SteppIR loftnet TF3IRA stífað af
Erling Guðnason, TF3EE, átti ferð framhjá félagsaðstöðunni í Skeljanesi skömmu eftir hádegi í dag, 21. júlí, ásamt Jakob Helgasyni, TF3EJ. Þá þegar var vindur orðinn nokkur í vesturbænum og SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA farið að sveiflast laust. Í framhaldi var ákveðið að vinda bráðan bug að því að stífa loftnetið af, enda verðurspá slæm fyrir kvöldið og nóttina. […]
