Turnefni til ráðstöfunar fyrir TF3IRA
Um nokkurn tíma hefur félaginu staðið til boða að fá til ráðstöfunar turneiningar og annað loftnetaefni sem upphaflega var í notkun á Rjúpnahæð. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, auglýsti eftir aðstoð á póstlista félagsins þann 5. júní s.l., með það í huga að sækja þetta efni þegar ljóst var að vel búin vörubifreið (með krana) á vegum G. Svans Hjálmarssonar, […]
