,

Frábær árangur frá TF3W í SAC CW keppninni

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Um tugur íslenskra stöðva tók þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) helgina 18.-19. september. Upplýsingar liggja þegar fyrir um glæsilegan árangur Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW, sem starfrækti kallmerkið TF3W frá félagsstöðinni í Skeljanesi.

Sigurður hafði alls 2.038 QSO og er áætlaður heildarárangur um 951.000 punktar. Viðvera í keppninni var um 22 klst., sem gerir tæplega 1,6 QSO/mínútu að meðaltali (alla keppnina). Frábær árangur.

Ljóst er, að a.m.k. er um að ræða nýtt Íslandsmet í einmenningsflokki á öllum böndum (fullu afli) í SAC keppninni, en þessi árangur er rúmlega tvöfalt betri en núgildandi met. Að sögn Sigurður, voru skilyrðin ágæt á 20 metrum og neðar.

Stjórn Í.R.A. sendir Sigurði hamingjuóskir með árangurinn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 14 =