 MHz annars vegar, og tíðnisviðinu 415 MHz til 470 MHz, hins vegar. Tækið er búið innbyggðum rafhlöðum til nota á vettvangi (t.d. úti við loftnet) sem og í fjarskiptaherbergi innanhúss (tengt við utanáliggjandi 12 volta spennugjafa). Til ráðstöfunar eru m.a. sveifluvaki með breytanlegri tíðni, tíðniteljari, tíðnimargfaldari, 12 bita A-D breytir og sérhæfður forritanlegur örgjörvi til mælinga. Með tækinu má gera margvíslegar mælingar á loftnetum og RF sýnvarviðnámi, þ.á.m. að mæla rafsegulfjarlægð til skammhleyptrar eða opinnar fæðilínu, töp í kóax fæðilínum og til mælinga á standandi bylgjum. Tækið er hannað til greiningar á 50 ? loftnetum og fæðilínum, en mælir hvaða sýndarviðnámsgildi sem er á bilinu 5-600 Ohm.

(Ljósmyndir: TF3LMN).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 3 =