Entries by TF3JB

,

Turnefni til ráðstöfunar fyrir TF3IRA

Um nokkurn tíma hefur félaginu staðið til boða að fá til ráðstöfunar turneiningar og annað loftnetaefni sem upphaflega var í notkun á Rjúpnahæð. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, auglýsti eftir aðstoð á póstlista félagsins þann 5. júní s.l., með það í huga að sækja þetta efni þegar ljóst var að vel búin vörubifreið (með krana) á vegum G. Svans Hjálmarssonar, […]

,

TF3RPC verður QRT í vikutíma

Endurvarpinn TF3RPC verður QRT í rúma viku vegna viðhaldsframkvæmda í húsnæðinu sem hann hefur til nota við Hagatorg. Áætlað er að unnt verði að tengja hann á ný eigi síðar en föstudaginn 15. júní n.k.

,

Ný heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 6. júní 2012 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er, frá og með deginum í dag, veitt heimild til að nota PSK-31 tegund útgeislunar (6OH0J2B) á 60 metrum. Heimildir fyrir öðrum mótunaraðferðum í tíðnisviðinu eru áfram óbreyttar, þ.e. J3E (USB) og A1A (CW) miðað við 3 kHz hámarksbandbreidd. Heimild […]

,

Skipt um tónlæsingu á TF8RPH

Á stjórnarfundi í félaginu þann 30. maí s.l. var samþykkt að fara þess á leit við þá TF3ARI og TF8SM, umsjónarmenn endurvarpans TF8RPH, að breyta tónlæsingu stöðvarinnar á ný yfir í stafræna kóðun, DCS-023. Samkvæmt samtali við TF3ARI í síma í dag, verður breytingin gerð í kvöld, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 20:00. TF8RPH varð QRV þann […]

,

Starfshópur um mótun neyðarfjarskiptastefnu

Á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 30. maí var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka sæti í starfshópi sem geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við formann, aðra stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á ira hjá ira.is fyrir 5. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir […]

,

TF3XUU í stuttri heimsókn á Íslandi

Martin Berkofsky, TF3XUU (KC3RE) píanóleikari var hér á ferð nýlega og spilaði m.a. á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Hörpu þann 26. maí. Martin gaf sér tíma til að hitta nokkra íslenska leyfishafa skömmu áður en hann hélt af landi brott þann 27. maí s.l., sbr. ljósmynd að ofan. Martin lauk prófi til amatörleyfis […]

,

Ný stjórn Í.R.A. hefur skipt með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2012-2013 var haldinn miðvikudaginn 30. maí 2012 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir á nýju starfsári:     Embætti Nafn stjórnarmanns Kallmerki Leyfisbréf Formaður Jónas Bjarnason TF2JB 80 Varaformaður Andrés Þórarinsson TF3AM 88 Ritari Sæmundur E. Þorsteinsson […]

,

WAZ og WAS fyrir TF3IRA í umsóknarferli

Mathías Hagvaag, TF3-035, hefur unnið að frágangi radíódagbóka og QSL korta félagsstöðvarinnar undanfarin misseri. Langþráðu takmarki var náð þann 20. október (2011) en þann dag voru þrjú DXCC viðurkenningaskjöl fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og negld á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins. Nú hefur Mathías lokið við gerð umsóknar fyrir fyrsta WAZ (Worked All Zones) viðurkenningarskjalið svo og gerð […]

,

Öll gögn frá aðalfundi 2012 komin

Öll gögn stjórnar félagsins frá aðalfundinum 2012 hafa nú verið sett inn á heimasíðuna. Þau eru: Skýrsla um starfsemi Í.R.A. 2011-2012. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársskýrsla-ÍRA-2011-2012.pdf Reikningar félagssjóðs Í.R.A. 2011-2012. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársreikningur-ÍRA-2011-2012.pdf Fundargerð aðalfundar Í.R.A. 2012. http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/adalfundur-ira-2012/ Félagslög Í.R.A. samþykkt á aðalfundi 2012. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Félagslög-ÍRA-samþykkt-á-aðalfuni-2012.pdf F.h. stjórnar Í.R.A. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Fleiri gögn frá aðalfundi 2012 komin

Eftirtalin gögn frá aðalfundi 2012 eru komin til viðbótar inn á heimasíðu félagsins: Skýrsla formanns um starfsemi félagsins 2011-2012. Ársreikningur félagssjóðs fyrir fjárhagsárið 2011-2012. Hægt er að nálgast gögnin því að fara undir veftré og leit og smella á Félagið og velja Aðalfundur 2012 eða smella á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/adalfundur-ira-2012/ Þau gögn sem upp á vantar frá aðalfundi verða birt fljótlega.