Mánudagskvöldið 11.okt kl. 20:00 verður haldið smíðakvöld nr 2 í
félagsaðstöðu I.R.A.undir stjórn Vilhjálm Í. Sigurjónssonar, TF3VS.
Verkefni kvöldsins verður interface milli tölvu og radio
til fjarskifta á t.d PSK31, RTTY og SSTV

Skráning til þátttöku stendur ennþá yfir.

Þátttökugjald verður 4000 kr fyrir pörtum og íhlutum

p.s. þátttakendur þurfa að koma með lóðbolta og vírklippur

Ljósmyndirnar voru teknar á flóamarkaðnum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 2008. Ljósmyndir: TF2JB

Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes næstkomandi sunnudag, 10. október . Húsið veður opnað kl. 11:00 og verður opið til kl. 16:00. Í ráði er að halda í fyrsta skipti uppboð á völdum hlutum sem hefst nákvæmlega kl. 14:30.

Undirbúningur flóamarkaðarins hefst síðdegis daginn áður (að laugardeginum) á milli kl. 16 og 18 þegar þeim hlutum sem félagið er aflögufært um verður stillt upp, en á þeim tíma geta þeir félagsmenn einnig mætt sem óska að selja/gefa hluti á flóamarkaðnum og stillt þeim upp. Fyrir þá, sem hentar það betur, er einnig í boði að stilla upp hlutum u.þ.b. klukkustund fyrir opnun á sunnudagsmorgninum (þ.e. frá kl. 10).

Í boði er margt af “girnilegu” amatördóti, s.s. stöðvar, loftnet, viðtæki, mælitæki (og aukahlutir af ýmsum gerðum) og íhlutir, s.s. stórir hverfiþéttar, stórar kælingar og fleira nytsamlegt. Félagið býður upp á kaffi og ný vínarbrauð frá Mosfellsbakaríi.

Fyrirspurnir, ábendingar o.þ.h. óskast sent á ira@ira.is.

TF2JB

Loftnetið við TF1RPB er á staurnum til hægri. Ljósmynd: TF3WS.

Sigurður Harðarson, TF3WS, gerði ferð í Bláfjöll um hádegisbilið í dag (mánudaginn 4. október) og tók niður endurvarpann og flutti með sér til Reykjavíkur. Hugmyndin er annars vegar að tengja sérstaka rás við tækið sem sendir út auðkenni á morsi (“ID”) og hins vegar, að endurstilla núverandi útsendingartakmörkun (“time-out”) sem er aðeins um 1-1,5 mínútur. Þór Þórisson, TF3GW, mun útvega rásina fyrir auðkennið og þeir Sigurður munu ganga frá stillingum. Leitast verður við að flýta verkefninu til að endurvarpinn komist sem fyrst í notkun aftur.

Bestu þakkir til þeirra Sigurðar og Þórs.

TF2JB

“Hollensku Antilleseyjar” sem áður voru nefndar “Hollensku Vestur-Indíur” (e. Netherlands Antilles) munu mynda sjálfstætt ríki þann 10. október n.k. Frá þeim degi heyra Hollensku Antilleseyjar sögunni til. St. Maarten og Curacao verða sjálfstætt ríki í ríkjasambandi við Holland og munu njóta sömu stöðu og Aruba nýtur í dag innan Hollands (en Aruba lýsti yfir sjálfstæði frá Hollensku Antilleseyjum árið 1986). Bonaire, Saba og Sint Eustatius munu njóta stöðu sem sérgreind stjórnunareining (e. Public body) og því falla beint undir stjórn Hollands. Þessar breytingar munu hafa eftirfarandi áhrif á DXCC stöðu mála samkvæmt úrskurði viðurkenningarnefndar ARRL um DXCC þann 23. september s.l.:

Frá og með 10. október (kl. 04:00 GMT) munu PJ2/PJ4 (Leeward Islands) og PJ5/PJ6/PJ7 (Windward Islands) missa gildi sitt sem DXCC einingar. Það er því ráðlegt fyrir þá sem vantar þessi lönd (eða e.t.v. á ákveðnum böndum) að nota tímann vel fram til 10. október n.k.

Þótt óstaðfest sé þegar þetta er skrifað, má svo gott sem slá því föstu, að eftirfarandi nýjar DXCC einingar komi í stað þeirra tveggja ofannefndu, frá sama tíma. Endanleg niðurstaða DXCC viðurkenningarnefndar ARRL mun þó ekki liggja fyrir strax og e.t.v. ekki fyrr en undir áramót, enda verður ekki hægt að fá uppfærslu á DXCC stöðu vegna sambanda við nýju einingarnar fyrr en eftir 1. janúar 2011. Nýju einingarnar eru þessar:

(1) PJ2 (Curacao) mun verða ný DXCC eining.
(2) PJ4 (Bonaire) mun verða ný DXCC eining.
(3) PJ5 (St. Eustatius) og PJ6 (Saba) munu verða ný DXCC eining (vegna landfræðilegrar nálægðar).
(4) PJ7 (St. Maarten) mun verða ný DXCC eining.

Þær breytingar sem framundan eru á DXCC stöðu ofangreindra landsvæða frá 10. október n.k., hafa haft það í för með sér að fjöldi DX-leiðangra er þegar kominn á staðinn og hafa dreift sér á hinar mismunandi eyjar. Sérhver leiðangur vonast til að hafa sem flest sambönd og er reiknað er með mikilli eftirspurn. Leiðangursstjórar þeirra hafa undanfarnar vikur undirbúið niðurskiptingu á tíðnisviðum á öllum böndum frá 160 metrum upp í 10 metra (fyrir sérhvert af ofangreindum forskeytum), í því augnamiði að sem flestar stöðvar geti haft sambönd við sem flesta leiðangra. Samkomulag náðist 30. september s.l. og er það nú til kynningar hjá flestum landsfélögum radíóamatöra um heiminn. Viðmiðunarupplýsingarnar má sjá á þessum hlekk, þ.e. svokallað “10-10-10 PJ Operations Band Plan”:

http://www.dailydx.com/PJ_Band_Plan_100930a.pdf

Bestu þakkir til Þorvaldar, TF4M, fyrir góða aðstoð. 73 de TF2JB.

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS. Ljósmyndir: TF3JA.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Guðmundur Sigurðsson, TF3GS lögðu á fjallið Búrfell á Suðurlandi í morgun. Erindi ferðarinnar var að skipta út loftneti endurvarpans TF1RPE (Búra) og höfðu þeir nýtt loftnet meðferðis. Í ljós kom, að þess þurfti ekki með. Hins vegar hafði efri hluti netsins losnað upp og var gengið frá því aftur. Loftnetið virðist þannig vera óskaddað og var það staðfest með mælingum. Tíðni endurvarpans er 145.100 MHz RX / 145.700 MHz TX. Félagsmenn eru hvattir til að prófa endurvarpann til að staðfesta að merkin séu jafn góð frá honum og áður.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim TF3JA og TF3GS fyrir góða aðstoð.

Comment frá TF2JB

Flottar ljósmyndir Jón!

 

 

 

 

 

 

 

Mánudagskvöldið 4.okt kl. 19:00 verður haldið smíðakvöld í
félagsaðstöðu I.R.A.undir stjórn Vilhjálm Í. Sigurjónssonar, TF3VS.
Verkefni kvöldsins verður spennumælir sem TF3VS smíðaði og
skrifað var um í 2 tbl CQTF 2010.

Skráning til þátttöku stendur ennþá yfir.

Þátttökugjald verður 1000 kr fyrir pörtum og íhlutum

p.s. þátttakendur þurfa að koma með lóðbolta og vírklippur

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Um tugur íslenskra stöðva tók þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) helgina 18.-19. september. Upplýsingar liggja þegar fyrir um glæsilegan árangur Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW, sem starfrækti kallmerkið TF3W frá félagsstöðinni í Skeljanesi.

Sigurður hafði alls 2.038 QSO og er áætlaður heildarárangur um 951.000 punktar. Viðvera í keppninni var um 22 klst., sem gerir tæplega 1,6 QSO/mínútu að meðaltali (alla keppnina). Frábær árangur.

Ljóst er, að a.m.k. er um að ræða nýtt Íslandsmet í einmenningsflokki á öllum böndum (fullu afli) í SAC keppninni, en þessi árangur er rúmlega tvöfalt betri en núgildandi met. Að sögn Sigurður, voru skilyrðin ágæt á 20 metrum og neðar.

Stjórn Í.R.A. sendir Sigurði hamingjuóskir með árangurinn.

Áhugahópur um þátttöku frá TF í Scandinavian Activity Contest (SAC) mun hittast í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í Reykjavík
fimmtudaginn 16. september kl. 21:00.

Morsehluti keppninnar verður haldinn helgina 18.-19. september n.k. og SSB hlutinn verður haldinn helgina 9.-10. október n.k.

SAC keppnirnar eru sólarhringskeppnir, þ.e. þær hefjast á hádegi á laugardegi og þeim lýkur á hádegi á sunnudegi (þ.e. 12:00 GMT).

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

TF2JB

Í október verður haldið tvö smíðakvöld þann 4 og 11 og
verða þau haldinn í félagsaðstöðu I.R.A. á mánudagskvöldum
undir stjórn Vilhjálm Í. Sigurjónssonar, TF3VS.

Smíðakvöld 1 (4. okt.)

 

 

 

 

 

 

 

Verkefni kvöldsins verður spennumælir sem TF3VS smíðaði og
skrifað var um í 2 tbl CQTF 2010.

Smíðakvöld 2 (11. okt.)

 

 

 

 

 

 

Verkefni smíðakvölds tvö verður interface milli tölvu og radio
til fjarskifta á t.d PSK31, RTTY og SSTV

Þeir sem hafa áhuga á þáttöku eru bent á að skrá sig.
Taka þarf fram hvort eða bæði kvöldin áhugi er fyrir.

Nákvæmlega klukkan 1200Z, næsta laugardag, þann 18. september hefst Scandinavian Activity Contest (SAC) CW keppnin 2010. Ég treysti því að sem flestir ætli að taka þátt, og hafi kynnt sér reglurnar á: http://www.sactest.net/

Félagsstöðin verður að sjálfsögðu í gangi, notar kallmerkið TF3W og keppir í SOAB HP flokki (einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl). Stöðina mannar að þessu sinni TF3CW.

Koma svo……….allir með !!!

73 de Sigurður, TF3CW.

Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.

Vetraráætlun Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2010 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Vetraráætlunin verður nánar til kynningar í næsta tölublaði CQ TF (4. tbl. 2010). Samkvæmt áætluninni eru alls sjö erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiða, hraðnámskeiða og flóamarkaðs að hausti (sem er nýjung). Þá hefjast sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar 12. desember n.k. Alls er um að ræða 20 viðburði. Það er skoðun undirritaðs, að afar vel hafi til tekist með skipulagningu verkefnisins, sem var í höndum Erlings Guðnasonar, TF3EE, varaformanns.

O K T Ó B E R

Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
4. október mánudagur Smíðakvöld Smíðaverkefni-A (sjá 4. tbl. CQ TF) Vilhjálmur, TF3VS 19:00-22:30 Forskráning, takmarkaður fjöldi
7. október fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
10. október sunnudagur Flóamarkaður Félagsmenn kaupa/selja tæki/búnað   11.00-16:00 Flóamarkaður að hausti
11. október mánudagur Smíðakvöld Smíðaverkefni-B (sjá 4. tbl. CQ TF) Vilhjálmur, TF3VS 19:00-22:30 Forskráning, takmarkaður fjöldi
12. október þriðjudagur Námskeið “Win-Test” keppnisforritið, hraðnámskeið Yngvi, TF3Y 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
14. október fimmtudagur Útileikar 2010 Afhending verðlaunaskjala útileikanna 2010 Kristinn, TF3KX 20:00-20:30  
14. október fimmtudagur Erindi Uppbygging endurvarpsstöðva á VHF Sigurður, TF3WS 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
21. október fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
26. október þriðjudagur Námskeið “Win-Test” keppnisforritið, hraðnámskeið Yngvi, TF3Y 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
28. október fimmtudagur Erindi Hvernig hefur maður EME QSO á 50 MHz? Benedikt, TF3CY 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

N Ó V E M B E R

Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
4. nóvember fimmtudagur Erindi Fjarskipti um gervitungl radíóamatöra Ari, TF3ARI 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
11. nóvember fimmtudagur Opið hús Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
17. nóvember miðvikudagur Námskeið Sambönd um gervitungl, hraðnámskeið Sveinn Bragi, TF3SNN 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
18. nóvember fimmtudagur Opið húsð Kaffi á könnunni Almennar umræður 20:00-22:00  
25. nóvember fimmtudagur Erindi Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna Vilhjálmur Þór, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

D E S E M B E R

Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
2. desember fimmtudagur Erindi APRS kerfið og reynsla af því á Íslandi Jón Þóroddur, TF3JA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
8. desember miðvikudagur Námskeið Sambönd um gervitungl, hraðnámskeið Sveinn Bragi, TF3SNN 19:30-22:00 Forskráning, takmarkaður fjöldi
9. desember fimmtudagur Erindi Viðurkenningarskjöl radíóamatöra Jónas, TF2JB & Guðlaugur, TF8GX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
12. desember sunnudagur Opið hús Kaffi á könnunni Umræðuþema: Loftnet fyrir 160 m. 10:00-12:00 1. sunnudagsopnun
16. desember fimmtudagur Erindi QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl. Bjarni, TF3GB 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
19. desember sunnudagur Opið hús Kaffi á könnunni Umræðuþema: RTTY teg. útgeislunar 10:00-12:00 2. sunnudagsopnun

Í septemberhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni sem fram fór dagana 24.-25. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar átta stöðvar deilast á 5 keppnisflokka:

Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl: 3 stöðvar.
Einmenningsflokkur, öll bönd – aðstoð, hámarks útgangsafl: 2 stöðvar.
Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Einmenningsflokkur, 1.8 mHz, hámarks útgangsafl: 1 stöð.
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl: 1 stöð.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, náði bestum árangri af einmenningsstöðvum á öllum böndum í L-flokki, eða 422,598 stigum – 1,061 QSO.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði mjög góðum árangri sem einmenningsstöð á 7 MHz, eða 287,880 stigum – 1,691 QSO.
Þeir TF3KX, TF3OO, TF3Y og TF4M, náðu frábærum árangri frá TF4X sem fleirmenningsstöð, eða 3,233,670 stigum – 4,410 QSO.

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur QSO CQ svæði DXCC einingar Skýringar
Öll bönd (SOP-L) TF3GB* 422,598 1,061 47 162 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (SOP-L) TF8SM 125,490 444 40 138 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (SOP-L) TF8GX 85,462 283 43 130 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (SOP-H-a) TF3IGN* 20,758 219 18 79 Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (SOP-H-a) TF3AO 504 20 9 5 Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (MOP-H) TF4X* 3,233,670 4,410 106 345 Hámarks útgangsafl, einn sendir, fleirmenningsþátttaka (TF4M, TF3Y, TF3OO, TF3KX)
7 MHz (SOP-H) TF3CW* 287,880 1,619 27 93 Hámarks útgangsafl
1.8 MHz (SOP-H) TF3DC* 3,655 81 8 352 Hámarks útgangsafl

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

TF2JB