,

Flóamarkaður að hausti á sunnudag, 10. október

Ljósmyndirnar voru teknar á flóamarkaðnum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 2008. Ljósmyndir: TF2JB

Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes næstkomandi sunnudag, 10. október . Húsið veður opnað kl. 11:00 og verður opið til kl. 16:00. Í ráði er að halda í fyrsta skipti uppboð á völdum hlutum sem hefst nákvæmlega kl. 14:30.

Undirbúningur flóamarkaðarins hefst síðdegis daginn áður (að laugardeginum) á milli kl. 16 og 18 þegar þeim hlutum sem félagið er aflögufært um verður stillt upp, en á þeim tíma geta þeir félagsmenn einnig mætt sem óska að selja/gefa hluti á flóamarkaðnum og stillt þeim upp. Fyrir þá, sem hentar það betur, er einnig í boði að stilla upp hlutum u.þ.b. klukkustund fyrir opnun á sunnudagsmorgninum (þ.e. frá kl. 10).

Í boði er margt af “girnilegu” amatördóti, s.s. stöðvar, loftnet, viðtæki, mælitæki (og aukahlutir af ýmsum gerðum) og íhlutir, s.s. stórir hverfiþéttar, stórar kælingar og fleira nytsamlegt. Félagið býður upp á kaffi og ný vínarbrauð frá Mosfellsbakaríi.

Fyrirspurnir, ábendingar o.þ.h. óskast sent á ira@ira.is.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × five =