,

Spennandi tilraunir á VHF og UHF á laugardegi

Loftnet félagsins á Garðskaga er af gerðinni Workman UVS-300 frá OPEC. Ljósmynd: TF8SM.

Líkt og kunnugt er, var Kenwood endurvarpi félagsins sem var tengdur við TF8RPH á Garðskaga fluttur þann 9. september s.l. til TF1RPH í Bláfjöllum og skipt út fyrir stöðina þar sem varð fyrir eldingu.

Í því augnamiði að nota aðstöðuna á Garðskaga til tilrauna uns til nýr endurvarpi verður tengdur, gerðu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM ferð í vitavarðarhúsið á Garðskaga í dag, þann 6. október, og tengdu Kenwood TM-D700A VHF/UHF sendi-/móttökustöð við VHF/UHF húsloftnet félagsins á staðnum (sem áður var tengt við TF8RPH).

Frá því skömmu eftir hádegi í dag (6. október) hefur TM-700A stöðin þannig unnið frá Garðskaga sem krossband endurvarpi í tengslum við TF1RPB í Bláfjöllum. Þetta þýðir, að þegar merki er sent út á tíðninni 434.500 MHz, er það áframsent á tíðninni 145.150 MHz (frá Garðskaga) sem opnar viðtæki TF1RPB í Bláfjöllum og sendir merkið út á 145.750 MHz. Að sama skapi, þegar merki er sent inn á TF1RPB er það móttekið á Garðskaga og sent út á tíðninni 434.500 MHz. Í báðum tilvikum er notuð CTCSS tónlæsing á 88,5 riðum. Eins og áður hefur komið fram, er hægt að hlusta á fjarskiptin á þessum tíðnum þótt stöð eða viðtæki sé ekki búið tónlæsingarbúnaði.

Hugmyndin er, að þessi uppsetning verði í gangi um óákveðinn tíma í tilraunaskyni. Það er TF3ARI sem lánar stöðina og TF8SM sem lánar aflgjafann. Stjórn Í.R.A. lýsir yfir ánægju sinni með framtak þeirra félaga og hvetur félagsmenn til að taka þátt í þessu spennandi verkefni.

Endurvarpinn TF1RPB hefur aðstöðu í þessu stöðvarhúsi í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3ARI.

Kenwood TM-D700A VHF/UFH sendi-/móttökustöðin.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen + fourteen =